Kenna lestur með nýrri tækni í grunnskólunum í Breiðholti Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. nóvember 2019 07:15 Nemendur eru paraðir saman og lesa upp fyrir hvert annað þegar notuð er PALS lestrarkennsla. „Skólastarfið er þróunarstarf og við erum sífellt að leita leiða til að auka árangur nemenda okkar,“ segir Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla. Skólinn skrifaði nýlega undir starfssamning um innleiðingu nýrrar kennsluaðferðar í lestri ásamt fjórum öðrum grunnskólum hverfisins, Ölduselsskóla, Fellaskóla, Seljaskóla og Breiðholtsskóla. Aðferðin, PALS, hentar að sögn Lovísu Guðrúnar vel í kennslu fjölbreyttra nemendahópa. „Nemendur vinna saman í pörum og eru paraðir saman út frá lestrarfærni þannig að allir fá lesefni við hæfi sem er lykilforsenda þess að árangur náist,“ segir Lovísa. „Nemendur vinna tveir og tveir saman eftir fyrirfram ákveðnu ferli. PALS-aðferðin eða Pör að læra saman, einkennist af skýrri uppbyggingu kennslustunda þar sem áhersla er á virkni nemenda allan tímann,“ segir hún og bætir við að aðferðin geti veitt nemendum öryggi því hún felur í sér að börnin viti hvernig kennslustundin er uppbyggð.PALS-lestrartæknin hentar einkar vel þar sem er fjölbreyttur hópur nemenda.„Nemendur vita alltaf hvað kemur næst í vinnuferlinu. Það að vita ekki hvað á að gera næst getur orsakað óöryggi hjá sumum nemendum,“ segir hún. Kennslan fer þannig fram að þeir nemendur sem paraðir eru saman lesa til skiptis upp hvor fyrir annan og eru leiðréttir af félaga sínum ef þeir lesa rangt orð eða hljóð. Reglulegt hrós er einnig hluti af aðferðinni og er gefið samhliða lestrinum til að hvetja nemendur áfram. Hulda Karen Daníelsdóttir átti frumkvæði að innleiðingu PALS á Íslandi og segir hún rannsóknir benda til þess að flestir nemendur sem noti aðferðina sýni meiri framfarir í námi en þeir sem ekki nota hana. Hulda Karen gefur grunnskólum í Breiðholti námskeiðin sem kennararnir sækja í námstækninni en skólarnir greiða sjálfir fyrir námsefnið sem notað er. Hún segir PALS gagnast vel alls staðar en að Breiðholtið sé góður staður til að byrja á. „Ástæðan fyrir gjöfinni er fyrst og fremst sú að í grunnskólunum í Breiðholtinu stundar einstaklega fjölbreyttur nemendahópur nám og PALS, sem er raunprófuð aðferð, nýtist sérlega vel við þannig aðstæður,“ segir Hulda. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Sjá meira
„Skólastarfið er þróunarstarf og við erum sífellt að leita leiða til að auka árangur nemenda okkar,“ segir Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla. Skólinn skrifaði nýlega undir starfssamning um innleiðingu nýrrar kennsluaðferðar í lestri ásamt fjórum öðrum grunnskólum hverfisins, Ölduselsskóla, Fellaskóla, Seljaskóla og Breiðholtsskóla. Aðferðin, PALS, hentar að sögn Lovísu Guðrúnar vel í kennslu fjölbreyttra nemendahópa. „Nemendur vinna saman í pörum og eru paraðir saman út frá lestrarfærni þannig að allir fá lesefni við hæfi sem er lykilforsenda þess að árangur náist,“ segir Lovísa. „Nemendur vinna tveir og tveir saman eftir fyrirfram ákveðnu ferli. PALS-aðferðin eða Pör að læra saman, einkennist af skýrri uppbyggingu kennslustunda þar sem áhersla er á virkni nemenda allan tímann,“ segir hún og bætir við að aðferðin geti veitt nemendum öryggi því hún felur í sér að börnin viti hvernig kennslustundin er uppbyggð.PALS-lestrartæknin hentar einkar vel þar sem er fjölbreyttur hópur nemenda.„Nemendur vita alltaf hvað kemur næst í vinnuferlinu. Það að vita ekki hvað á að gera næst getur orsakað óöryggi hjá sumum nemendum,“ segir hún. Kennslan fer þannig fram að þeir nemendur sem paraðir eru saman lesa til skiptis upp hvor fyrir annan og eru leiðréttir af félaga sínum ef þeir lesa rangt orð eða hljóð. Reglulegt hrós er einnig hluti af aðferðinni og er gefið samhliða lestrinum til að hvetja nemendur áfram. Hulda Karen Daníelsdóttir átti frumkvæði að innleiðingu PALS á Íslandi og segir hún rannsóknir benda til þess að flestir nemendur sem noti aðferðina sýni meiri framfarir í námi en þeir sem ekki nota hana. Hulda Karen gefur grunnskólum í Breiðholti námskeiðin sem kennararnir sækja í námstækninni en skólarnir greiða sjálfir fyrir námsefnið sem notað er. Hún segir PALS gagnast vel alls staðar en að Breiðholtið sé góður staður til að byrja á. „Ástæðan fyrir gjöfinni er fyrst og fremst sú að í grunnskólunum í Breiðholtinu stundar einstaklega fjölbreyttur nemendahópur nám og PALS, sem er raunprófuð aðferð, nýtist sérlega vel við þannig aðstæður,“ segir Hulda.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent