Frozen II innblásin af íslenskri náttúru Davíð Stefánsson skrifar 29. nóvember 2019 07:45 Glöggir áhorfendur ættu að geta séð í myndinni innblástur til dæmis frá Svínafellsjökli, Jökulsárlóni, Seljalandsfossi og Reynisfjöru. Mynd/Disney Íslensk náttúra kemur nokkuð við sögu í Disney-teiknimyndinni Frozen II sem sýnd er í kvikmyndahúsum víða um heim. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að Disney Media sem framleiðir teiknimyndina hafi haft samband fyrir ári og viljað skoða samstarf þar sem myndin væri innblásin af Íslandi, Finnlandi og Noregi. „Handritshöfundar höfðu farið í reisu um þessi lönd þegar leitað var eftir innblæstri fyrir Frozen II fyrir nokkrum árum og heilluðust af bakgrunnslandslaginu. Þeir vilja þó ekki gefa upp hvaða staðir nákvæmlega veittu þeim innblástur en glöggir áhorfendur geta vel séð innblástur til dæmis frá Svínafellsjökli, Jökulsárlóni, Seljalandsfossi og Reynisfjöru,“ segir hún. Inga Hlín segir að ef myndin verður jafnvinsæl og fyrri myndin sé þetta gríðarlega mikil landkynning. „Tengingin er sterk í myndinni. Þú sérð svarta fjöru, jökla, hreindýr, fossa, gljúfur og íshella. Allt eru þetta atriði sem eru mikið tengd landinu okkar. Ég tel þetta mjög dýrmætt fyrir okkur sem stöndum í landkynningu og gefa okkur mörg tækifæri til þess að ná til fjölskyldufólks og gefa því hugmynd að ferð til landsins.“ Teiknimyndin Frozen II segir frá því þegar þau Elsa, Anna, Kristoff, Ólafur og hreindýrið Sveinn halda norður á bóginn í leit að uppruna töframáttarins sem Elsa býr yfir. Inga Hlín segir að handritshöfundar hafa einnig sagst hafa fengið innblástur frá myrkrinu og hinu dulræna á Íslandi á meðan innblásturinn að Önnu hafi frekar komið frá Noregi. Þeir lýsi Íslandi á þann veg að þeim finnist það notalegt og ævintýralegt. Inga Hlín segir að í september síðastliðnum hafi framleiðendur og einn handritshöfunda myndarinnar komið til Íslands, ásamt fjórtán blaðamönnum stórra fjölmiðla frá Frakklandi, Hollandi og Belgíu, til að kynna myndina. Íslandsstofa skipulagði fjögurra daga fjölmiðlaferð fyrir hópinn, ásamt Icelandair og Markaðsstofu Suðurlands, þar sem farið var á tökuslóðir, meðal annars í dagsferð upp á Svínafellsjökul. Þá var íslenskt landslag einnig innblástur fyrir tónlistarmyndband sem tekið var upp hér á landi við titillag teiknimyndarinnar, Into the Unknown, í frönskum búningi en það er sungið af Charlotte Hervieux sem ljær Elsu rödd sína í frönsku útgáfunni. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Fleiri fréttir Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Sjá meira
Íslensk náttúra kemur nokkuð við sögu í Disney-teiknimyndinni Frozen II sem sýnd er í kvikmyndahúsum víða um heim. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að Disney Media sem framleiðir teiknimyndina hafi haft samband fyrir ári og viljað skoða samstarf þar sem myndin væri innblásin af Íslandi, Finnlandi og Noregi. „Handritshöfundar höfðu farið í reisu um þessi lönd þegar leitað var eftir innblæstri fyrir Frozen II fyrir nokkrum árum og heilluðust af bakgrunnslandslaginu. Þeir vilja þó ekki gefa upp hvaða staðir nákvæmlega veittu þeim innblástur en glöggir áhorfendur geta vel séð innblástur til dæmis frá Svínafellsjökli, Jökulsárlóni, Seljalandsfossi og Reynisfjöru,“ segir hún. Inga Hlín segir að ef myndin verður jafnvinsæl og fyrri myndin sé þetta gríðarlega mikil landkynning. „Tengingin er sterk í myndinni. Þú sérð svarta fjöru, jökla, hreindýr, fossa, gljúfur og íshella. Allt eru þetta atriði sem eru mikið tengd landinu okkar. Ég tel þetta mjög dýrmætt fyrir okkur sem stöndum í landkynningu og gefa okkur mörg tækifæri til þess að ná til fjölskyldufólks og gefa því hugmynd að ferð til landsins.“ Teiknimyndin Frozen II segir frá því þegar þau Elsa, Anna, Kristoff, Ólafur og hreindýrið Sveinn halda norður á bóginn í leit að uppruna töframáttarins sem Elsa býr yfir. Inga Hlín segir að handritshöfundar hafa einnig sagst hafa fengið innblástur frá myrkrinu og hinu dulræna á Íslandi á meðan innblásturinn að Önnu hafi frekar komið frá Noregi. Þeir lýsi Íslandi á þann veg að þeim finnist það notalegt og ævintýralegt. Inga Hlín segir að í september síðastliðnum hafi framleiðendur og einn handritshöfunda myndarinnar komið til Íslands, ásamt fjórtán blaðamönnum stórra fjölmiðla frá Frakklandi, Hollandi og Belgíu, til að kynna myndina. Íslandsstofa skipulagði fjögurra daga fjölmiðlaferð fyrir hópinn, ásamt Icelandair og Markaðsstofu Suðurlands, þar sem farið var á tökuslóðir, meðal annars í dagsferð upp á Svínafellsjökul. Þá var íslenskt landslag einnig innblástur fyrir tónlistarmyndband sem tekið var upp hér á landi við titillag teiknimyndarinnar, Into the Unknown, í frönskum búningi en það er sungið af Charlotte Hervieux sem ljær Elsu rödd sína í frönsku útgáfunni.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Fleiri fréttir Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Sjá meira