Útreiðartúr talinn til stuðnings við Andrés Jón Þórisson skrifar 25. nóvember 2019 07:15 Ljósmyndarar fylgja drottningunni hvert sem hún fer í daglegum verkefnum sínum. Nordicphotos/Getty Frá því er greint í breskum fjölmiðlum að sést hafi til Elísabetar Englandsdrottningar og sonar hennar, Andrésar prins, í útreiðartúr í nágrenni Windsorkastala á föstudag. Eins og kunnugt er hefur gustað nokkuð um Andrés í kjölfar viðtals á sjónvarpsstöðinni BBC þar sem hann ræddi tengsl sín við Jeffrey Epstein. Frá því var greint að hann myndi draga sig í hlé frá opinberum skyldum fjölskyldunnar um fyrirsjáanlega framtíð, eins og það var orðað í tilkynningu, og féllst drottningin á það, eins og þar kom fram. Næg tíðindi ættu að teljast að Elísabet, sem er 93 ára, skuli halda til útreiða, en ekki síður hefur það vakið athygli að Andrés skuli hafa verið með í för, svo skömmu eftir að hann dró sig í hlé. Fréttaskýrendur sumir hafa dregið þá ályktun að útreiðartúrinn hafi ekki verið tilviljun og með honum hafi drottningin viljað lýsa stuðningi sínum við prinsinn, þó með óbeinum hætti sé. Fastlega hefði mátt búast við því að þau næðust á mynd þar sem ljósmyndarar vaka gjarna yfir hverju fótmáli drottningar. Með þessu hafi Elísabet viljað undirstrika að jafnvel þótt Andrés axli ekki opinberar skyldur sem hann hafði, sé hann enn hluti konungsfjölskyldunnar. Andrés prins, sem er annar sonur Elísabetar og af sumum talinn í meira eftirlæti drottningar en eldri sonur hennar, Karl ríkisarfi, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki sýnt fórnarlömbum Epsteins nærgætni í viðtalinu á BBC. Þótt Elísabet hafi enn ekki tjáð sig um tengsl Andrésar við Epstein, og er ekki talið að til þess komi, er þetta ekki í fyrsta sinn sem hún gefur stuðning sinn við Andrés til kynna opinberlega. Þann 11. ágúst síðastliðinn, daginn eftir andlát Epsteins í bandarísku fangelsi, ferðuðust þau saman í bíl drottningar til kirkju. Margir hafa á samfélagsmiðlum látið í ljós efasemdir um hvort það teljist viðeigandi fyrir drottningu að sýna stuðning sinn við Andrés með svo áberandi hætti. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir „Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. 19. nóvember 2019 06:51 Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Frá því er greint í breskum fjölmiðlum að sést hafi til Elísabetar Englandsdrottningar og sonar hennar, Andrésar prins, í útreiðartúr í nágrenni Windsorkastala á föstudag. Eins og kunnugt er hefur gustað nokkuð um Andrés í kjölfar viðtals á sjónvarpsstöðinni BBC þar sem hann ræddi tengsl sín við Jeffrey Epstein. Frá því var greint að hann myndi draga sig í hlé frá opinberum skyldum fjölskyldunnar um fyrirsjáanlega framtíð, eins og það var orðað í tilkynningu, og féllst drottningin á það, eins og þar kom fram. Næg tíðindi ættu að teljast að Elísabet, sem er 93 ára, skuli halda til útreiða, en ekki síður hefur það vakið athygli að Andrés skuli hafa verið með í för, svo skömmu eftir að hann dró sig í hlé. Fréttaskýrendur sumir hafa dregið þá ályktun að útreiðartúrinn hafi ekki verið tilviljun og með honum hafi drottningin viljað lýsa stuðningi sínum við prinsinn, þó með óbeinum hætti sé. Fastlega hefði mátt búast við því að þau næðust á mynd þar sem ljósmyndarar vaka gjarna yfir hverju fótmáli drottningar. Með þessu hafi Elísabet viljað undirstrika að jafnvel þótt Andrés axli ekki opinberar skyldur sem hann hafði, sé hann enn hluti konungsfjölskyldunnar. Andrés prins, sem er annar sonur Elísabetar og af sumum talinn í meira eftirlæti drottningar en eldri sonur hennar, Karl ríkisarfi, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki sýnt fórnarlömbum Epsteins nærgætni í viðtalinu á BBC. Þótt Elísabet hafi enn ekki tjáð sig um tengsl Andrésar við Epstein, og er ekki talið að til þess komi, er þetta ekki í fyrsta sinn sem hún gefur stuðning sinn við Andrés til kynna opinberlega. Þann 11. ágúst síðastliðinn, daginn eftir andlát Epsteins í bandarísku fangelsi, ferðuðust þau saman í bíl drottningar til kirkju. Margir hafa á samfélagsmiðlum látið í ljós efasemdir um hvort það teljist viðeigandi fyrir drottningu að sýna stuðning sinn við Andrés með svo áberandi hætti.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir „Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. 19. nóvember 2019 06:51 Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
„Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. 19. nóvember 2019 06:51
Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15
„Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00