Geðheilbrigði stúdenta Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 25. nóvember 2019 14:00 Í ávarpi heilbrigðisráðherra á heilbrigðisþingi 15. nóv sl. sagði hún að fjármagn er takmarkað í heilbrigðismál. Það er miður, en staðreynd eins og þegar kemur að öllum málaflokkum.Geðheilsa stúdenta á Íslandi Heilsa stúdenta og sérstaklega geðheilsa hefur verið áherslumál Stúdentaráðs síðustu tvö ár. Geðheilbrigðismál og aukið aðgengi að úrræðum fyrir ungt folk til að takast á við andlega heilsu er forgangsmál. Vert er að rifja upp rannsókn frá 2018 þar sem fram kom að 34,4% nemenda í HÍ, HR og HA mældust yfir klínískum mörkum þunglyndi og tæp 20% yfir klínískum mörum kvíða. Stúdentaráð hefur síðan þá fengið frekari kynningu á öðrum rannsóknum sem eru nú til úrvinnslu á geðheilsu stúdenta í Háskóla Íslands og hefur ráðið fengið kynningu á frumniðurstöðum sem sýna að marktækan mun á kvíða, streitu og þunglyndi háskólanema við HÍ, miðað við sama aldurshóp á landsvísu. Þörfin á heilbrigðisþjónustu handa ungu fólki til að takast á við þennan vanda er til staðar. Nemendur í háskóla eru að yngjast með styttingu framhaldsskólans og eru því enn að takast á við þroskaverkefni unglingsáranna til viðbótar við þá miklu breytingu sem það er að hefja háskólanám um leið og flutt er að heiman og skuldsetning hefst með námslánum. Þeir félagslegu þættir sem hafa áhrif á heilsu eru m.a. félagsleg staða (fátækt), streita, vinna, atvinnuleysi, félagsstuðningur og samgöngur en þetta eru allt atriði sem snerta stöðu stúdenta sérstaklega. Hér má því minnast á í framhjáhlaupi að búa þarf vel um námsmenn með góðu námslánakerfi og bættum húsnæðismarkaði.Gerum betur Í frétt á vef landlæknis frá 2017 er staða geðheilsu og forvarna orðuð þannig að „geðheilsa verður ekki til á heilbrigðisstofnunum heldur þar sem fólk lifir sínu daglega lífi. Það sem meira er, geðheilsan verður til í æsku.” Háskólinn sjálfur er hluti af daglegu lífi stúdenta og þar verður geðheilsa óhjákvæmilega til. Háskólinn er einnig síðasti staðurinn þar sem hægt er að ná til svona stórs hóps af ungu fólki í einu og veita þeim fræðslu og forvarnir. Sértækari úrræði síðar kosta bæði einstaklinginn og samfélagið mikið. Með því að efla 1. stigs forvarnir og fræðslu má koma í veg fyrir að nauðsyn verði á sértækari úrræðum seinna á lífsleiðinni. Margt er hægt að gera en taka má dæmi um að ef skólahjúkrunarfræðingar væru starfandi í háskólum landsins, sérstaklega í Háskóla Íslands, yrði hægt að koma til móts við gríðarmargt fólk og myndi það auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að skólahjúkrunarfræðingar séu í kjöraðstöðu til að greina geðræn vandamál snemma og takast á við þau auk þess að það hjálpi aðstandendum nemenandans. Þegar kemur að aðgangi að heilbrigðisþjónustu má nefna að stúdentar hlutu ekki niðurfellingu á komugjöldum á heilsugæslu líkt og tilkynnt var um í desember 2018 að gert var fyrir aðra hópa. Þá hafa rannsóknir sýnt að ungmenni séu síst líkleg af aldurshópum til að leita á heilsugæsluna. Í ljósi þessa ætti bæði að efla forvarnarúrræði á öðrum vettvöngum eins og í skólum sem og skoða niðurfellingu komugjalda á heilsugæslur fyrir stúdenta. Nú stendur til að ráða þriðja sálfræðinginn til starfa við HÍ miðað við að einn sálfræðingur í hálfu starfi var við störf árið 2017 til að sinna ca. 13 þúsund nemendum. Þegar um takmarkað fjármagn er að ræða er þörf á að prófa úrræði til að vita hvort forgangsröðun fjármagns í þau úrræði skili sér. Aukin sálfræðiþjónusta í Háskóla Íslands hefur skilað árangri og má taka dæmi um að skor þátttakenda í HAM hópmeðferðum lækkuðu að meðaltali um 4,5 stig á þunglyndiskvarða og 4,4 stig vegna kvíða frá upphafi meðferðar. Aðsókn í Hugleiðsluhóp HÍ, ókeypis hugleiðslu á vegum stúdenta, hefur margfaldast á undanförnum árum og áfram mætti telja en ljóst er að stúdentar sækja í úrræði til að hjálpa sér sjálf. Efling sálfræðiþjónustu á háskólastigi skilar sér. Sjái ríkið hag sinn í því að efla forvarnir og snemmbúin inngrip í daglegu umhverfi ungs fólks, til að bæta geðheilsu þeirra, gefa þeim tól sem þau geta tekið með sér út í lifið til að takast á við andlega erfiðleika, en einnig til að minnka þörf á sértækum úrræðum síðar á lífsleiðinni yrði stigið stórt og jákvætt skref. Forgangsröðum í þágu geðheilbrigðismála. Höfundur er forseti Stúdentaráðs og var greinin flutt sem örerindi á heilbrigðisþingi 15. nóvember sl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Jóna Þórey Pétursdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Í ávarpi heilbrigðisráðherra á heilbrigðisþingi 15. nóv sl. sagði hún að fjármagn er takmarkað í heilbrigðismál. Það er miður, en staðreynd eins og þegar kemur að öllum málaflokkum.Geðheilsa stúdenta á Íslandi Heilsa stúdenta og sérstaklega geðheilsa hefur verið áherslumál Stúdentaráðs síðustu tvö ár. Geðheilbrigðismál og aukið aðgengi að úrræðum fyrir ungt folk til að takast á við andlega heilsu er forgangsmál. Vert er að rifja upp rannsókn frá 2018 þar sem fram kom að 34,4% nemenda í HÍ, HR og HA mældust yfir klínískum mörkum þunglyndi og tæp 20% yfir klínískum mörum kvíða. Stúdentaráð hefur síðan þá fengið frekari kynningu á öðrum rannsóknum sem eru nú til úrvinnslu á geðheilsu stúdenta í Háskóla Íslands og hefur ráðið fengið kynningu á frumniðurstöðum sem sýna að marktækan mun á kvíða, streitu og þunglyndi háskólanema við HÍ, miðað við sama aldurshóp á landsvísu. Þörfin á heilbrigðisþjónustu handa ungu fólki til að takast á við þennan vanda er til staðar. Nemendur í háskóla eru að yngjast með styttingu framhaldsskólans og eru því enn að takast á við þroskaverkefni unglingsáranna til viðbótar við þá miklu breytingu sem það er að hefja háskólanám um leið og flutt er að heiman og skuldsetning hefst með námslánum. Þeir félagslegu þættir sem hafa áhrif á heilsu eru m.a. félagsleg staða (fátækt), streita, vinna, atvinnuleysi, félagsstuðningur og samgöngur en þetta eru allt atriði sem snerta stöðu stúdenta sérstaklega. Hér má því minnast á í framhjáhlaupi að búa þarf vel um námsmenn með góðu námslánakerfi og bættum húsnæðismarkaði.Gerum betur Í frétt á vef landlæknis frá 2017 er staða geðheilsu og forvarna orðuð þannig að „geðheilsa verður ekki til á heilbrigðisstofnunum heldur þar sem fólk lifir sínu daglega lífi. Það sem meira er, geðheilsan verður til í æsku.” Háskólinn sjálfur er hluti af daglegu lífi stúdenta og þar verður geðheilsa óhjákvæmilega til. Háskólinn er einnig síðasti staðurinn þar sem hægt er að ná til svona stórs hóps af ungu fólki í einu og veita þeim fræðslu og forvarnir. Sértækari úrræði síðar kosta bæði einstaklinginn og samfélagið mikið. Með því að efla 1. stigs forvarnir og fræðslu má koma í veg fyrir að nauðsyn verði á sértækari úrræðum seinna á lífsleiðinni. Margt er hægt að gera en taka má dæmi um að ef skólahjúkrunarfræðingar væru starfandi í háskólum landsins, sérstaklega í Háskóla Íslands, yrði hægt að koma til móts við gríðarmargt fólk og myndi það auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að skólahjúkrunarfræðingar séu í kjöraðstöðu til að greina geðræn vandamál snemma og takast á við þau auk þess að það hjálpi aðstandendum nemenandans. Þegar kemur að aðgangi að heilbrigðisþjónustu má nefna að stúdentar hlutu ekki niðurfellingu á komugjöldum á heilsugæslu líkt og tilkynnt var um í desember 2018 að gert var fyrir aðra hópa. Þá hafa rannsóknir sýnt að ungmenni séu síst líkleg af aldurshópum til að leita á heilsugæsluna. Í ljósi þessa ætti bæði að efla forvarnarúrræði á öðrum vettvöngum eins og í skólum sem og skoða niðurfellingu komugjalda á heilsugæslur fyrir stúdenta. Nú stendur til að ráða þriðja sálfræðinginn til starfa við HÍ miðað við að einn sálfræðingur í hálfu starfi var við störf árið 2017 til að sinna ca. 13 þúsund nemendum. Þegar um takmarkað fjármagn er að ræða er þörf á að prófa úrræði til að vita hvort forgangsröðun fjármagns í þau úrræði skili sér. Aukin sálfræðiþjónusta í Háskóla Íslands hefur skilað árangri og má taka dæmi um að skor þátttakenda í HAM hópmeðferðum lækkuðu að meðaltali um 4,5 stig á þunglyndiskvarða og 4,4 stig vegna kvíða frá upphafi meðferðar. Aðsókn í Hugleiðsluhóp HÍ, ókeypis hugleiðslu á vegum stúdenta, hefur margfaldast á undanförnum árum og áfram mætti telja en ljóst er að stúdentar sækja í úrræði til að hjálpa sér sjálf. Efling sálfræðiþjónustu á háskólastigi skilar sér. Sjái ríkið hag sinn í því að efla forvarnir og snemmbúin inngrip í daglegu umhverfi ungs fólks, til að bæta geðheilsu þeirra, gefa þeim tól sem þau geta tekið með sér út í lifið til að takast á við andlega erfiðleika, en einnig til að minnka þörf á sértækum úrræðum síðar á lífsleiðinni yrði stigið stórt og jákvætt skref. Forgangsröðum í þágu geðheilbrigðismála. Höfundur er forseti Stúdentaráðs og var greinin flutt sem örerindi á heilbrigðisþingi 15. nóvember sl.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun