Landfylling getur orðið góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2019 10:43 Landfyllingin í Laugarnestanga. Vísir/Frikki Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að menn fari sér að engu óðslega í að ákveða hvað verði byggt á nýrri landfyllingu við Laugarnestanga. Meðal annars verði útsýni frá Laugarnesi haft í huga þegar byggt verður. Umfangsmikil landfylling er nú að taka á sig mynd við Laugarnestanga í Reykjavík. Efnið sem notað er í landfyllinguna er jarðefni sem grafið hefur verið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Um mikið magn af jarðefni er að ræða en þegar hafa vörubílar keyrt fimmtán þúsund sinnum með efni á staðinn og sturtað út í sjó. Talið er að þegar að framkvæmdum ljúki þá verði búið að aka með allt að þrjú hundruð þúsund rúmmetra af jarðefni á svæðið. „Þessi fylling kemur til í rauninni að beiðni Landspítalans að því leyti að það var náttúrulega mjög erfitt að fara að keyra öllu þessu efni um langan veg en við höfðum verið að leita okkur að svæði fyrir svona skrifstofu Faxaflóahafna og starfsemi hennar,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann segir þó enn ekkert ákveðið hvað verði nákvæmlega byggt á svæðinu. Unnið hefur þó verið út frá því að höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þarna og að Veitur fái einnig að nýta svæðið þar sem þörf er á auknu plássi undir hreinsun á skólpi. „Við höfum auðvitað heyrt í fólki líka sem talar um sjónásana frá Laugarnesinu og við þurfum að gæta mjög vel að því og fara varlega í því hvað sett er þarna niður en vonandi verður þetta bara mjög góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi,“ segir Gísli. Gísli segir mikilvægt að með þessu hafi tekist að stytta alla flutninga með jarðefnið frá Landspítalanum verulega. Forsvarsmenn stækkunar nýja Landspítalans leggja einmitt áherslu á það, út frá umhverfissjónarmiðum, að aka eins stutta leið og hægt er með efnið. „Það er auðvitað mikilvægt að borgir stundi svona ákveðinn efnisbúskap. Það er að segja að nýta efni sem að kemur upp í stað þess að keyra því um lengri veg í burtu,“ segir Gísli. Reykjavík Skipulag Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að menn fari sér að engu óðslega í að ákveða hvað verði byggt á nýrri landfyllingu við Laugarnestanga. Meðal annars verði útsýni frá Laugarnesi haft í huga þegar byggt verður. Umfangsmikil landfylling er nú að taka á sig mynd við Laugarnestanga í Reykjavík. Efnið sem notað er í landfyllinguna er jarðefni sem grafið hefur verið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Um mikið magn af jarðefni er að ræða en þegar hafa vörubílar keyrt fimmtán þúsund sinnum með efni á staðinn og sturtað út í sjó. Talið er að þegar að framkvæmdum ljúki þá verði búið að aka með allt að þrjú hundruð þúsund rúmmetra af jarðefni á svæðið. „Þessi fylling kemur til í rauninni að beiðni Landspítalans að því leyti að það var náttúrulega mjög erfitt að fara að keyra öllu þessu efni um langan veg en við höfðum verið að leita okkur að svæði fyrir svona skrifstofu Faxaflóahafna og starfsemi hennar,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann segir þó enn ekkert ákveðið hvað verði nákvæmlega byggt á svæðinu. Unnið hefur þó verið út frá því að höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þarna og að Veitur fái einnig að nýta svæðið þar sem þörf er á auknu plássi undir hreinsun á skólpi. „Við höfum auðvitað heyrt í fólki líka sem talar um sjónásana frá Laugarnesinu og við þurfum að gæta mjög vel að því og fara varlega í því hvað sett er þarna niður en vonandi verður þetta bara mjög góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi,“ segir Gísli. Gísli segir mikilvægt að með þessu hafi tekist að stytta alla flutninga með jarðefnið frá Landspítalanum verulega. Forsvarsmenn stækkunar nýja Landspítalans leggja einmitt áherslu á það, út frá umhverfissjónarmiðum, að aka eins stutta leið og hægt er með efnið. „Það er auðvitað mikilvægt að borgir stundi svona ákveðinn efnisbúskap. Það er að segja að nýta efni sem að kemur upp í stað þess að keyra því um lengri veg í burtu,“ segir Gísli.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira