Grípa þarf til aðgerða strax Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2019 08:54 Miðað við ástandið í dag er útlit fyrir að meðalhiti muni hækka um 3,2 gráður á þessari öld. AP/Frank Augstein Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Eina leiðin til að sporna gegn verstu áhrifum hlýnunar sé að grípa til umfangsmikilla og hraðra aðgerða og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.Skýrsla þessi er birt árlega og fjallar hún það hvernig draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda til að ná markmiðum Parísarsáttmálans.Miðað við ástandið í dag er útlit fyrir að meðalhiti muni hækka um 3,2 gráður á þessari öld. Það myndi gera stóra hluta jarðarinnar óbyggilega og valda hinum ýmsu hamförum. Sú tækni sem þarf til að draga úr losun er til staðar að mestu leyti en Umhverfisstofnunin segir að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða strax. Ekki hefur dregið úr losun síðustu ár heldur hefur hún aukist um 1,5 prósent á ári á síðasta áratug. Hún hafi aldrei verið hærri en í fyrra. Verði ekki dregið úr losun um 7,6 prósent á hverju ári á milli 2020 og 2030, verði ómögulegt að ná markmiði Parísarsáttmálans um að takmarka hækkun hitastigsins á þessari öld við eina og hálfa gráðu. Þegar hafi hitastigið hækkað um 1,1 gráðu á þessari öld. „Þetta sýnir að ríki heimsins geta ekki lengur beðið til enda ársins 2020, þegar sáttmálinn tekur gildi, til að grípa til aðgerða,“ segir Inger Andersen, yfirmaður Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði að allir, forsvarsmenn ríkja, borga, fyrirtækja og einstaklingar, þurfi að grípa til aðgerða núna. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að þróaðar þjóðir þurfi fyrst að grípa til aðgerða en ljóst sé að hvert einasta ríki verði að draga úr losun. Þróunarríki geti lært af aðgerðum þróaðra ríkja og náð þeim og tekið upp græna tækni með miklum hraða. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24 Getum farið hratt í rafbílavæðingu Forstjóri Heklu hefur komið víða við og kynnti forsvarsmönnum Bauhaus viðskiptaáætlun um að opna byggingavöruverslun hér á landi. Hann segir misráðið af stjórnvöldum að afnema afslátt af opinberum gjöldum á tengiltvinnbíla á næs 20. nóvember 2019 07:00 Losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega hér á landi Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi hefur aukist gríðarlega á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur minnkað. Notkun fólksbíla er sögð vega mest í aukningunni. 18. nóvember 2019 21:57 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Eina leiðin til að sporna gegn verstu áhrifum hlýnunar sé að grípa til umfangsmikilla og hraðra aðgerða og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.Skýrsla þessi er birt árlega og fjallar hún það hvernig draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda til að ná markmiðum Parísarsáttmálans.Miðað við ástandið í dag er útlit fyrir að meðalhiti muni hækka um 3,2 gráður á þessari öld. Það myndi gera stóra hluta jarðarinnar óbyggilega og valda hinum ýmsu hamförum. Sú tækni sem þarf til að draga úr losun er til staðar að mestu leyti en Umhverfisstofnunin segir að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða strax. Ekki hefur dregið úr losun síðustu ár heldur hefur hún aukist um 1,5 prósent á ári á síðasta áratug. Hún hafi aldrei verið hærri en í fyrra. Verði ekki dregið úr losun um 7,6 prósent á hverju ári á milli 2020 og 2030, verði ómögulegt að ná markmiði Parísarsáttmálans um að takmarka hækkun hitastigsins á þessari öld við eina og hálfa gráðu. Þegar hafi hitastigið hækkað um 1,1 gráðu á þessari öld. „Þetta sýnir að ríki heimsins geta ekki lengur beðið til enda ársins 2020, þegar sáttmálinn tekur gildi, til að grípa til aðgerða,“ segir Inger Andersen, yfirmaður Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði að allir, forsvarsmenn ríkja, borga, fyrirtækja og einstaklingar, þurfi að grípa til aðgerða núna. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að þróaðar þjóðir þurfi fyrst að grípa til aðgerða en ljóst sé að hvert einasta ríki verði að draga úr losun. Þróunarríki geti lært af aðgerðum þróaðra ríkja og náð þeim og tekið upp græna tækni með miklum hraða.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24 Getum farið hratt í rafbílavæðingu Forstjóri Heklu hefur komið víða við og kynnti forsvarsmönnum Bauhaus viðskiptaáætlun um að opna byggingavöruverslun hér á landi. Hann segir misráðið af stjórnvöldum að afnema afslátt af opinberum gjöldum á tengiltvinnbíla á næs 20. nóvember 2019 07:00 Losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega hér á landi Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi hefur aukist gríðarlega á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur minnkað. Notkun fólksbíla er sögð vega mest í aukningunni. 18. nóvember 2019 21:57 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45
Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24
Getum farið hratt í rafbílavæðingu Forstjóri Heklu hefur komið víða við og kynnti forsvarsmönnum Bauhaus viðskiptaáætlun um að opna byggingavöruverslun hér á landi. Hann segir misráðið af stjórnvöldum að afnema afslátt af opinberum gjöldum á tengiltvinnbíla á næs 20. nóvember 2019 07:00
Losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega hér á landi Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi hefur aukist gríðarlega á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur minnkað. Notkun fólksbíla er sögð vega mest í aukningunni. 18. nóvember 2019 21:57