Sainsbury's hætt að kaupa fisk af Samherja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2019 13:20 Breska verslunarkeðjan Sainsbury's er hætt að kaupa frosinn fisk af dótturfélagi Samherja í Bretlandi. Ákvörðun um slíkt tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp, að því er fram kemur á vef Undercurrent News sem sérhæfir sig í fréttum af sjávarútvegsmálum.Í frétt Undercurrent News segir að tveir kínverskir framleiðendur hafi komið í stað Ice Fresh Seafood, dótturfyrirtækis Samherja í Bretlandi, og Sainsburys fái nú þorsk, ýsu, ufsa og lax frá þeim, í stað Ice Fresh Seafood. Fyrirtækið keypti stærri verksmiðju í Bretlandi árið 2017 til þess að sinna aukinni eftirspurn frá Sainsbury's og Marks & Spencer. Í frétt Undercurrent News segir hins vegar að með brotthvarfi Sainsbury's sem viðskiptavinar standi verksmiðjan frammi fyrir verkefnaskorti.Sjá einnig: Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Áður hefur verið sagt frá því að breskir stórkaupendur á íslenskum fiski fylgist náið með Samherjamálinu. Þannig var sagt frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum að talsmaður Marks & Spencer krefjist þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Verslunarkeðjan taki ásökunum um mútugreiðslur í Samherjamálinu í Namibíu alvarlega. Fylgst sé náið með framvindu mála. Í frétt Undercurrent News er hins vegar haft eftir heimildarmanni sem þekkir til málsins að ákvörðun Sainsbury's um að hætta að skipta við Ice Fresh Seafood tengist ekki Samherjamálinu. Ákvörðun um slíkt hafi verið tekin áður en það kom upp. Bretland Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45 Skráning sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll geti aukið traust Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. 24. nóvember 2019 12:12 Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum kaupenda erlendis vegna Samherjamálsins. 14. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Breska verslunarkeðjan Sainsbury's er hætt að kaupa frosinn fisk af dótturfélagi Samherja í Bretlandi. Ákvörðun um slíkt tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp, að því er fram kemur á vef Undercurrent News sem sérhæfir sig í fréttum af sjávarútvegsmálum.Í frétt Undercurrent News segir að tveir kínverskir framleiðendur hafi komið í stað Ice Fresh Seafood, dótturfyrirtækis Samherja í Bretlandi, og Sainsburys fái nú þorsk, ýsu, ufsa og lax frá þeim, í stað Ice Fresh Seafood. Fyrirtækið keypti stærri verksmiðju í Bretlandi árið 2017 til þess að sinna aukinni eftirspurn frá Sainsbury's og Marks & Spencer. Í frétt Undercurrent News segir hins vegar að með brotthvarfi Sainsbury's sem viðskiptavinar standi verksmiðjan frammi fyrir verkefnaskorti.Sjá einnig: Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Áður hefur verið sagt frá því að breskir stórkaupendur á íslenskum fiski fylgist náið með Samherjamálinu. Þannig var sagt frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum að talsmaður Marks & Spencer krefjist þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Verslunarkeðjan taki ásökunum um mútugreiðslur í Samherjamálinu í Namibíu alvarlega. Fylgst sé náið með framvindu mála. Í frétt Undercurrent News er hins vegar haft eftir heimildarmanni sem þekkir til málsins að ákvörðun Sainsbury's um að hætta að skipta við Ice Fresh Seafood tengist ekki Samherjamálinu. Ákvörðun um slíkt hafi verið tekin áður en það kom upp.
Bretland Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45 Skráning sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll geti aukið traust Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. 24. nóvember 2019 12:12 Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum kaupenda erlendis vegna Samherjamálsins. 14. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15
Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45
Skráning sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll geti aukið traust Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. 24. nóvember 2019 12:12
Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum kaupenda erlendis vegna Samherjamálsins. 14. nóvember 2019 21:00