K-poppstjörnur dæmdar í óhugnanlegu nauðgunarmáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2019 09:34 Jung Joon-young mætir til skýrslutöku hjá lögreglu í mars. Vísir/getty Kóresku poppstjörnurnar Jung Joon-young og Choi Jong-hoon voru í dag dæmdar í fangelsi fyrir að nauðga fjölmörgum konum er þær voru meðvitundarlausar sökum áfengisneyslu. Jung hlaut sex ára fangelsisdóm og Choi var dæmdur í fimm ára fangelsi. BBC greinir frá. Jung var auk þess ákærður fyrir að mynda brotin og dreifa myndefninu í hópspjalli á netinu á árunum 2015-16. Mennirnir voru jafnframt skikkaðir til að sitja námskeið um kynferðisofbeldi, samtals í áttatíu klukkutíma, og þá er þeim bannað að vinna með börnum.Sjá einnig: Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað BBC hefur eftir dómara að Jung hafi nauðgað konum sem voru drukknar og gátu því ekki veitt mótspyrnu vegna ástands síns. Jung sagði fyrir dómi að hann sæi eftir gjörðum sínum og myndi hér eftir lifa í „eilífri eftirsjá“. Jung er bæði leikari og söngvari. Hann skaust upp á stjörnuhimininn í Suður-Kóreu með þátttöku sinni í hæfileikakeppninni Superstar K4 og hefur verið einn sá vinsælasti í bransanum síðan. Hann dró sig í hlé í mars síðastliðinn eftir að hafa viðurkennt brot sín sem hér um ræðir. Choi er fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar F.T. Island, sem naut gríðarlegra vinsælda í Suður-Kóreu. Dómurinn sagði Choi ekki hafa sýnt merki um iðrun eftir að hafa „raðnauðgað drukknum þolendum“. Lögregla komst á snoðir um brot Jung og Choi við rannsókn á annarri k-poppstjörnu, Seungri, sem átti aðild að umræddu hópspjalli. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa selt auðmönnum aðgang að vændiskonum. Mál poppstjarnanna hefur vakið mikla athygli og hneykslan í Suður-Kóreu og þykir varpa ljósi á skuggahliðar hins gríðarvinsæla heim k-poppsins. Greint var frá því um síðustu helgi að suður-kóreska söng- og leikkonan Goo Ha-ra hefði fundist látin á heimili sínu eftir að hafa glímt við langvinn, andleg veikindi. Þá var skammt liðið frá því að vinkona hennar, suður-kóreska söngkonan Sulli, fannst látin. Suður-Kórea Tengdar fréttir Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. 14. mars 2019 12:43 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Kóresku poppstjörnurnar Jung Joon-young og Choi Jong-hoon voru í dag dæmdar í fangelsi fyrir að nauðga fjölmörgum konum er þær voru meðvitundarlausar sökum áfengisneyslu. Jung hlaut sex ára fangelsisdóm og Choi var dæmdur í fimm ára fangelsi. BBC greinir frá. Jung var auk þess ákærður fyrir að mynda brotin og dreifa myndefninu í hópspjalli á netinu á árunum 2015-16. Mennirnir voru jafnframt skikkaðir til að sitja námskeið um kynferðisofbeldi, samtals í áttatíu klukkutíma, og þá er þeim bannað að vinna með börnum.Sjá einnig: Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað BBC hefur eftir dómara að Jung hafi nauðgað konum sem voru drukknar og gátu því ekki veitt mótspyrnu vegna ástands síns. Jung sagði fyrir dómi að hann sæi eftir gjörðum sínum og myndi hér eftir lifa í „eilífri eftirsjá“. Jung er bæði leikari og söngvari. Hann skaust upp á stjörnuhimininn í Suður-Kóreu með þátttöku sinni í hæfileikakeppninni Superstar K4 og hefur verið einn sá vinsælasti í bransanum síðan. Hann dró sig í hlé í mars síðastliðinn eftir að hafa viðurkennt brot sín sem hér um ræðir. Choi er fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar F.T. Island, sem naut gríðarlegra vinsælda í Suður-Kóreu. Dómurinn sagði Choi ekki hafa sýnt merki um iðrun eftir að hafa „raðnauðgað drukknum þolendum“. Lögregla komst á snoðir um brot Jung og Choi við rannsókn á annarri k-poppstjörnu, Seungri, sem átti aðild að umræddu hópspjalli. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa selt auðmönnum aðgang að vændiskonum. Mál poppstjarnanna hefur vakið mikla athygli og hneykslan í Suður-Kóreu og þykir varpa ljósi á skuggahliðar hins gríðarvinsæla heim k-poppsins. Greint var frá því um síðustu helgi að suður-kóreska söng- og leikkonan Goo Ha-ra hefði fundist látin á heimili sínu eftir að hafa glímt við langvinn, andleg veikindi. Þá var skammt liðið frá því að vinkona hennar, suður-kóreska söngkonan Sulli, fannst látin.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. 14. mars 2019 12:43 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. 14. mars 2019 12:43