Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. nóvember 2019 21:30 Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. Deilt hefur verið um framtíð svæðisins við Stekkjarbakka eða við Elliðaárdalinn um nokkurt skeið. Árið 2016 fékk fyrirtækið ALDIN Biodome vilyrði fyrir lóð á svæðinu en fyrirtækið hyggst reisa þar gróðurhvelfingu. Ef allt gengur upp verður hún að veruleika árið 2023. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru ósátt við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Þau ætla að safna undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að það fari fram íbúakosningar meðal borgarbúa um uppbyggingu í kringum dalinn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tuttugu prósent Reykvíkinga krafist íbúakosninga. „Þessi hvelfing eins og hún er núna sett upp er alveg risastór. Það er ekki eins og fólk þekkir. Það er hvergi gróðurhús sem að engin ljósmengun er af. Þetta myndi lýsa upp dalinn og bara eyðileggja þá ásýnd sem maður sér hérna á dalnum,“ segir Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins.Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins.Vísir/EgillSigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir ákvörðun liggja fyrir í málinu og að gróðurhvelfing henti vel því umhverfi sem þarna er. „Það eru ákveðin lög sem að ríkja í þessu landi sem að gera íbúum kleift að koma íbúakosningum á sem að ég tel mjög jákvætt en hins vegar verður að hafa í huga að það eru margir íbúar sem eru á móti og margir íbúar sem að styðja. Þannig að það skiptir miklu máli að fá þetta fram,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Halldór telur raunhæft að hópurinn nái að safna um átján þúsund undirskriftum en mögulega verði gengið í hús til að safna þeim. „Við viljum að borgin standi að kosningum um þetta svæði. Þetta er mjög viðkvæmt svæði í hugum margra Reykvíkinga. Ekki bara hérna í efri byggðum, út um allan bæ,“ segir Halldór Páll.Svæðið sem byggja á á er við hlið ElliðárdalsinsMYND/Egill Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Sagði borgarbúa notaða sem „fallbyssufóður fyrir oddvita í vasa Samherja“ Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokks og Flokks fólksins um íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka Þ73 var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. 19. nóvember 2019 23:10 Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. Deilt hefur verið um framtíð svæðisins við Stekkjarbakka eða við Elliðaárdalinn um nokkurt skeið. Árið 2016 fékk fyrirtækið ALDIN Biodome vilyrði fyrir lóð á svæðinu en fyrirtækið hyggst reisa þar gróðurhvelfingu. Ef allt gengur upp verður hún að veruleika árið 2023. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru ósátt við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Þau ætla að safna undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að það fari fram íbúakosningar meðal borgarbúa um uppbyggingu í kringum dalinn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tuttugu prósent Reykvíkinga krafist íbúakosninga. „Þessi hvelfing eins og hún er núna sett upp er alveg risastór. Það er ekki eins og fólk þekkir. Það er hvergi gróðurhús sem að engin ljósmengun er af. Þetta myndi lýsa upp dalinn og bara eyðileggja þá ásýnd sem maður sér hérna á dalnum,“ segir Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins.Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins.Vísir/EgillSigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir ákvörðun liggja fyrir í málinu og að gróðurhvelfing henti vel því umhverfi sem þarna er. „Það eru ákveðin lög sem að ríkja í þessu landi sem að gera íbúum kleift að koma íbúakosningum á sem að ég tel mjög jákvætt en hins vegar verður að hafa í huga að það eru margir íbúar sem eru á móti og margir íbúar sem að styðja. Þannig að það skiptir miklu máli að fá þetta fram,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Halldór telur raunhæft að hópurinn nái að safna um átján þúsund undirskriftum en mögulega verði gengið í hús til að safna þeim. „Við viljum að borgin standi að kosningum um þetta svæði. Þetta er mjög viðkvæmt svæði í hugum margra Reykvíkinga. Ekki bara hérna í efri byggðum, út um allan bæ,“ segir Halldór Páll.Svæðið sem byggja á á er við hlið ElliðárdalsinsMYND/Egill
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Sagði borgarbúa notaða sem „fallbyssufóður fyrir oddvita í vasa Samherja“ Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokks og Flokks fólksins um íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka Þ73 var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. 19. nóvember 2019 23:10 Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Sagði borgarbúa notaða sem „fallbyssufóður fyrir oddvita í vasa Samherja“ Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokks og Flokks fólksins um íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka Þ73 var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. 19. nóvember 2019 23:10
Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15