Freistar þess að ná fram réttlæti sautján árum eftir morðið á Elodie Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 23:31 Elodie Kulik var 24 ára þegar hún var myrt. Elodie Kulik var á leið heim af veitingastað í janúar árið 2002 þegar henni var rænt, nauðgað og hún loks myrt. Enginn var nokkurn tímann handtekinn í tengslum við morðið en nú – sautján árum síðar – hefur karlmaður loks verið dreginn fyrir dóm í Frakklandi. Elodie var 24 ára og starfaði í banka í franska bænum Péronne í norðurhluta Frakklands. Setið var fyrir henni þar sem hún var akandi á leið heim til sín. Í þann mund sem hún reyndi að hringja í neyðarlínuna var hún dregin út úr bíl sínum. Umfangsmikilli lögreglurannsókn var strax hrint af stað en lögregla komst aldrei á sporið. Enginn var handtekinn og rannsóknin lognaðist út af.Líf föðurins litað harmleik Faðir Elodi, Jack Kulik, gafst þó aldrei upp. Síðustu ár hefur hann haldið uppi öflugri herferð gagnvart lögreglu og dómstólum til að freista þess að finna morðingja dóttur sinnar. Og nú, þökk sé staðfestu föðurins og nýstárlegri erfðatækni, er loks réttað í málinu. Willy Bardon, 45 ára Frakki, hefur verið ákærður fyrir að ræna Elodie, nauðga henni og myrða hana. Hann neitar sök í öllum ákæruliðum. Réttarhöld yfir Bardon hófust í borginni Amiens í gær. Sakborningurinn var viðstaddur, sem og Jack Kulik. Í frétt BBC um réttarhöldin segir að hvert áfallið á fætur öðru hafi dunið á Jack: tvö elstu börn hans létust í bílslysi þegar þau voru fimm og sex ára. Eiginkona hans lést árið 2011 eftir að hafa reynt að fremja sjálfsvíg. Og þá á eftir að telja morðið á Elodie. Einblíndu á fjölskyldurnar En hvernig rakti lögregla slóð meints morðingja sautján árum síðar? Atburðarásin er rakin í frétt BBC um málið. Þar kemur fram að lík Elodie hafi fundist 12. janúar 2002. Á vettvangi fannst smokkur með sæðisleifum, auk erfðaefnis úr fjórum mönnum og fingrafar. Ljóst þótti að nokkrir menn hefðu verið að verki.Jack Kulik sést hér í köflóttri skyrtu til hægri á mynd. Hann er viðstaddur minningarathöfn til heiðurs Christelle Dubuisson, ungri konu sem fannst myrt nokkrum mánuðum eftir morðið á Elodie.Vísir/gettyÞegar málið var rannsakað á sínum tíma láðist lögreglu að finna eigendur erfðaefnisins í gagnasöfnum sínum. Í janúar 2011 stakk franskur lögreglumaður, Emmanuel Pham-Hoai, svo upp á því að prófuð yrði tiltölulega ný tækni, að velskri fyrirmynd. Þannig var ekki lengur reynt að finna einstaklinga með erfðaefni sem samsvaraði nákvæmlega erfðaefninu sem fannst á vettvangi, heldur var einblínt á þá sem samsvöruðust því aðeins að hluta. Í grunninn stóð leit nú yfir að fjölskyldumeðlimum morðingjanna. Aðeins liðu nokkrir dagar þangað til að nákvæm samsvörun fannst á milli erfðaefnisins í smokknum og erfðaefnisins í frönskum karlmanni. Sá sat þó þegar í fangelsi.Röddin grundvöllur ákærunnar Síðar, með sömu tækni, komst lögregla á snoðir um Grégory Wiart, verkfræðing sem lést í bílslysi árið 2003. Líkamsleifar hans voru grafnar upp. Lögregla gaf það út í kjölfarið að hann væri einn morðingjanna. Að síðustu handtók lögregla sjö meðlimi franskrar fjölskyldu, þar á meðal Willy Bardon, sem nú er ákærður. Hann ólst upp í sama þorpi og Wiart. Bardon var ákærður eftir að rödd hans var borin saman við eina af karlmannsröddunum sem heyrðust í neyðarlínusímtali Elodie rétt áður hún er myrt. Bardon hafnar því að rödd hans heyrist í símtalinu. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í máli hans í byrjun desember. Frakkland Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Elodie Kulik var á leið heim af veitingastað í janúar árið 2002 þegar henni var rænt, nauðgað og hún loks myrt. Enginn var nokkurn tímann handtekinn í tengslum við morðið en nú – sautján árum síðar – hefur karlmaður loks verið dreginn fyrir dóm í Frakklandi. Elodie var 24 ára og starfaði í banka í franska bænum Péronne í norðurhluta Frakklands. Setið var fyrir henni þar sem hún var akandi á leið heim til sín. Í þann mund sem hún reyndi að hringja í neyðarlínuna var hún dregin út úr bíl sínum. Umfangsmikilli lögreglurannsókn var strax hrint af stað en lögregla komst aldrei á sporið. Enginn var handtekinn og rannsóknin lognaðist út af.Líf föðurins litað harmleik Faðir Elodi, Jack Kulik, gafst þó aldrei upp. Síðustu ár hefur hann haldið uppi öflugri herferð gagnvart lögreglu og dómstólum til að freista þess að finna morðingja dóttur sinnar. Og nú, þökk sé staðfestu föðurins og nýstárlegri erfðatækni, er loks réttað í málinu. Willy Bardon, 45 ára Frakki, hefur verið ákærður fyrir að ræna Elodie, nauðga henni og myrða hana. Hann neitar sök í öllum ákæruliðum. Réttarhöld yfir Bardon hófust í borginni Amiens í gær. Sakborningurinn var viðstaddur, sem og Jack Kulik. Í frétt BBC um réttarhöldin segir að hvert áfallið á fætur öðru hafi dunið á Jack: tvö elstu börn hans létust í bílslysi þegar þau voru fimm og sex ára. Eiginkona hans lést árið 2011 eftir að hafa reynt að fremja sjálfsvíg. Og þá á eftir að telja morðið á Elodie. Einblíndu á fjölskyldurnar En hvernig rakti lögregla slóð meints morðingja sautján árum síðar? Atburðarásin er rakin í frétt BBC um málið. Þar kemur fram að lík Elodie hafi fundist 12. janúar 2002. Á vettvangi fannst smokkur með sæðisleifum, auk erfðaefnis úr fjórum mönnum og fingrafar. Ljóst þótti að nokkrir menn hefðu verið að verki.Jack Kulik sést hér í köflóttri skyrtu til hægri á mynd. Hann er viðstaddur minningarathöfn til heiðurs Christelle Dubuisson, ungri konu sem fannst myrt nokkrum mánuðum eftir morðið á Elodie.Vísir/gettyÞegar málið var rannsakað á sínum tíma láðist lögreglu að finna eigendur erfðaefnisins í gagnasöfnum sínum. Í janúar 2011 stakk franskur lögreglumaður, Emmanuel Pham-Hoai, svo upp á því að prófuð yrði tiltölulega ný tækni, að velskri fyrirmynd. Þannig var ekki lengur reynt að finna einstaklinga með erfðaefni sem samsvaraði nákvæmlega erfðaefninu sem fannst á vettvangi, heldur var einblínt á þá sem samsvöruðust því aðeins að hluta. Í grunninn stóð leit nú yfir að fjölskyldumeðlimum morðingjanna. Aðeins liðu nokkrir dagar þangað til að nákvæm samsvörun fannst á milli erfðaefnisins í smokknum og erfðaefnisins í frönskum karlmanni. Sá sat þó þegar í fangelsi.Röddin grundvöllur ákærunnar Síðar, með sömu tækni, komst lögregla á snoðir um Grégory Wiart, verkfræðing sem lést í bílslysi árið 2003. Líkamsleifar hans voru grafnar upp. Lögregla gaf það út í kjölfarið að hann væri einn morðingjanna. Að síðustu handtók lögregla sjö meðlimi franskrar fjölskyldu, þar á meðal Willy Bardon, sem nú er ákærður. Hann ólst upp í sama þorpi og Wiart. Bardon var ákærður eftir að rödd hans var borin saman við eina af karlmannsröddunum sem heyrðust í neyðarlínusímtali Elodie rétt áður hún er myrt. Bardon hafnar því að rödd hans heyrist í símtalinu. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í máli hans í byrjun desember.
Frakkland Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent