Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 06:28 Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í liðinni viku. Vísir/Sigurjón Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar „endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja.“ Hann undrast gagnrýnina sem innri rannsókn Samherja hefur hlotið, en Wikborg Rein heyrir beint undir stjórn fyrirtækisins. Í aðdraganda umfjöllunarinnar um Samherjaskjölin í liðinni viku sendi Samherji frá sér yfirlýsingu þar sem þess var getið að norska lögmannsstofan hafi verið fengin til að kanna framferði fyrirtækisins í Namibíu. Ætlunin væri að varpa ljósi á það hvort einhver fótur væri fyrir þeirri mynd sem dregin var upp í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar; af mútugreiðslum, flókinni fléttu aflandsfélaga o.s.frv. Útspil Samherja sætti samstundis gagnrýni, til að mynda frá lögmanninum Evu Joly sem ver hagsmuni uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar. Hún telur slíka innri rannsókn með öllu óþarfa, Samherjamenn viti mætavel hvernig í pottinn var búið í Namibíu.Rannsakandi fékk skattaskjólspósta Þar að auki hafi fyrri rannsóknir Samherja ekki þótt trúverðugar. Samherjaskjölin bendi til að fyrrverandi ransóknarlögreglumaður sem fyrirtækið sendi til Namibíu, að sögn Samherja til að rannsaka starfshætti uppljóstrarans, hafi sjálfur setið fundi með meintum mútuþegum og fengið afrit af tölvupóstum um greiðslur í skattaskjól. Forstjórinn Björgólfur segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að sér þyki hins vegar furðulegt að stjórn Samherja sé gagnrýnd fyrir að fá lögmannsstofu til að rannsaka meint lögbrot Samherja í Afríku. Sem fyrr segir lýtur gagnrýnin ekki síst að því að Samherji sé bæði verkkaupi og til rannsóknar hjá Wikborg Rein. Björgólfur segir hins vegar að ráðningarsamband lögmannsstofunnar og Samherja sé það sama og þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. Traustið sé ofar öllu. „Það eru aðilar sem gefa sig út fyrir trúverðugleika. Ef trúverðugleikinn bregst hafi fyrirtækin enga viðskiptavini,“ segir Björgólfur við Viðskiptablaðið. Mál Samherja eru þó til skoðunar hjá öðrum en Wikborg Rein, skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Í viðtalinu við Viðskiptablaðið ítrekar Björgólfur það sem hann hefur áður sagt; að Samherji sé tilbúinn til samstarfs með öllum þeim opinberu stofnunum sem fara þess á leit. „Við viljum ekki að draga neitt undan í því. Við munum starfa með öllum þeim yfirvöldum sem þess óska og þau munu fá aðgang að gögnum eins og þau telja sig þurfa.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar „endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja.“ Hann undrast gagnrýnina sem innri rannsókn Samherja hefur hlotið, en Wikborg Rein heyrir beint undir stjórn fyrirtækisins. Í aðdraganda umfjöllunarinnar um Samherjaskjölin í liðinni viku sendi Samherji frá sér yfirlýsingu þar sem þess var getið að norska lögmannsstofan hafi verið fengin til að kanna framferði fyrirtækisins í Namibíu. Ætlunin væri að varpa ljósi á það hvort einhver fótur væri fyrir þeirri mynd sem dregin var upp í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar; af mútugreiðslum, flókinni fléttu aflandsfélaga o.s.frv. Útspil Samherja sætti samstundis gagnrýni, til að mynda frá lögmanninum Evu Joly sem ver hagsmuni uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar. Hún telur slíka innri rannsókn með öllu óþarfa, Samherjamenn viti mætavel hvernig í pottinn var búið í Namibíu.Rannsakandi fékk skattaskjólspósta Þar að auki hafi fyrri rannsóknir Samherja ekki þótt trúverðugar. Samherjaskjölin bendi til að fyrrverandi ransóknarlögreglumaður sem fyrirtækið sendi til Namibíu, að sögn Samherja til að rannsaka starfshætti uppljóstrarans, hafi sjálfur setið fundi með meintum mútuþegum og fengið afrit af tölvupóstum um greiðslur í skattaskjól. Forstjórinn Björgólfur segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að sér þyki hins vegar furðulegt að stjórn Samherja sé gagnrýnd fyrir að fá lögmannsstofu til að rannsaka meint lögbrot Samherja í Afríku. Sem fyrr segir lýtur gagnrýnin ekki síst að því að Samherji sé bæði verkkaupi og til rannsóknar hjá Wikborg Rein. Björgólfur segir hins vegar að ráðningarsamband lögmannsstofunnar og Samherja sé það sama og þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. Traustið sé ofar öllu. „Það eru aðilar sem gefa sig út fyrir trúverðugleika. Ef trúverðugleikinn bregst hafi fyrirtækin enga viðskiptavini,“ segir Björgólfur við Viðskiptablaðið. Mál Samherja eru þó til skoðunar hjá öðrum en Wikborg Rein, skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Í viðtalinu við Viðskiptablaðið ítrekar Björgólfur það sem hann hefur áður sagt; að Samherji sé tilbúinn til samstarfs með öllum þeim opinberu stofnunum sem fara þess á leit. „Við viljum ekki að draga neitt undan í því. Við munum starfa með öllum þeim yfirvöldum sem þess óska og þau munu fá aðgang að gögnum eins og þau telja sig þurfa.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00
Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00
Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33