Bjarni rauk af þingfundi í fússi Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2019 16:32 Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu og létu að liggja að Bjarni færi á skjön með því að fjármagna rannsókn Samherjamálsins með varasjóði en ekki að frá því yrði gengið á fjárlögum að eftirlitsstofnanirnar fengju auknar fjárveitingar. visir/jakob „Meiri þvælan sem kemur fram í umræðunni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á þinginu nú fyrir skömmu. Hann krafðist þess að forseti þingsins vítti þingmenn vegna málflutnings þeirra sem hann túlkaði sem svo að verið væri að saka hann um brot á lögum um opinber fjármál. Og rauk við svo búið úr þingsal. Ljóst var að honum rann í skap.Klippa: Bjarni ósáttur með forseta þingsinsVændur um að fara á svig við lög um opinber fjármál Þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar sóttu hart að Bjarna á þinginu núna, í dagskráliðnum Fundarstjórn forseta sem tók við af óundirbúnum fyrirspurnum. En þar hafði Ágúst Ólafur Ágústson gefið það til kynna að fjármálaráðherra væri að svipta þingið fjárveitingarvaldi sínu með því að mæta óskum frá þeim stofnunum sem koma að rannsókn Samherjamálsins, héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóra, um aukið fjármagn með því að fara í svokallaða varasjóði. Bjarni sagði ítrekað að þessum óskum um aukið fjármagn yrði mætt.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin var meðal þeirra þingmanna sem sóttu að fjármálaráðherra á þinginu nú fyrir stundu.Vísir/Baldur HrafnkellÁgúst Ólafur og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, ef undan eru skyldir þingmenn Miðflokksins, vísuðu til þess að tillaga þeirra í umræðum um fjárlög um aukið fjármagn til eftirlitsstofnana hafi verið fellt. Vísað var til laga um varasjóði, að þá mætti nota ef mæta þyrfti ófyrirséðum útlátum. Ekki væri um neitt slíkt að ræða. Algerlega væri fyrirsjáanlegt að stofnanirnar, sem þegar sæju ekki út úr augum, þyrftu aukið fjármagn til að rannsaka Samherjamálið. Þetta væri hægt að taka upp á morgun þegar 3. umræða um fjárlög verði tekin fyrir.Bjarna rennur í skap og krefst þess að forseti víti þingmenn Bjarni tók þessu afar óstinnt upp enda er undirtextinn sá að Bjarni vilji ekki gera mikið úr þessari rannsókn. „Ég vísa öllum þessum orðum um rangtúlkun á lögunum til föðurhúsanna.“ Hann sakaði Samfylkinguna jafnframt um pólitíska tækifærismennsku og krafðist þess að forsetinn þingsins vítti þingmenn vegna ásakana um lögbrot en í sæti forseta sat Guðjón S. Brjánsson Samfylkingunni. Nokkrir þingmenn komu í pontu og töldu Bjarna hafa með þessu veist með ómaklegum hætti að forseta. Björn Leví Gunnarsson Pírötum var einn þeirra þingmanna sem gerði sér mat úr orðum Bjarna með að hann teldi sig sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Og sagðist þá bara vilja kvitta undir það. Við það reis Bjarni úr sæti sínu, hreytti ókvæðisorðum í átt að forseta, spurði hann hverskonar fundarstjórn þetta væri, og fór við svo búið úr salnum. Þegar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, fór í pontu til að árétta erindi stjórnarandstöðunnar um að eftirlitsstofnanir yrðu styrktar til að mæta þessu verkefni urðu hróp og köll í þingsal, að þetta væri óboðlegur málflutningur. Þurfti forseti að grípa í taumana. Helga Vala þakkaði honum fyrir góða fundarstjórn og sagði miður að sjá „hversu hæstvirtur fjármálaráðherra virðist vera vanstilltur, ræðst hér að forseta þingsins og rýkur á dyr.“ Hún sagði ljóst að þingmenn stjórnarflokkanna væru almennt vanstilltir vegna þessarar umræðu.Klippa: Helga Vala gagnrýnir fjármálaráðherra Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
„Meiri þvælan sem kemur fram í umræðunni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á þinginu nú fyrir skömmu. Hann krafðist þess að forseti þingsins vítti þingmenn vegna málflutnings þeirra sem hann túlkaði sem svo að verið væri að saka hann um brot á lögum um opinber fjármál. Og rauk við svo búið úr þingsal. Ljóst var að honum rann í skap.Klippa: Bjarni ósáttur með forseta þingsinsVændur um að fara á svig við lög um opinber fjármál Þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar sóttu hart að Bjarna á þinginu núna, í dagskráliðnum Fundarstjórn forseta sem tók við af óundirbúnum fyrirspurnum. En þar hafði Ágúst Ólafur Ágústson gefið það til kynna að fjármálaráðherra væri að svipta þingið fjárveitingarvaldi sínu með því að mæta óskum frá þeim stofnunum sem koma að rannsókn Samherjamálsins, héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóra, um aukið fjármagn með því að fara í svokallaða varasjóði. Bjarni sagði ítrekað að þessum óskum um aukið fjármagn yrði mætt.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin var meðal þeirra þingmanna sem sóttu að fjármálaráðherra á þinginu nú fyrir stundu.Vísir/Baldur HrafnkellÁgúst Ólafur og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, ef undan eru skyldir þingmenn Miðflokksins, vísuðu til þess að tillaga þeirra í umræðum um fjárlög um aukið fjármagn til eftirlitsstofnana hafi verið fellt. Vísað var til laga um varasjóði, að þá mætti nota ef mæta þyrfti ófyrirséðum útlátum. Ekki væri um neitt slíkt að ræða. Algerlega væri fyrirsjáanlegt að stofnanirnar, sem þegar sæju ekki út úr augum, þyrftu aukið fjármagn til að rannsaka Samherjamálið. Þetta væri hægt að taka upp á morgun þegar 3. umræða um fjárlög verði tekin fyrir.Bjarna rennur í skap og krefst þess að forseti víti þingmenn Bjarni tók þessu afar óstinnt upp enda er undirtextinn sá að Bjarni vilji ekki gera mikið úr þessari rannsókn. „Ég vísa öllum þessum orðum um rangtúlkun á lögunum til föðurhúsanna.“ Hann sakaði Samfylkinguna jafnframt um pólitíska tækifærismennsku og krafðist þess að forsetinn þingsins vítti þingmenn vegna ásakana um lögbrot en í sæti forseta sat Guðjón S. Brjánsson Samfylkingunni. Nokkrir þingmenn komu í pontu og töldu Bjarna hafa með þessu veist með ómaklegum hætti að forseta. Björn Leví Gunnarsson Pírötum var einn þeirra þingmanna sem gerði sér mat úr orðum Bjarna með að hann teldi sig sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Og sagðist þá bara vilja kvitta undir það. Við það reis Bjarni úr sæti sínu, hreytti ókvæðisorðum í átt að forseta, spurði hann hverskonar fundarstjórn þetta væri, og fór við svo búið úr salnum. Þegar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, fór í pontu til að árétta erindi stjórnarandstöðunnar um að eftirlitsstofnanir yrðu styrktar til að mæta þessu verkefni urðu hróp og köll í þingsal, að þetta væri óboðlegur málflutningur. Þurfti forseti að grípa í taumana. Helga Vala þakkaði honum fyrir góða fundarstjórn og sagði miður að sjá „hversu hæstvirtur fjármálaráðherra virðist vera vanstilltur, ræðst hér að forseta þingsins og rýkur á dyr.“ Hún sagði ljóst að þingmenn stjórnarflokkanna væru almennt vanstilltir vegna þessarar umræðu.Klippa: Helga Vala gagnrýnir fjármálaráðherra
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira