Frumvarpið gangi gegn ákvæðum stjórnarskrár Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. nóvember 2019 07:15 Veiðihús Strengs við Selá. Fréttablaðið/Ernir Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. Frumvarpið sem nú er til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins gengur meðal annars út á að bæta minnihlutavernd í veiðifélögum. Er þar lagt til að sami aðili eða tengdir aðilar geti ekki farið með meira en 30 prósent atkvæða í veiðifélagi. Þar sem tvo þriðju hluta atkvæðisbærra félagsmanna þurfi til að samþykktir séu löglega gerðar eða þeim breytt, sé tryggt að enginn einn aðili geti staðið í vegi fyrir breytingum. Í umsögn sem Strengur hefur sent atvinnuveganefnd segir að verði ákvæðið að lögum muni það skerða verulega hagsmuni félagsins sem og móðurfélagsins Halicilla. Að mati félagsins standast umræddar breytingar hvorki stjórnarskrá né alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Með því að takmarka atkvæðarétt sé ekki verið að vernda rétt minnihluta heldur skapa aðstæður þar sem minnihlutaeigendur gætu ráðið yfir veiðifélagi. Ljóst sé að ráðherra sé ekki að gæta meðalhófs með þessum tillögum. Breytingarnar muni bitna á örfáum aðilum og mögulega aðeins Streng. Ástæða sé til að ætla að þjóðerni hafi áhrif á gildissvið frumvarpsins. Landssamband veiðifélaga segir í sinni umsögn að vissulega kunni að vera teikn á lofti um að jarðakaup séu vaxandi vandamál. Hins vegar þurfi að greina umfang hins meinta vanda og hvort hægt sé að tryggja vernd minnihluta með öðrum leiðum. Sambandið leggst því að svo stöddu gegn umræddum breytingum. Þá kemur fram gagnrýni, bæði í umsögn Strengs og í umsögn Landssambands veiðifélaga, á samráðsleysi við gerð frumvarpsins. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. Frumvarpið sem nú er til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins gengur meðal annars út á að bæta minnihlutavernd í veiðifélögum. Er þar lagt til að sami aðili eða tengdir aðilar geti ekki farið með meira en 30 prósent atkvæða í veiðifélagi. Þar sem tvo þriðju hluta atkvæðisbærra félagsmanna þurfi til að samþykktir séu löglega gerðar eða þeim breytt, sé tryggt að enginn einn aðili geti staðið í vegi fyrir breytingum. Í umsögn sem Strengur hefur sent atvinnuveganefnd segir að verði ákvæðið að lögum muni það skerða verulega hagsmuni félagsins sem og móðurfélagsins Halicilla. Að mati félagsins standast umræddar breytingar hvorki stjórnarskrá né alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Með því að takmarka atkvæðarétt sé ekki verið að vernda rétt minnihluta heldur skapa aðstæður þar sem minnihlutaeigendur gætu ráðið yfir veiðifélagi. Ljóst sé að ráðherra sé ekki að gæta meðalhófs með þessum tillögum. Breytingarnar muni bitna á örfáum aðilum og mögulega aðeins Streng. Ástæða sé til að ætla að þjóðerni hafi áhrif á gildissvið frumvarpsins. Landssamband veiðifélaga segir í sinni umsögn að vissulega kunni að vera teikn á lofti um að jarðakaup séu vaxandi vandamál. Hins vegar þurfi að greina umfang hins meinta vanda og hvort hægt sé að tryggja vernd minnihluta með öðrum leiðum. Sambandið leggst því að svo stöddu gegn umræddum breytingum. Þá kemur fram gagnrýni, bæði í umsögn Strengs og í umsögn Landssambands veiðifélaga, á samráðsleysi við gerð frumvarpsins.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira