Vilja skoða fýsileika Tröllaskagaganga Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. nóvember 2019 07:30 Sigurður Ingi segir að stefnt sé að þvi að gera heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Íslandi. Mynd/Gísli Berg norðurland Sveitarstjórnir Skagafjarðar og Akureyrarbæjar fólu vegamálastjóra að gera greinargerð um jarðgangakosti á Tröllaskaga, til að stytta vegalengdina á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Var henni skilað í haust og fýsilegasti kosturinn talinn göng á milli Hóla og Barkárdals. Myndi hann stytta leiðina um 30 kílómetra og hringvegurinn færast þá leið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að sveitarstjórnirnar hafi ekki frekar aðhafst í málinu að svo stöddu en að til standi að funda með samgöngunefnd Alþingis til að ræða göngin. „Styttingin er í sjálfu sér ekki mikil en stóra málið er að við myndum losna við erfiðan fjallveg,“ segir Ásthildur. „Jarðgöngin myndu einnig tengja þessi vaxtarsamfélög betur saman, þannig að þau yrðu að einu atvinnusvæði.“ Nefnir hún Vaðlaheiðargöngin í þessu samhengi. „Við erum að sjá að með tilkomu þeirra eru Eyjafjörðurinn og Þingeyjasýslurnar að verða eitt atvinnusvæði. Göng yfir í Skagafjörðinn myndu þétta Norðurlandið og það yrði miklu sterkara svæði.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að stefnt sé að því að gera heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Ísland. Þar verði valkostir á einstaka leiðum metnir með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar verði hægt að forgangsraða jarðgangnakostum til lengri tíma.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink„Göng milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, Tröllaskagagöng, eru einn af þeim gangakostum sem verið hafa í umræðunni sem mögulegir kostir og má því fastlega gera ráð fyrir að þau verði einn af þeim kostum sem skoðaðir verða,“ segir Sigurður Ingi. Málið er þegar komið inn á borð Alþingis því að fyrir liggur þingsályktunartillaga Stefáns Vagns Stefánssonar og Bjarna Jónssonar um að hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni Tröllaskagaganga. Stefán Vagn, varaþingmaður og sveitarstjórnarmaður Framsóknarflokksins í Skagafirði, er sammála Ásthildi um að Skagafjörðurinn og Eyjafjörðurinn yrðu eitt atvinnusvæði með tilkomu ganga og þjónusta myndi batna. „Hér hafa verið miklar breytingar á sjúkrahúsþjónustu svo að dæmi sé tekið og við erum að leita í meiri mæli inn á Akureyri. Þetta myndi auka öryggi okkar mjög mikið segir,“ Stefán Vagn. Nefnir hann einnig umferðaröryggi og að verið sé að skoða Akureyrarflugvöll sem nýtt hlið inn í landið. Myndi bæði hringvegurinn og tengingin við flugvöllinn auka ferðaþjónustu í Skagafirði. „Ég myndi ekki segja að það hái Sauðárkrók að vera ekki hluti af hringveginum, en það myndi styrkja bæinn að vera kominn á Þjóðveg 1,“ segir hann. Þar sem málið er enn á umræðustigi liggja engar tölur fyrir um kostnað eða hagkvæmni ganga. Ljóst er þó að göngin yrðu enginn smábiti, enda allt að 20 kílómetra löng. Til samanburðar eru Vaðlaheiðargöngin 7,4 kílómetrar. Reikna má því með að göngin kosti að minnsta kosti 40 eða 50 milljarða króna. „Við höfum óskað eftir að Vegagerðin skoði þessa kosti, finni bestu veglínuna og reikni kostnaðinn,“ segir Stefán Vagn. Akureyri Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Samgöngur Skagafjörður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
norðurland Sveitarstjórnir Skagafjarðar og Akureyrarbæjar fólu vegamálastjóra að gera greinargerð um jarðgangakosti á Tröllaskaga, til að stytta vegalengdina á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Var henni skilað í haust og fýsilegasti kosturinn talinn göng á milli Hóla og Barkárdals. Myndi hann stytta leiðina um 30 kílómetra og hringvegurinn færast þá leið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að sveitarstjórnirnar hafi ekki frekar aðhafst í málinu að svo stöddu en að til standi að funda með samgöngunefnd Alþingis til að ræða göngin. „Styttingin er í sjálfu sér ekki mikil en stóra málið er að við myndum losna við erfiðan fjallveg,“ segir Ásthildur. „Jarðgöngin myndu einnig tengja þessi vaxtarsamfélög betur saman, þannig að þau yrðu að einu atvinnusvæði.“ Nefnir hún Vaðlaheiðargöngin í þessu samhengi. „Við erum að sjá að með tilkomu þeirra eru Eyjafjörðurinn og Þingeyjasýslurnar að verða eitt atvinnusvæði. Göng yfir í Skagafjörðinn myndu þétta Norðurlandið og það yrði miklu sterkara svæði.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að stefnt sé að því að gera heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Ísland. Þar verði valkostir á einstaka leiðum metnir með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar verði hægt að forgangsraða jarðgangnakostum til lengri tíma.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink„Göng milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, Tröllaskagagöng, eru einn af þeim gangakostum sem verið hafa í umræðunni sem mögulegir kostir og má því fastlega gera ráð fyrir að þau verði einn af þeim kostum sem skoðaðir verða,“ segir Sigurður Ingi. Málið er þegar komið inn á borð Alþingis því að fyrir liggur þingsályktunartillaga Stefáns Vagns Stefánssonar og Bjarna Jónssonar um að hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni Tröllaskagaganga. Stefán Vagn, varaþingmaður og sveitarstjórnarmaður Framsóknarflokksins í Skagafirði, er sammála Ásthildi um að Skagafjörðurinn og Eyjafjörðurinn yrðu eitt atvinnusvæði með tilkomu ganga og þjónusta myndi batna. „Hér hafa verið miklar breytingar á sjúkrahúsþjónustu svo að dæmi sé tekið og við erum að leita í meiri mæli inn á Akureyri. Þetta myndi auka öryggi okkar mjög mikið segir,“ Stefán Vagn. Nefnir hann einnig umferðaröryggi og að verið sé að skoða Akureyrarflugvöll sem nýtt hlið inn í landið. Myndi bæði hringvegurinn og tengingin við flugvöllinn auka ferðaþjónustu í Skagafirði. „Ég myndi ekki segja að það hái Sauðárkrók að vera ekki hluti af hringveginum, en það myndi styrkja bæinn að vera kominn á Þjóðveg 1,“ segir hann. Þar sem málið er enn á umræðustigi liggja engar tölur fyrir um kostnað eða hagkvæmni ganga. Ljóst er þó að göngin yrðu enginn smábiti, enda allt að 20 kílómetra löng. Til samanburðar eru Vaðlaheiðargöngin 7,4 kílómetrar. Reikna má því með að göngin kosti að minnsta kosti 40 eða 50 milljarða króna. „Við höfum óskað eftir að Vegagerðin skoði þessa kosti, finni bestu veglínuna og reikni kostnaðinn,“ segir Stefán Vagn.
Akureyri Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Samgöngur Skagafjörður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent