Aukin framleiðni í heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar 20. nóvember 2019 16:30 Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra meðal annars að leita verði bestu leiða til þess að auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu, og áréttar að aukin framleiðni verði að vera í algjörum forgangi til þess að geta staðið undir auknum kröfum til kerfisins. Sjúkraliðafélag Íslands bendir á að auka megi framleiðni með því að stytta vinnuvikuna. Þegar fjallað er um styttingu vinnuvikunnar sem hluta af hagrænum rekstri er gjarnan dregin upp mynd sem sýnir meðaltal unninna vinnustunda og verga landsframleiðslu (GDP). Framleiðnin lýsir þannig hlutfalli á milli fjölda starfsmanna / vinnustunda og hversu vel vinnuaflið er nýtt til framleiðslu eða þjónustu. Með þessari nálgun er einungis tekið mið af magnbundnum þáttum sem sýnir til dæmis að styttri innlögn á sjúkrahús leiði til aukinnar framleiðni í rekstri. Þessi nálgun segir hins vegar ekki alla söguna þar sem ekki er gert ráð fyrir gæðum þjónustunnar sem er lykilþáttur í mati á framleiðni vinnuafls í heilbrigðisþjónustu. Starfsfólk sem vinnur við hjúkrun eru í raun burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar gegna þar lykilhlutverki, og er um 98% þeirra konur. Þá eru um 90% sjúkraliða sem vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til við skipulag á vinnutíma. Auk þess er heilbrigðisstarfsfólk útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Þá má geta þess hér að dæmi er um að mjög víða, til dæmis á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun, stendur sjúkraliðum aðeins til boða að vinna hlutastarf einmitt vegna þess að vinnuveitendur telja að fullt starf í vaktavinnu vera of íþyngjandi. Það er því ekki að ástæðulausu að stytting vinnuvikunnar er helsta baráttumál sjúkraliða, og að vinnuvikan fari í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Misjafnt er eftir starfsemi stofnana hvernig best á að útfæra vinnufyrirkomulag sem leiðir til meiri framleiðni. Nokkuð einfalt er að hagræði í rekstri og ná betri framleiðni þar sem vaktafyrirkomulag starfsfólksins er í samræmi við vinnuvélar sem eru nýttar allan sólahringinn. Önnur lögmál gilda hins vegar þar sem vinnustundir miðast við opnunartíma stofnana og markmið starfseminnar eru ekki mæld í krónum, eins og í heilbrigðisþjónustunni. Rannsóknir sýna að langar vaktir og þegar vinnuvika starfsfólks fer yfir ákveðin mörk safnast upp þreyta sem skilar sér í slakari einbeitingu. Þannig aukast líkur á að fólk gerir mistök sem kemur niður á rekstrinum. Auk þess sem starfsálagið brýst fram í verra heilsufari starfsmanna þannig að veikindatíðnin vex og framleiðnin minnkar. Í þessu sambandi er ástæða til að benda sérstaklega á að veikindatíðni sjúkraliða, sem störfuðu á Landspítalanum á árinu 2018 reyndist um 11%, til samanburðar reyndist veikindatíðni annarra starfsstétta spítalans vera að meðaltali um 6%. Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi, sem fellst í betri starfskjörum og möguleikum um fullt starf án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og fjölskyldulífi. Þannig stöndum við betur undir auknum kröfum heilbrigðiskerfisins og bætum framleiðni heilbrigðisþjónustunnar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra meðal annars að leita verði bestu leiða til þess að auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu, og áréttar að aukin framleiðni verði að vera í algjörum forgangi til þess að geta staðið undir auknum kröfum til kerfisins. Sjúkraliðafélag Íslands bendir á að auka megi framleiðni með því að stytta vinnuvikuna. Þegar fjallað er um styttingu vinnuvikunnar sem hluta af hagrænum rekstri er gjarnan dregin upp mynd sem sýnir meðaltal unninna vinnustunda og verga landsframleiðslu (GDP). Framleiðnin lýsir þannig hlutfalli á milli fjölda starfsmanna / vinnustunda og hversu vel vinnuaflið er nýtt til framleiðslu eða þjónustu. Með þessari nálgun er einungis tekið mið af magnbundnum þáttum sem sýnir til dæmis að styttri innlögn á sjúkrahús leiði til aukinnar framleiðni í rekstri. Þessi nálgun segir hins vegar ekki alla söguna þar sem ekki er gert ráð fyrir gæðum þjónustunnar sem er lykilþáttur í mati á framleiðni vinnuafls í heilbrigðisþjónustu. Starfsfólk sem vinnur við hjúkrun eru í raun burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar gegna þar lykilhlutverki, og er um 98% þeirra konur. Þá eru um 90% sjúkraliða sem vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til við skipulag á vinnutíma. Auk þess er heilbrigðisstarfsfólk útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Þá má geta þess hér að dæmi er um að mjög víða, til dæmis á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun, stendur sjúkraliðum aðeins til boða að vinna hlutastarf einmitt vegna þess að vinnuveitendur telja að fullt starf í vaktavinnu vera of íþyngjandi. Það er því ekki að ástæðulausu að stytting vinnuvikunnar er helsta baráttumál sjúkraliða, og að vinnuvikan fari í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Misjafnt er eftir starfsemi stofnana hvernig best á að útfæra vinnufyrirkomulag sem leiðir til meiri framleiðni. Nokkuð einfalt er að hagræði í rekstri og ná betri framleiðni þar sem vaktafyrirkomulag starfsfólksins er í samræmi við vinnuvélar sem eru nýttar allan sólahringinn. Önnur lögmál gilda hins vegar þar sem vinnustundir miðast við opnunartíma stofnana og markmið starfseminnar eru ekki mæld í krónum, eins og í heilbrigðisþjónustunni. Rannsóknir sýna að langar vaktir og þegar vinnuvika starfsfólks fer yfir ákveðin mörk safnast upp þreyta sem skilar sér í slakari einbeitingu. Þannig aukast líkur á að fólk gerir mistök sem kemur niður á rekstrinum. Auk þess sem starfsálagið brýst fram í verra heilsufari starfsmanna þannig að veikindatíðnin vex og framleiðnin minnkar. Í þessu sambandi er ástæða til að benda sérstaklega á að veikindatíðni sjúkraliða, sem störfuðu á Landspítalanum á árinu 2018 reyndist um 11%, til samanburðar reyndist veikindatíðni annarra starfsstétta spítalans vera að meðaltali um 6%. Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi, sem fellst í betri starfskjörum og möguleikum um fullt starf án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og fjölskyldulífi. Þannig stöndum við betur undir auknum kröfum heilbrigðiskerfisins og bætum framleiðni heilbrigðisþjónustunnar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun