Spennandi að sjá hvernig til tekst með heimastjórnir Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. nóvember 2019 06:45 Fjórar heimastjórnir verða í nýju sveitarfélagi eystra. Fréttablaðið/Vilhelm „Við höfum svo sem ekki prófað nákvæmlega þessa útfærslu. En það er mjög mikilvægt að það ríki traust gagnvart einingunni. Ef íbúar hafa ekki trú á því að heimastjórnir virki eins og þær eiga að gera, þá fellur þetta um sjálft sig,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Eva Marín hélt í gær erindi á hádegisfundi Félags stjórnmálafræðinga og Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál þar sem fjallað var um áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum. Á fundinum var sjónum sérstaklega beint að heimastjórnum sem settar verða upp í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. „Núna er þetta auðvitað á tilraunastigi en það verður mjög spennandi að fylgjast með því hvernig þetta gengur. Þetta snýst ekki bara um valddreifingu. Þetta er líka kall nútímans, að í lýðræðislegum samfélögum eigi allir borgararnir að hafa möguleika á að taka þátt í starfi sveitarfélaganna og hafa áhrif,“ segir Eva Marín. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga þess efnis að frá og með sveitarstjórnarkosningum 2022 verði lágmarksíbúafjöldi 250 og frá og með 2026 eitt þúsund. „Ef það kemur hérna til stórfelldra sameininga þannig að úr verði til dæmis mjög landstór sveitarfélög þá er þetta klárlega eitthvað sem önnur sveitarfélög munu horfa til. Jafnvel eins og kom fram á fundinum getur þetta verið eitthvað sem sveitarfélög sem nú þegar hafa gengið í gegnum sameiningu gætu velt fyrir sér.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ræða áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu. 26. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
„Við höfum svo sem ekki prófað nákvæmlega þessa útfærslu. En það er mjög mikilvægt að það ríki traust gagnvart einingunni. Ef íbúar hafa ekki trú á því að heimastjórnir virki eins og þær eiga að gera, þá fellur þetta um sjálft sig,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Eva Marín hélt í gær erindi á hádegisfundi Félags stjórnmálafræðinga og Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál þar sem fjallað var um áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum. Á fundinum var sjónum sérstaklega beint að heimastjórnum sem settar verða upp í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. „Núna er þetta auðvitað á tilraunastigi en það verður mjög spennandi að fylgjast með því hvernig þetta gengur. Þetta snýst ekki bara um valddreifingu. Þetta er líka kall nútímans, að í lýðræðislegum samfélögum eigi allir borgararnir að hafa möguleika á að taka þátt í starfi sveitarfélaganna og hafa áhrif,“ segir Eva Marín. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga þess efnis að frá og með sveitarstjórnarkosningum 2022 verði lágmarksíbúafjöldi 250 og frá og með 2026 eitt þúsund. „Ef það kemur hérna til stórfelldra sameininga þannig að úr verði til dæmis mjög landstór sveitarfélög þá er þetta klárlega eitthvað sem önnur sveitarfélög munu horfa til. Jafnvel eins og kom fram á fundinum getur þetta verið eitthvað sem sveitarfélög sem nú þegar hafa gengið í gegnum sameiningu gætu velt fyrir sér.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ræða áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu. 26. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Ræða áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu. 26. nóvember 2019 11:30