Innlent

Yfir­leitt hæg breyti­leg átt og létt­skýjað

Atli Ísleifsson skrifar
Landsmenn mega reikna með frosti víða um land allt.
Landsmenn mega reikna með frosti víða um land allt. veðurstofan
Veðurstofan spáir hægri, breytilegri átt og léttskýjuðu í dag, en austantil verður skýjað með köflum og smávægileg úrkoma framan af degi.

Landsmenn mega reikna með frosti víða um land allt og er það helst að hitatölurnar skríði yfir frostmarkið við suður- og vesturströndina.

„Næstu daga mun hæð gera sig heimakomna yfir landinu og með henni mun fylgja rólegheita vetrarveður fram á helgi. Hægur vindur, léttskýjað og frost, jafnvel talsvert þar sem réttar aðstæður myndast. Eftir helgi er síðan útlit fyrir hlýja blauta sunnanátt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað. Frost 0 til 10 stig, hlýjast á annesjum.

Á fimmtudag og föstudag: Vestlæg átt 3-8 m/s og að mestu skýjað og lítilsháttar él með norður- og vesturströndinni, en léttskýjað um austanvert landið. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins en frostlaust vestast.

Á laugardag: Vestlæg átt 3-8 m/s og stöku él, en þurrt um landið suðaustanvert. Hlýnandi

Á sunnudag: Suðvestlæg átt og skýjað, en þurrt að kalla og hiti yfir frostmarki víðast hvar. Hvessir og fer að rigna vestantil um kvöldið.

Á mánudag: Útlit fyrir stífa suðvestanátt með úrkomu í öllum landshlutum og mildu veðri.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×