Bein útsending: Flugvallakostir á suðvesturhorni landsins kynntir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 15:00 Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri. Vísir/Vilhelm Skýrsla um flugvallakosti á suðvesturhorni landsins verður kynnt á blaðamannafundi í dag klukkan 16:10 í dag. Kynningin verður haldin í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í fundarsalnum Sölvhólsvör á jarðhæð. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihóps sem skipaður var í fyrra um verkefnið, mun kynna skýrslu hópsins og afhenda hana Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skýrslan verður birt á vef ráðuneytisins að fundi loknum. Verkefni stýrihópsins var að skoða nánar hugmyndir um nýjan alþjóðaflugvöll í Hvassahrauni og skoða staðsetningu innanlandsflugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Er óhætt að segja að ekki sé um fyrstu skýrsluna að ræða þar sem framtíð flugs á suðvesturhorninu er til umfjöllunar. Vísir mun sýna beint frá fundinum og verður streymi aðgengilegt hér að neðan rétt áður en fundur hefst. Skýrslan var kynnt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fyrir um tíu dögum gær. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins þann 21. nóvember að meðal niðurstaðna væri að það tæki allt að 20 ár að byggja flugvöll í Hvassahrauni eftir að ákvörðun um slíkt lægi fyrir. Þá myndi kostnaður við flugvöll í Hvassahrauni sem bæði sinnti millilanda- og innanlandsflugi verða að minnsta kosti 300 milljarðar króna. Verðmiði á innanlandsflugvelli í Hvassahrauni yrði hins vegar um 40 milljarðar. Starfshópnum mun ekki þykja vænlegt að endurnýta Reykjavíkurflugvöll. Slíkt myndi kosta 15-20 milljarða en lengja þyrfti flugbrautir yfir Suðurgötu og út í Fossvoginn. Flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur myndi samkvæmt skýrslunni kosta um 44 milljarða. Upphaflega stóð til að kynna skýrsluna þann 22. nóvember því var frestað vegna verkfalls á vefmiðlum samkvæmt því sem fram kom í Fréttablaðinu.Uppfært. Fundinum er lokið og er upptakan aðgengileg hér fyrir neðan ásamt fréttum af fundinum.Klippa: Skýrsla um flugvöll í Hvassahrauni Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekki verið að binda endi á drauma Akureyringa um millilandaflugvöll Ekki er verið að binda enda á drauma Eyfirðinga um millilandaflugvöll á Akureyri með fyrirhugaðri uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugvelli. 28. nóvember 2019 20:45 Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Skýrsla um flugvallakosti á suðvesturhorni landsins verður kynnt á blaðamannafundi í dag klukkan 16:10 í dag. Kynningin verður haldin í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í fundarsalnum Sölvhólsvör á jarðhæð. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihóps sem skipaður var í fyrra um verkefnið, mun kynna skýrslu hópsins og afhenda hana Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skýrslan verður birt á vef ráðuneytisins að fundi loknum. Verkefni stýrihópsins var að skoða nánar hugmyndir um nýjan alþjóðaflugvöll í Hvassahrauni og skoða staðsetningu innanlandsflugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Er óhætt að segja að ekki sé um fyrstu skýrsluna að ræða þar sem framtíð flugs á suðvesturhorninu er til umfjöllunar. Vísir mun sýna beint frá fundinum og verður streymi aðgengilegt hér að neðan rétt áður en fundur hefst. Skýrslan var kynnt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fyrir um tíu dögum gær. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins þann 21. nóvember að meðal niðurstaðna væri að það tæki allt að 20 ár að byggja flugvöll í Hvassahrauni eftir að ákvörðun um slíkt lægi fyrir. Þá myndi kostnaður við flugvöll í Hvassahrauni sem bæði sinnti millilanda- og innanlandsflugi verða að minnsta kosti 300 milljarðar króna. Verðmiði á innanlandsflugvelli í Hvassahrauni yrði hins vegar um 40 milljarðar. Starfshópnum mun ekki þykja vænlegt að endurnýta Reykjavíkurflugvöll. Slíkt myndi kosta 15-20 milljarða en lengja þyrfti flugbrautir yfir Suðurgötu og út í Fossvoginn. Flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur myndi samkvæmt skýrslunni kosta um 44 milljarða. Upphaflega stóð til að kynna skýrsluna þann 22. nóvember því var frestað vegna verkfalls á vefmiðlum samkvæmt því sem fram kom í Fréttablaðinu.Uppfært. Fundinum er lokið og er upptakan aðgengileg hér fyrir neðan ásamt fréttum af fundinum.Klippa: Skýrsla um flugvöll í Hvassahrauni
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekki verið að binda endi á drauma Akureyringa um millilandaflugvöll Ekki er verið að binda enda á drauma Eyfirðinga um millilandaflugvöll á Akureyri með fyrirhugaðri uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugvelli. 28. nóvember 2019 20:45 Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Ekki verið að binda endi á drauma Akureyringa um millilandaflugvöll Ekki er verið að binda enda á drauma Eyfirðinga um millilandaflugvöll á Akureyri með fyrirhugaðri uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugvelli. 28. nóvember 2019 20:45
Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50