Þá er sérstaklega bent á að á þessum árstíma, þegar léttskýjað er og hægur vindur, er hitatap að næturlagi talsvert mikið. Þannig getur gert allmikið frost. „Einnig eru þetta aðstæður þar sem vart verður við svifryk,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Þar segir einnig að það komi að því að áðurnefnd hæð yfir Grænlandi gefi eftir og „lægðirnar finni leiðina til okkar aftur, einhverjum til ama á meðan aðrir gleðjast.“
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:Norðaustan 5-10 við suðausturströndina, annars hægari. Víða léttskýjað, en skýjað A-lands. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum.
Á miðvikudag:
Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað. Frost 0 til 10 stig, mildast á annesjum.
Á fimmtudag og föstudag:
Vestan gola, bjart veður og kalt, en þykknar upp V-til á landinu. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir fremur kalda norðlæga átt með björtu veðri víða um land, síst NA-til.