Óskað eftir íslenskum sjálfboðaliðum Sólrún Freyja Sen skrifar 23. nóvember 2019 10:45 Jennifer og Soffía. Brjótum ísinn er verkefni sem Rauði krossinn byrjaði með fyrir þremur árum. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun og skapa félagslegt tengslanet. Verkefnið felst í því að íslenskar fjölskyldur eða einstaklingar bjóða innflytjendum í matarboð. „Þetta er einfalt og skemmtilegt verkefni þar sem fjölskyldur á Íslandi bjóða innflytjendum í mat eina kvöldstund,“ segir Kristína Erna Hallgrímsdóttir verkefnastjóri. „Kosturinn við þetta verkefni er að það skuldbindur þig ekki eins langt fram í tímann eins og flest allt sjálfboðaliðastarf hjá okkur.“Oft myndast vinskapur Þó að verkefnið krefjist ekki nema einnar kvöldstundar þá segir Kristína að oft myndist vinskapur milli Íslendinganna og innflytjendanna, eða einhvers konar félagslegur stuðningur. „Það er í rauninni undir þátttakendum komið að viðhalda tengslum, en oft bjóða innflytjendurnir svo til sín í mat eftir fyrsta matarboðið. Í kjölfarið myndast stundum einhver vinátta, en í öðrum tilvikum er fólk að byggja upp ákveðið tengslanet við fólk sem það getur leitað til um upplýsingar. Þannig myndast félagslegur stuðningur í nýju landi.“Hlín, Guðbjörn og David.Kristína segir að þótt Rauði krossinn fylgist ekki sérstaklega með þátttakendum eftir fyrsta matarboðið, fái hún oft skilaboð frá þeim ef þeir ætla að hittast aftur. „Ef fólk nær rosalega vel saman þá fæ ég líka stundum sendar myndir.“Erfitt að ná til innflytjenda Oft hefur það verið þannig að fleiri Íslendingar sækja um að taka þátt í verkefninu en innflytjendur. Kristína segir það hafa verið erfitt að ná til innflytjenda en nú sé dæmið að snúast við. „Eins og staðan er núna vantar okkur fjölskyldur til að taka á móti innflytjendum. Svona verkefni taka oft ákveðinn tíma til að ná ákveðinni festu. Það hefur líka verið erfitt að nálgast innflytjendur á Íslandi. Fyrst þegar verkefnið fór af stað fyrir þremur árum þá var það bara auglýst á íslensku, þannig að við fengum fullt af umsóknum frá Íslendingum en okkur vantaði umsóknir frá innflytjendum.“Eva ?María og Inga.Til að bregðast við þessu fór Kristína að auglýsa hjá innflytjendahópum á Facebook og nýtti sér tengslanet við innflytjendur sem hún hefur þróað. „Annars hef ég ekki verið að auglýsa verkefnið mikið því ég fæ oft bara umsóknir frá Íslendingum. En núna erum við komin með ágæt tengsl við innflytjendur og fáum fleiri umsóknir frá þeim, þannig að það vantar Íslendinga á móti. Margir Íslendingar hafa áhuga á að kynnast innflytjendum og öfugt. Hins vegar vantar vettvang til þess að brúa bilið á milli þessara hópa. Þetta er dæmi um einfalt verkefni sem býður upp á slíkan vettvang. Rauði krossinn á Íslandi leggur áherslu á gagnkvæma aðlögun þar sem samfélagið sem og innflytjendur þurfa að taka þátt í aðlögunarferlinu.“Vinahópurinn tók á móti Hún segir að það vanti fyrst og fremst ungt fólk til að bjóða í mat, bæði unga einstaklinga og fjölskyldur. Það eru ekki bara innflytjendafjölskyldur sem sækja um þátttöku heldur líka einstaklingar. ,,Þannig að það er ekkert verra að fá einstaklinga í heimsókn. Til dæmis var ung stelpa sem bauð í mat og bauð líka vinum sínum þannig að vinahópurinn tók á móti innflytjanda. Það er alveg hægt að gera eitthvað þannig skemmtilegt úr þessu, það þarf ekki alltaf að vera kjarnafjölskyldan.“Kristína Erna Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Upp á síðkastið hafa margir einstaklingar frá Venesúela hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi. Kristína segir flesta þar tala spænsku og önnur tungumál en sjaldnast ensku. Hún segir því vera tilvalið fyrir Íslendinga sem kunna spænsku eða vilja æfa sig í henni, að bjóða flóttamönnum frá Venesúela í mat. „Þá fá þeir kannski á móti að læra íslenskuna.“Sveinbjörn og Michal.Fyrir áhugasama um þetta verkefni er hægt að sækja um á vefsíðu Rauða krossins, eða hægt að hafa samband við Kópavogsdeild Rauða krossins. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfang Kristínu, kristina.erna@redcross.is. Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Brjótum ísinn er verkefni sem Rauði krossinn byrjaði með fyrir þremur árum. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun og skapa félagslegt tengslanet. Verkefnið felst í því að íslenskar fjölskyldur eða einstaklingar bjóða innflytjendum í matarboð. „Þetta er einfalt og skemmtilegt verkefni þar sem fjölskyldur á Íslandi bjóða innflytjendum í mat eina kvöldstund,“ segir Kristína Erna Hallgrímsdóttir verkefnastjóri. „Kosturinn við þetta verkefni er að það skuldbindur þig ekki eins langt fram í tímann eins og flest allt sjálfboðaliðastarf hjá okkur.“Oft myndast vinskapur Þó að verkefnið krefjist ekki nema einnar kvöldstundar þá segir Kristína að oft myndist vinskapur milli Íslendinganna og innflytjendanna, eða einhvers konar félagslegur stuðningur. „Það er í rauninni undir þátttakendum komið að viðhalda tengslum, en oft bjóða innflytjendurnir svo til sín í mat eftir fyrsta matarboðið. Í kjölfarið myndast stundum einhver vinátta, en í öðrum tilvikum er fólk að byggja upp ákveðið tengslanet við fólk sem það getur leitað til um upplýsingar. Þannig myndast félagslegur stuðningur í nýju landi.“Hlín, Guðbjörn og David.Kristína segir að þótt Rauði krossinn fylgist ekki sérstaklega með þátttakendum eftir fyrsta matarboðið, fái hún oft skilaboð frá þeim ef þeir ætla að hittast aftur. „Ef fólk nær rosalega vel saman þá fæ ég líka stundum sendar myndir.“Erfitt að ná til innflytjenda Oft hefur það verið þannig að fleiri Íslendingar sækja um að taka þátt í verkefninu en innflytjendur. Kristína segir það hafa verið erfitt að ná til innflytjenda en nú sé dæmið að snúast við. „Eins og staðan er núna vantar okkur fjölskyldur til að taka á móti innflytjendum. Svona verkefni taka oft ákveðinn tíma til að ná ákveðinni festu. Það hefur líka verið erfitt að nálgast innflytjendur á Íslandi. Fyrst þegar verkefnið fór af stað fyrir þremur árum þá var það bara auglýst á íslensku, þannig að við fengum fullt af umsóknum frá Íslendingum en okkur vantaði umsóknir frá innflytjendum.“Eva ?María og Inga.Til að bregðast við þessu fór Kristína að auglýsa hjá innflytjendahópum á Facebook og nýtti sér tengslanet við innflytjendur sem hún hefur þróað. „Annars hef ég ekki verið að auglýsa verkefnið mikið því ég fæ oft bara umsóknir frá Íslendingum. En núna erum við komin með ágæt tengsl við innflytjendur og fáum fleiri umsóknir frá þeim, þannig að það vantar Íslendinga á móti. Margir Íslendingar hafa áhuga á að kynnast innflytjendum og öfugt. Hins vegar vantar vettvang til þess að brúa bilið á milli þessara hópa. Þetta er dæmi um einfalt verkefni sem býður upp á slíkan vettvang. Rauði krossinn á Íslandi leggur áherslu á gagnkvæma aðlögun þar sem samfélagið sem og innflytjendur þurfa að taka þátt í aðlögunarferlinu.“Vinahópurinn tók á móti Hún segir að það vanti fyrst og fremst ungt fólk til að bjóða í mat, bæði unga einstaklinga og fjölskyldur. Það eru ekki bara innflytjendafjölskyldur sem sækja um þátttöku heldur líka einstaklingar. ,,Þannig að það er ekkert verra að fá einstaklinga í heimsókn. Til dæmis var ung stelpa sem bauð í mat og bauð líka vinum sínum þannig að vinahópurinn tók á móti innflytjanda. Það er alveg hægt að gera eitthvað þannig skemmtilegt úr þessu, það þarf ekki alltaf að vera kjarnafjölskyldan.“Kristína Erna Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Upp á síðkastið hafa margir einstaklingar frá Venesúela hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi. Kristína segir flesta þar tala spænsku og önnur tungumál en sjaldnast ensku. Hún segir því vera tilvalið fyrir Íslendinga sem kunna spænsku eða vilja æfa sig í henni, að bjóða flóttamönnum frá Venesúela í mat. „Þá fá þeir kannski á móti að læra íslenskuna.“Sveinbjörn og Michal.Fyrir áhugasama um þetta verkefni er hægt að sækja um á vefsíðu Rauða krossins, eða hægt að hafa samband við Kópavogsdeild Rauða krossins. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfang Kristínu, kristina.erna@redcross.is.
Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira