Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 12:24 Hér sést köngulóin sem fannst í Garðabæ í síðustu viku. Hún er með afar díl í laginu eins og stundaglas á maganum, sem er einkennandi fyrir svörtu ekkjuna. Mynd/Aðsend Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. Flestar hafa komið til landsins með vínberjapokum. Ein slík til viðbótar, sem líklega er svört ekkja, fannst í Garðabæ í lok síðustu viku. Vísir greindi frá því á föstudag að par í Garðabæ, þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson, hefði keypt vínberjapoka frá Kaliforníu í verslun krónunnar þar í bæ á miðvikudag. Með pokanum fylgdi heldur ófrýnilegur laumufarþegi: könguló sem líklega er af tegund svörtu ekkjunnar. Sjá einnig: Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Köngulóin er með rauðan díl á búknum í laginu eins og stundaglas, sem getur einmitt verið eitt af einkennismerkjum köngulóa af tegund svörtu ekkjunnar. Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að hann geti ekki greint nákvæma tegund köngulóarinnar. Hún tilheyri þó Latrodectus-ættkvíslinni, ættkvísl ekkjuköngulóa. Á meðal tegunda innan ættkvíslarinnar eru svartar ekkjur. Þrjátíu og ein tegund köngulóa tilheyrir ættkvíslinni, samkvæmt upplýsingum fengnum af Wikipedia. Þá segir í svari Matthíasar að á árunum 1998 til 2016 séu skráð ellefu eintök af ekkjuköngulóm hér á landi. Níu þeirra fundust á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Selfossi og eitt á Húsavík. Þar af komu sex eintök með vínberjum, líkt og í tilfelli nýjustu ekkjunnar í Garðabæ. Ekki fengust þó upplýsingar um hvaðan vínberjaekkjurnar komu en sú nýjast virðist hafa ferðast hingað frá Kaliforníu, líkt og áður sagði. Þá kom ein köngulóin með varningi frá Mexíkó og tvö eintök fundust í gámi. Engar upplýsingar fylgja tveimur eintökum, að sögn Matthíasar. Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár, að því er segir í umfjöllun um hana á Vísindavefnum. Þá eru ekkjuköngulær yfirleitt eitraðar. Sjaldgæft er þó að fólk látist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. Fréttastofa vitjaði svörtu ekkjunnar í Garðabæ á laugardaginn. Í spilaranum hér að neðan má sjá innlitið úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Dýr Skordýr Tengdar fréttir Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. 23. nóvember 2019 20:30 Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. Flestar hafa komið til landsins með vínberjapokum. Ein slík til viðbótar, sem líklega er svört ekkja, fannst í Garðabæ í lok síðustu viku. Vísir greindi frá því á föstudag að par í Garðabæ, þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson, hefði keypt vínberjapoka frá Kaliforníu í verslun krónunnar þar í bæ á miðvikudag. Með pokanum fylgdi heldur ófrýnilegur laumufarþegi: könguló sem líklega er af tegund svörtu ekkjunnar. Sjá einnig: Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Köngulóin er með rauðan díl á búknum í laginu eins og stundaglas, sem getur einmitt verið eitt af einkennismerkjum köngulóa af tegund svörtu ekkjunnar. Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að hann geti ekki greint nákvæma tegund köngulóarinnar. Hún tilheyri þó Latrodectus-ættkvíslinni, ættkvísl ekkjuköngulóa. Á meðal tegunda innan ættkvíslarinnar eru svartar ekkjur. Þrjátíu og ein tegund köngulóa tilheyrir ættkvíslinni, samkvæmt upplýsingum fengnum af Wikipedia. Þá segir í svari Matthíasar að á árunum 1998 til 2016 séu skráð ellefu eintök af ekkjuköngulóm hér á landi. Níu þeirra fundust á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Selfossi og eitt á Húsavík. Þar af komu sex eintök með vínberjum, líkt og í tilfelli nýjustu ekkjunnar í Garðabæ. Ekki fengust þó upplýsingar um hvaðan vínberjaekkjurnar komu en sú nýjast virðist hafa ferðast hingað frá Kaliforníu, líkt og áður sagði. Þá kom ein köngulóin með varningi frá Mexíkó og tvö eintök fundust í gámi. Engar upplýsingar fylgja tveimur eintökum, að sögn Matthíasar. Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár, að því er segir í umfjöllun um hana á Vísindavefnum. Þá eru ekkjuköngulær yfirleitt eitraðar. Sjaldgæft er þó að fólk látist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. Fréttastofa vitjaði svörtu ekkjunnar í Garðabæ á laugardaginn. Í spilaranum hér að neðan má sjá innlitið úr kvöldfréttum Stöðvar 2.
Dýr Skordýr Tengdar fréttir Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. 23. nóvember 2019 20:30 Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. 23. nóvember 2019 20:30
Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24