Máttu ekki láta netfang kvartanda fylgja athugasemdum hans Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 15:52 Maðurinn skráði sig inn á vefsvæði sitt hjá Creditinfo til að kanna hverjir hefðu flett sér upp. Skjáskot/creditinfo Persónuvernd hefur úrskurðað að fyrirtækið Creditinfo lánstraust, sem miðlar fjárhags- og viðskiptaupplýsingum á vefsíðu sinni, hafi brotið persónuverndarlög með því að senda netfang kvartanda til þriðju aðila, sem höfðu flett honum upp í skrá fyrirtækisins. Kvörtunin barst Persónuvernd í janúar 2018. Þar segir að í nóvember árið áður hafi kvartandi farið inn á vefsvæði sitt hjá Creditinfo til að kanna hverjir hefðu flett upp kennitölu hans í skrám fyrirtækisins. Í kjölfarið gerði hann athugasemdir við alls fimm uppflettingar með þar til gerðum athugasemdahnappi. Í kjölfarið bárust kvartanda svör frá þeim aðilum sem stóðu að uppflettingunum. Kvartanda hafi þá orðið ljóst að Creditinfo hefði miðlað netfangi hans til þessara aðila án samþykkis hans eða vitneskju. Á vefsíðunni hafi hvergi verið tekið fram að persónuupplýsingar á borð við netfang væru áframsendar með þessum hætti. Í svari frá Creditinfo sem kvartandi fékk í desember 2017 segir að tilgangur þess að netfangið var framsent hafi eingöngu verið að hann fengi afrit af svari við fyrirspurn Creditinfo til þess sem stóð að uppflettingunni á sama tíma og svarið bærist fyrirtækinu. Í kvörtuninni kemur jafnframt fram að kvartandi telji ómálefnalegt og með öllu óþarft að Creditinfo miðli upplýsingum um netfang þess sem sendir inn athugasemd vegna uppflettingar til þess sem að uppflettingunni stóð og athugasemdin beinist gegn. Sá aðili hafi ekkert með þær upplýsingar að gera og eigi ekki að geta sett sig í beint samband við einstaklinginn. Persónuvernd taldi að ekki yrði ráðið að kvartanda hefði mátt vera kunnugt um að netfangi hans kynni að verða miðlað í kjölfar athugasemda hans. Nefndin komst loks að þeirri niðurstöðu að miðlun Creditinfo á netfangi kvartanda til þriðju aðila samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Creditinfo hafi upplýst að í kjölfar athugasemda frá kvartanda hafi fyrirtækið ákveðið að breyta verklagi sínu á þann hátt að fyrirspurnir sem berist af vefsvæðinu Mitt Creditinfo séu framsendar án netfanga fyrirspyrjenda. Með hliðsjón af því þótti ekki tilefni til þess að Persónuvernd legði fyrir ábyrgðaraðila fyrirmæli um breytt verklag. Persónuvernd Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Persónuvernd hefur úrskurðað að fyrirtækið Creditinfo lánstraust, sem miðlar fjárhags- og viðskiptaupplýsingum á vefsíðu sinni, hafi brotið persónuverndarlög með því að senda netfang kvartanda til þriðju aðila, sem höfðu flett honum upp í skrá fyrirtækisins. Kvörtunin barst Persónuvernd í janúar 2018. Þar segir að í nóvember árið áður hafi kvartandi farið inn á vefsvæði sitt hjá Creditinfo til að kanna hverjir hefðu flett upp kennitölu hans í skrám fyrirtækisins. Í kjölfarið gerði hann athugasemdir við alls fimm uppflettingar með þar til gerðum athugasemdahnappi. Í kjölfarið bárust kvartanda svör frá þeim aðilum sem stóðu að uppflettingunum. Kvartanda hafi þá orðið ljóst að Creditinfo hefði miðlað netfangi hans til þessara aðila án samþykkis hans eða vitneskju. Á vefsíðunni hafi hvergi verið tekið fram að persónuupplýsingar á borð við netfang væru áframsendar með þessum hætti. Í svari frá Creditinfo sem kvartandi fékk í desember 2017 segir að tilgangur þess að netfangið var framsent hafi eingöngu verið að hann fengi afrit af svari við fyrirspurn Creditinfo til þess sem stóð að uppflettingunni á sama tíma og svarið bærist fyrirtækinu. Í kvörtuninni kemur jafnframt fram að kvartandi telji ómálefnalegt og með öllu óþarft að Creditinfo miðli upplýsingum um netfang þess sem sendir inn athugasemd vegna uppflettingar til þess sem að uppflettingunni stóð og athugasemdin beinist gegn. Sá aðili hafi ekkert með þær upplýsingar að gera og eigi ekki að geta sett sig í beint samband við einstaklinginn. Persónuvernd taldi að ekki yrði ráðið að kvartanda hefði mátt vera kunnugt um að netfangi hans kynni að verða miðlað í kjölfar athugasemda hans. Nefndin komst loks að þeirri niðurstöðu að miðlun Creditinfo á netfangi kvartanda til þriðju aðila samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Creditinfo hafi upplýst að í kjölfar athugasemda frá kvartanda hafi fyrirtækið ákveðið að breyta verklagi sínu á þann hátt að fyrirspurnir sem berist af vefsvæðinu Mitt Creditinfo séu framsendar án netfanga fyrirspyrjenda. Með hliðsjón af því þótti ekki tilefni til þess að Persónuvernd legði fyrir ábyrgðaraðila fyrirmæli um breytt verklag.
Persónuvernd Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira