
Berskjaldaðir stjórnendur í boði ömmu og mömmu
Fyrirtæki í dag takast á við alls kyns vandamál. Of lítil nýsköpun. Einelti og áreitni á vinnustað. Ekki næg framleiðni. Óvinsælar vörur. Óhentugir Kveik þættir á RÚV. Áfram mætti telja. Mismunandi vandamál krefjast mismunandi úrlausna en flest eiga þau eitt sameiginlegt. Opin samskipti hefðu dregið úr líkum á vandræðum og auðveldað eftirleikinn.
Góð vinnustaðamenning er ekki sjálfgefin. Flestir fræðimenn eru þó sammála um að hún skapist á toppnum og hríslist þaðan um hæðir og hóla fyrirtækjanna. Yfirmenn og eigendur leggja línurnar, ákveða reglurnar og skapa starfsanda. Það er ekki langt síðan almenn regla var að stjórnendur ættu ekki að sýna tilfinningar sínar. Helst áttu þeir að vera ógnvekjandi og hræða undirmenn til undirgefni. Það er heldur ekki langt síðan það þótti eðlilegt að rassskella börn og reykja innanhúss. Við fræðumst, lærum, breytum og bætum. Fremstu stjórnendur framtíðarinnar eru þeir sem þora að vera berskjaldaðir. Segja hvernig þeim líður. Segja starfsfólki sínu nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim, deila vonum sínum og ótta. Viðurkenna mistök sín og viðra nýjar hugmyndir. Hafa allt uppi á borðinu, hrósa þegar við á og hlusta af alúð. Það er ekki hægt að ætlast til þess að starfsfólk þori að koma með nýjar hugmyndir, greini frá einelti eða áreitni og sleppi því að múta stjórnmálamönnum ef efsta lag stjórnenda sýnir ekki fram á að sú hegðun sé ekki bara samþykkt heldur ákjósanleg. Ef starfsfólk er afslappað og óhrætt aukast afköst, verkefnin verða vandaðri og vandamálin færri.
Opin samskipti eru líka gulls ígildi út á við. Sama hvort um er að ræða samtal við viðskiptavini eða viðbrögð við krísum, þá er útkoman alltaf margfalt betri ef samskiptin eru gegnsæ og heiðarleg. Hamingjusamur viðskiptavinur er sá sem veit að hverju hann gengur við kaupin. Mistök, öllum getur jú orðið á, verða verri ef leiðin að sannleikanum liggur í gegnum leyndarmál og lygavef. Mannfólk er venjulega fúst til að fyrirgefa og sýnir skilning ef menn gangast við mistökum. Auðmýkt er ekki alltaf auðveld en margfalt verra er að grípa til ósanninda og blekkinga. Að grafa óþægileg mál virðist oft vera auðveldasti valkosturinn. En sællegri er sá sem viðurkennir sannleikann og tekur afleiðingunum strax.
Amma mín hefur yfir ævina burðast með alls kyns leyndarmál. Eins gaman og mér fannst þegar hún treysti mér fyrir þeim þá hugsa ég líka að henni hefði liðið betur ef hún hefði ekki þurft að bera þau sína löngu ævi. Ég er því þakklát mömmu minni fyrir að kenna mér að tjá mig, vera óhrædd við að vera viðkvæm og sýna heiminum bæði kosti mína og galla. Það er ekki kennt í skólum enn sem komið er. Rétt eins og einstaklingarnir er ekkert fyrirtæki fullkomið. Það er þó talsvert auðveldara að eiga við vankanta og vesen ef starfsfólki líður vel, getur rætt saman í hreinskilni og treystir yfirmönnum sínum. Það segir mamma mín allavega.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar

Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar
Sigvaldi Einarsson skrifar

Enginn skilinn eftir á götunni
Dagmar Valsdóttir skrifar

Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna
Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar

Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman?
Guðmundur Edgarsson skrifar

Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota?
Svanur Guðmundsson skrifar

Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við
Ian McDonald skrifar

Málþóf á kostnað ungs fólks
Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar

Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax
Dagmar Valsdóttir skrifar

Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu
Guttormur Þorsteinsson skrifar

Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig?
Haukur V. Alfreðsson skrifar

Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni?
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Sanngirni að brenna 230 milljarða króna?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Strandveiðar eru ekki sóun
Örn Pálsson skrifar

„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“
Einar Ólafsson skrifar

SFS skuldar
Sigurjón Þórðarson skrifar

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?
Dagmar Valsdóttir skrifar

Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun
Svanur Guðmundsson skrifar

Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið
Elliði Vignisson skrifar