Varnarlína Liverpool ekki að sýna sitt rétta andlit á heimavelli Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. nóvember 2019 08:45 Dries Mertens skorar mark Napoli á Anfield í vikunni. Nordicphotos/Getty Fara þarf aftur til lokaumferðar síðasta tímabils til að finna síðasta leikinn þar sem Liverpool tókst að halda hreinu á heimavelli sínum. Síðan þá hefur Liverpool leikið tíu leiki í öllum keppnum og hleypt inn sextán mörkum. Nú síðast tókst Napoli að finna leiðina fram hjá Alisson Becker í marki Liverpool í 1-1 jafntefli í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en með sigri hefði Liverpool tekist að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Þess í stað þurfa lærisveinar Jürgens Klopp að ferðast til Salzburg og ná í jafntefli hið minnsta gegn spútnikliði RB Salzburg sem hefur skorað sextán mörk í fimm leikjum í riðlinum til þessa. Varnarleikur Liverpool gjörbreyttist til hins betra fyrir 23 mánuðum þegar Virgil van Dijk var keyptur fyrir metupphæð frá Southampton. Liðið tók annað skref í rétta átt þegar Alisson var keyptur frá Roma í sumar. Í 38 leikjum á síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni hélt Alisson 21 sinni hreinu, þar af tólf sinnum á heimavelli. Þá tókst aðeins PSG að skora gegn Liverpool á Anfield á vegferð félagsins að Meistaradeildartitlinum í vor. Á þessu tímabili hefur varnarleikur Liverpool ekki verið sá sami og hefur liðið aðeins haldið þrisvar hreinu í 22 leikjum í öllum keppnum. Þessir þrír leikir hafa allir farið fram á útivelli, tveir í úrvalsdeildinni gegn Burnley og Sheffield United og svo deildabikarleikur gegn MK Dons. Staða Liverpool er afar vænleg, liðið er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og í efsta sæti E-riðils Meistaradeildar Evrópu en ljóst er að Jürgen Klopp þarf helst að finna lausn á vandræðum liðsins í varnarleiknum ef félagið ætlar að gera atlögu að öllum fjórum titlunum sem eru í boði. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Sjá meira
Fara þarf aftur til lokaumferðar síðasta tímabils til að finna síðasta leikinn þar sem Liverpool tókst að halda hreinu á heimavelli sínum. Síðan þá hefur Liverpool leikið tíu leiki í öllum keppnum og hleypt inn sextán mörkum. Nú síðast tókst Napoli að finna leiðina fram hjá Alisson Becker í marki Liverpool í 1-1 jafntefli í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en með sigri hefði Liverpool tekist að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Þess í stað þurfa lærisveinar Jürgens Klopp að ferðast til Salzburg og ná í jafntefli hið minnsta gegn spútnikliði RB Salzburg sem hefur skorað sextán mörk í fimm leikjum í riðlinum til þessa. Varnarleikur Liverpool gjörbreyttist til hins betra fyrir 23 mánuðum þegar Virgil van Dijk var keyptur fyrir metupphæð frá Southampton. Liðið tók annað skref í rétta átt þegar Alisson var keyptur frá Roma í sumar. Í 38 leikjum á síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni hélt Alisson 21 sinni hreinu, þar af tólf sinnum á heimavelli. Þá tókst aðeins PSG að skora gegn Liverpool á Anfield á vegferð félagsins að Meistaradeildartitlinum í vor. Á þessu tímabili hefur varnarleikur Liverpool ekki verið sá sami og hefur liðið aðeins haldið þrisvar hreinu í 22 leikjum í öllum keppnum. Þessir þrír leikir hafa allir farið fram á útivelli, tveir í úrvalsdeildinni gegn Burnley og Sheffield United og svo deildabikarleikur gegn MK Dons. Staða Liverpool er afar vænleg, liðið er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og í efsta sæti E-riðils Meistaradeildar Evrópu en ljóst er að Jürgen Klopp þarf helst að finna lausn á vandræðum liðsins í varnarleiknum ef félagið ætlar að gera atlögu að öllum fjórum titlunum sem eru í boði.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Sjá meira