Alþjóðlega lyfjaeftirlitið WADA vill setja Rússa í nýtt bann frá öllum alþjóðlegum keppnum.
Nefnd á vegum WADA hefur lagt fram að Rússar fari í fjögurra ára bann eftir að upp komst að yfirvöld í Rússlandi hafi eytt gögnum úr tölvugrunni yfir lyfjapróf.
Ef bannið verður sett þá missa Rússar af Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári og fjölda annarra stórmóta í hinum ýmsu íþróttum, meðal annars mögulega heimsmeistaramótinu í Katar 2022.
Þá mættu Rússar ekki sækja um að halda stórmót.
Tillaga nefndarinnar var sett fram í skýrslu sem birt var í síðustu viku. Það á að liggja fyrir niðurstaða í málinu 9. desember þegar stjórn WADA hittist í París.
WADA Compliance Review Committee recommends series of strong consequences for RUSADA non-compliance: https://t.co/O1wpVrnKXs
— WADA (@wada_ama) November 25, 2019