Segir innflytjendur löngu búna að greiða fyrir íslenskukennslu með sköttum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 11:30 Framlag til íslenskukennslu á Íslandi hefur nær staðið í stað í tíu ár. vísir/sigurjón Innflytjendum hefur fjölgað ört síðustu ár á Íslandi og eru nú 13% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur fjárframlag ríkisins til íslenskukennslu nær staðið í stað síðustu tíu ár, hvorki fylgt fjölgun innflytjenda né vísitölu neysluverðs. „Að mínu mati vantar skýrari stefnu og meira fjármagn, núna strax,“ segir Aneta M. Matuszewska, skólastjóri Retor Fræðslu, sem kennir innflytjendum íslensku. Í íslenskuskólanum komast færri að en vilja og sumir hafa ekki efni á náminu.Aneta segir aðsókn í íslenskukennslu mikla og mikilvægt sé að innflytjendur standi betur í samfélaginu með því að kunna tungumálið.visir/sigurjón„Ef við viljum ekki stéttaskiptingu og að innflytjendur séu fastir í láglaunastörfum, ef við viljum samfélag sem skapar frábær tækifæri til innflytjenda til að láta drauma rætast, þá þarf að hugsa um þetta núna, helst í gær.“ Aneta segist áætla varlega þegar hún segir að innflytjendur hafi greitt 24 milljarða í tekjuskatt á þessu ári. Þeir séu nú þegar búnir að borga fyrir kennsluna með sköttum. „Sem ættu að koma til okkar tilbaka. Það þarf að nota það fjármagn til að fjárfesta í íslenskukennslu til að skapa okkur framtíð,“ segir Aneta.Hefur fullan hug á að gera betur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir hækkun styrkja vera of litla síðustu ár miðað við fjölgun innflytjenda.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir fullan hug á að hækka framlag til íslenskukennsluEr hugur til að hækka?„Já, við teljum það mikilvægt og við nefnum þetta sérstaklega í ríkisfjármálaáætlun. Ég hef fullan hug á því að við gerum betur hvað þetta varðar.Hvenær má vænta þess að það komi meira framlag? Við erum að skoða þetta í næstu ríkisfjármálaáætlun því við viljum að aðgengi að tungumálinu okkar sé greitt og gott þannig búum við til réttlátara samfélag og þannig viljum við hafa hlutina.Er einhver sérstök tala í huga? Við erum að skoða þetta allt og það er best að sjá hvað kemur út úr því þegar við erum að móta ríkisfjármálaáætlun.Hér má sjá framlag ríkisins til íslenskukennslu síðustu þrettán ár. Mikil hækkun var á framlaginu árið 2008. Það hefur hækkað örlítið á síðustu árum en þó í engu samræmi við fjölgun innflytjenda og vísitölu neysluverðs.vísir/hafsteinn Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Innflytjendum hefur fjölgað ört síðustu ár á Íslandi og eru nú 13% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur fjárframlag ríkisins til íslenskukennslu nær staðið í stað síðustu tíu ár, hvorki fylgt fjölgun innflytjenda né vísitölu neysluverðs. „Að mínu mati vantar skýrari stefnu og meira fjármagn, núna strax,“ segir Aneta M. Matuszewska, skólastjóri Retor Fræðslu, sem kennir innflytjendum íslensku. Í íslenskuskólanum komast færri að en vilja og sumir hafa ekki efni á náminu.Aneta segir aðsókn í íslenskukennslu mikla og mikilvægt sé að innflytjendur standi betur í samfélaginu með því að kunna tungumálið.visir/sigurjón„Ef við viljum ekki stéttaskiptingu og að innflytjendur séu fastir í láglaunastörfum, ef við viljum samfélag sem skapar frábær tækifæri til innflytjenda til að láta drauma rætast, þá þarf að hugsa um þetta núna, helst í gær.“ Aneta segist áætla varlega þegar hún segir að innflytjendur hafi greitt 24 milljarða í tekjuskatt á þessu ári. Þeir séu nú þegar búnir að borga fyrir kennsluna með sköttum. „Sem ættu að koma til okkar tilbaka. Það þarf að nota það fjármagn til að fjárfesta í íslenskukennslu til að skapa okkur framtíð,“ segir Aneta.Hefur fullan hug á að gera betur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir hækkun styrkja vera of litla síðustu ár miðað við fjölgun innflytjenda.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir fullan hug á að hækka framlag til íslenskukennsluEr hugur til að hækka?„Já, við teljum það mikilvægt og við nefnum þetta sérstaklega í ríkisfjármálaáætlun. Ég hef fullan hug á því að við gerum betur hvað þetta varðar.Hvenær má vænta þess að það komi meira framlag? Við erum að skoða þetta í næstu ríkisfjármálaáætlun því við viljum að aðgengi að tungumálinu okkar sé greitt og gott þannig búum við til réttlátara samfélag og þannig viljum við hafa hlutina.Er einhver sérstök tala í huga? Við erum að skoða þetta allt og það er best að sjá hvað kemur út úr því þegar við erum að móta ríkisfjármálaáætlun.Hér má sjá framlag ríkisins til íslenskukennslu síðustu þrettán ár. Mikil hækkun var á framlaginu árið 2008. Það hefur hækkað örlítið á síðustu árum en þó í engu samræmi við fjölgun innflytjenda og vísitölu neysluverðs.vísir/hafsteinn
Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira