Varnarlína Liverpool ekki að sýna sitt rétta andlit á heimavelli Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. nóvember 2019 08:45 Dries Mertens skorar mark Napoli á Anfield í vikunni. Nordicphotos/Getty Fara þarf aftur til lokaumferðar síðasta tímabils til að finna síðasta leikinn þar sem Liverpool tókst að halda hreinu á heimavelli sínum. Síðan þá hefur Liverpool leikið tíu leiki í öllum keppnum og hleypt inn sextán mörkum. Nú síðast tókst Napoli að finna leiðina fram hjá Alisson Becker í marki Liverpool í 1-1 jafntefli í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en með sigri hefði Liverpool tekist að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Þess í stað þurfa lærisveinar Jürgens Klopp að ferðast til Salzburg og ná í jafntefli hið minnsta gegn spútnikliði RB Salzburg sem hefur skorað sextán mörk í fimm leikjum í riðlinum til þessa. Varnarleikur Liverpool gjörbreyttist til hins betra fyrir 23 mánuðum þegar Virgil van Dijk var keyptur fyrir metupphæð frá Southampton. Liðið tók annað skref í rétta átt þegar Alisson var keyptur frá Roma í sumar. Í 38 leikjum á síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni hélt Alisson 21 sinni hreinu, þar af tólf sinnum á heimavelli. Þá tókst aðeins PSG að skora gegn Liverpool á Anfield á vegferð félagsins að Meistaradeildartitlinum í vor. Á þessu tímabili hefur varnarleikur Liverpool ekki verið sá sami og hefur liðið aðeins haldið þrisvar hreinu í 22 leikjum í öllum keppnum. Þessir þrír leikir hafa allir farið fram á útivelli, tveir í úrvalsdeildinni gegn Burnley og Sheffield United og svo deildabikarleikur gegn MK Dons. Staða Liverpool er afar vænleg, liðið er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og í efsta sæti E-riðils Meistaradeildar Evrópu en ljóst er að Jürgen Klopp þarf helst að finna lausn á vandræðum liðsins í varnarleiknum ef félagið ætlar að gera atlögu að öllum fjórum titlunum sem eru í boði. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira
Fara þarf aftur til lokaumferðar síðasta tímabils til að finna síðasta leikinn þar sem Liverpool tókst að halda hreinu á heimavelli sínum. Síðan þá hefur Liverpool leikið tíu leiki í öllum keppnum og hleypt inn sextán mörkum. Nú síðast tókst Napoli að finna leiðina fram hjá Alisson Becker í marki Liverpool í 1-1 jafntefli í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en með sigri hefði Liverpool tekist að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Þess í stað þurfa lærisveinar Jürgens Klopp að ferðast til Salzburg og ná í jafntefli hið minnsta gegn spútnikliði RB Salzburg sem hefur skorað sextán mörk í fimm leikjum í riðlinum til þessa. Varnarleikur Liverpool gjörbreyttist til hins betra fyrir 23 mánuðum þegar Virgil van Dijk var keyptur fyrir metupphæð frá Southampton. Liðið tók annað skref í rétta átt þegar Alisson var keyptur frá Roma í sumar. Í 38 leikjum á síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni hélt Alisson 21 sinni hreinu, þar af tólf sinnum á heimavelli. Þá tókst aðeins PSG að skora gegn Liverpool á Anfield á vegferð félagsins að Meistaradeildartitlinum í vor. Á þessu tímabili hefur varnarleikur Liverpool ekki verið sá sami og hefur liðið aðeins haldið þrisvar hreinu í 22 leikjum í öllum keppnum. Þessir þrír leikir hafa allir farið fram á útivelli, tveir í úrvalsdeildinni gegn Burnley og Sheffield United og svo deildabikarleikur gegn MK Dons. Staða Liverpool er afar vænleg, liðið er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og í efsta sæti E-riðils Meistaradeildar Evrópu en ljóst er að Jürgen Klopp þarf helst að finna lausn á vandræðum liðsins í varnarleiknum ef félagið ætlar að gera atlögu að öllum fjórum titlunum sem eru í boði.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira