Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 06:51 Fráveita hjólhýsanna var aftengd í sumar vegna deilna um starfsleyfi Iceland Igloo Village Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. Loo Eng Wah, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur gert breytingar á upphaflegum áformum sínum sem sættu gagnrýni. Tekin hefur verið ákvörðun um að reisa frekar lítil hús á tjaldsvæðinu, frekar en fyrrnefnd hjólhýsi sem leigð hafa verið út á svæðinu síðan í maí. Landeigendur kærðu rekstur og ólöglegar framkvæmdir Iceland Igloo Village til Sýslumannsins á Suðurlandi í október síðastliðnum. Uppi voru deildar meiningar um hvort starfsleyfi fyrirtækisins heimilaði fyrrnefnd hjólhýsi. Loo sýndi fréttastofu t.a.m. leyfið sitt frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, sem hann sagði gefa til kynna að heimilaði hjólhýsin.Loo með starfsleyfið í október.Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem undirritaði leyfið, sagði túlkun Loo á leyfinu þó ekki alveg rétta. Það væri aðeins fyrir hefðbundið tjaldstæði en ekki fyrir útleigu á hjólhýsum eins og verið hefur á svæðinu. Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi í Rangárþingi ytra, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að nýtt deiliskipulag geri hins vegar ráð fyrir því að hjólhýsin víki. Iceland Igloo Village ætli sér heldur að reisa lítil hús á tjaldsvæðinu. Það hugnast Haraldi betur, ekki síst vegna þess sem snýr að eldvörnum og öðrum öryggisatriðum. „Mér reiknast til að þarna sé gestafjöldi um 170 manns þegar hámarki er náð. Umfang þessa verkefnis er því ekki næstum því eins mikið og það var í byrjun,“ segir Haraldur við Morgunblaðið. Hin nýju áform Loo verða kynnt á opnum kynningar- og samráðsfundi í kvöld, þar sem m.a. fulltrúar sveitarstjórnar, skipulagsnefndar og framkvæmdaraðila munu sitja fyrir svörum. Fundurinn verður haldinn að Brúarlundi í Landsveit klukkan 20. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30 Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. Loo Eng Wah, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur gert breytingar á upphaflegum áformum sínum sem sættu gagnrýni. Tekin hefur verið ákvörðun um að reisa frekar lítil hús á tjaldsvæðinu, frekar en fyrrnefnd hjólhýsi sem leigð hafa verið út á svæðinu síðan í maí. Landeigendur kærðu rekstur og ólöglegar framkvæmdir Iceland Igloo Village til Sýslumannsins á Suðurlandi í október síðastliðnum. Uppi voru deildar meiningar um hvort starfsleyfi fyrirtækisins heimilaði fyrrnefnd hjólhýsi. Loo sýndi fréttastofu t.a.m. leyfið sitt frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, sem hann sagði gefa til kynna að heimilaði hjólhýsin.Loo með starfsleyfið í október.Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem undirritaði leyfið, sagði túlkun Loo á leyfinu þó ekki alveg rétta. Það væri aðeins fyrir hefðbundið tjaldstæði en ekki fyrir útleigu á hjólhýsum eins og verið hefur á svæðinu. Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi í Rangárþingi ytra, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að nýtt deiliskipulag geri hins vegar ráð fyrir því að hjólhýsin víki. Iceland Igloo Village ætli sér heldur að reisa lítil hús á tjaldsvæðinu. Það hugnast Haraldi betur, ekki síst vegna þess sem snýr að eldvörnum og öðrum öryggisatriðum. „Mér reiknast til að þarna sé gestafjöldi um 170 manns þegar hámarki er náð. Umfang þessa verkefnis er því ekki næstum því eins mikið og það var í byrjun,“ segir Haraldur við Morgunblaðið. Hin nýju áform Loo verða kynnt á opnum kynningar- og samráðsfundi í kvöld, þar sem m.a. fulltrúar sveitarstjórnar, skipulagsnefndar og framkvæmdaraðila munu sitja fyrir svörum. Fundurinn verður haldinn að Brúarlundi í Landsveit klukkan 20.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30 Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30
Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00