Baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. nóvember 2019 08:00 Auður er dyggur stuðningsmaður UN Women á Íslandi. Fréttablaðið/Vilhelm Fréttablaðið/Vilhelm Ljósaganga UN Women fer fram í dag en gangan er 25. nóvember ár hvert á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Að sögn Mörtu Goðadóttur, herferða- og kynningarstýru UN Women, markar gangan upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women og fjöldi annarra félagasamtaka eru í forsvari fyrir. „Þetta 16 daga átak hefst á þessum baráttudegi og endar 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Þetta er sem sagt mjög táknrænn, sterkur og fallegur viðburður,“ segir Marta í samtali við Fréttablaðið en gangan hefst klukkan 17.00 við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli.Appelsínugul Harpa Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum og mun Drífa Snædal, forseti Alþýþusambands Íslands, leiða gönguna og halda barátturæðu. „Okkur fannst kjörið að beina sjónum að þessum hóp núna og vekja athygli á hlutverki kvenna sem leiða þessa baráttu,“ segir Marta. „Við löbbum niður Arnarhól og Lækjargötu og endum á Bríetartorgi þar sem kór Kársnesskóla mun syngja nokkur lög og ungmennaráðið okkar afhendir kakó,“ segir Marta og bætir við að í tilefni dagsins verði Harpa lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Þá verður einnig viðburður seinna í kvöld í Hannesarholti þar sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, kemur fram. „Hann er mjög velviljaður UN Women, hefur starfað hjá okkur og styrkt starf okkar áður. Hann hafði samband við UN Women og vildi endilega halda styrktartónleika fyrir UN Women,“ segir Marta en tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. „Við erum náttúrulega í skýjunum með það og stuðning Auðuns þannig að það er okkur mikill heiður að hann skuli halda tónleika til styrktar verkefnum UN Women,“ segir Marta en einungis örfáir miðar eru eftir. Tekið er við frjálsum framlögum og hægt er að velja sér miðaverð, að minnsta kosti fimm þúsund og í mesta lagi tíu þúsund. „Þetta er algjörlega einstakt, þar sem þetta fer fram í Hannesarholti og þetta verður sitjandi. Það er náttúrulega gríðarlega fallegur hljómburður í Hannesarholti og sérhannaður salur upp á hljómgæðin að gera,“ segir Marta en auk Auðuns mun Magnús Jóhann Ragnarsson píanóleikari leika á Steinway-flygilinn sem er í Hannesarholti, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir spilar á slagverk og Matthildur Hafliðadóttir sér um meðsöng og bakraddir. „Við hvetjum öll til að mæta og sýna stuðning,“ segir Marta að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Ljósaganga UN Women fer fram í dag en gangan er 25. nóvember ár hvert á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Að sögn Mörtu Goðadóttur, herferða- og kynningarstýru UN Women, markar gangan upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women og fjöldi annarra félagasamtaka eru í forsvari fyrir. „Þetta 16 daga átak hefst á þessum baráttudegi og endar 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Þetta er sem sagt mjög táknrænn, sterkur og fallegur viðburður,“ segir Marta í samtali við Fréttablaðið en gangan hefst klukkan 17.00 við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli.Appelsínugul Harpa Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum og mun Drífa Snædal, forseti Alþýþusambands Íslands, leiða gönguna og halda barátturæðu. „Okkur fannst kjörið að beina sjónum að þessum hóp núna og vekja athygli á hlutverki kvenna sem leiða þessa baráttu,“ segir Marta. „Við löbbum niður Arnarhól og Lækjargötu og endum á Bríetartorgi þar sem kór Kársnesskóla mun syngja nokkur lög og ungmennaráðið okkar afhendir kakó,“ segir Marta og bætir við að í tilefni dagsins verði Harpa lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Þá verður einnig viðburður seinna í kvöld í Hannesarholti þar sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, kemur fram. „Hann er mjög velviljaður UN Women, hefur starfað hjá okkur og styrkt starf okkar áður. Hann hafði samband við UN Women og vildi endilega halda styrktartónleika fyrir UN Women,“ segir Marta en tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. „Við erum náttúrulega í skýjunum með það og stuðning Auðuns þannig að það er okkur mikill heiður að hann skuli halda tónleika til styrktar verkefnum UN Women,“ segir Marta en einungis örfáir miðar eru eftir. Tekið er við frjálsum framlögum og hægt er að velja sér miðaverð, að minnsta kosti fimm þúsund og í mesta lagi tíu þúsund. „Þetta er algjörlega einstakt, þar sem þetta fer fram í Hannesarholti og þetta verður sitjandi. Það er náttúrulega gríðarlega fallegur hljómburður í Hannesarholti og sérhannaður salur upp á hljómgæðin að gera,“ segir Marta en auk Auðuns mun Magnús Jóhann Ragnarsson píanóleikari leika á Steinway-flygilinn sem er í Hannesarholti, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir spilar á slagverk og Matthildur Hafliðadóttir sér um meðsöng og bakraddir. „Við hvetjum öll til að mæta og sýna stuðning,“ segir Marta að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira