Mikilvægt að notkun sýklalyfja hér sé hófleg Björn Þorfinsson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Reynt er að hindra að alónæmar bakteríur berist hingað. Getty/Westend61 Á hverju ári greinast einn til þrír einstaklingar með illa næma bakteríu eða svokallaða karbapenemasa-myndandi bakteríu. Sýkingar af hennar völdum geta verið erfitt að meðhöndla. „Í öllum tilvikum hafa einstaklingarnir borið með sér bakteríuna frá útlöndum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ástandið í sumum löndum og landsvæðum er verra en annars staðar og á það sérstaklega við um ýmis Asíulönd. Þegar einstaklingur hérlendis greinist með slíka sýkingu fer öflugt ferli í gang til þess að tryggja að sýkingin breiðist ekki út og það verk hefur verið vel unnið. Sem dæmi nefnir Þórólfur að mikil áhersla sé lögð á að spyrja um ferðalög einstaklinga sem leggjast inn inn á íslenskar heilbrigðisstofnanir. Ef þeir hafa verið á slóðum þar sem fjölónæmi er algengara en annars staðar þá er reynt að hafa þá aðskilda frá öðrum sjúklingum þar til að þeir hafa verið skimaðir fyrir fjölónæmum bakteríum. Annað verkefni sem er í gangi er að skima fyrir slíkum bakteríum í innlendum og erlendum matvælum. Þá er verið að vinna að reglum um hvað gera skuli við matvæli sem innihalda slíkar bakteríur. Að framansögðu er ljóst að heyja þarf baráttuna gegn fjölónæmum bakteríum á mörgum vígstöðvum enda geta þær dreifst með margs konar hætti; milli manna, milli dýra sem og milli manna og dýra. Eins og áður segir finnast þær í matvælum og hættan er meiri í ákveðnum löndum og landsvæðum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknirÞórólfur bendir þó á að þótt einstaklingur komist í snertingu við fjölónæmar bakteríur sé ekki þar með sagt að hann veikist, en ef hann sýkist verði meðhöndlun mun erfiðari. „Það er erfiðara að meðhöndla sýkinguna en þó ekki útilokað. Sem betur fer hafa alónæmar bakteríur ekki numið hér land og það er það sem við reynum að sporna við eftir fremsta megni.“ Þórólfur segir litlar framfarir hafa orðið í þróun nýrra sýklalyfja og því þarf að hefta útbreiðslu fjölónæmra baktería fyrst og fremst með skynsamlegri notkun þeirra sýklalyfja sem eru til staðar, bæði í mönnum og dýrum. Íslendingar nota meira af sýklalyfjum en Norðurlandaþjóðirnar en þó er sýklaónæmi hér minna en hjá frændþjóðunum. „Það er svolítið sérstakt að svo sé og ekki gott að segja hver ástæðan er. Þetta er samspil margra þátta og einangrun okkar hefur eflaust sitt að segja,“ segir Þórólfur. Sem dæmi um aðrar mikilvægar aðgerðir í baráttunni nefnir Þórólfur fyrirbyggjandi aðgerðir eins og bólusetningar barna. „Það er mikilvægt tæki. Ef börn eru bólusett þá veikjast þau sjaldnar og því þarf ekki að skrifa eins mikið út af sýklalyfjum.“ Þá séu ýmiss konar aðgerðir í gangi til að bæta greiningar lækna á bakteríu- og veirusýkingum. Hann segir íslenska heilbrigðisstarfsmenn og almenning vera ágætlega upplýstan um hóflega notkun sýklalyfja en lengi megi gott bæta. „Það er mikilvægt að þeir sem ávísa lyfjunum séu meðvitaðir um að nota þröngvirk lyf frekar en breiðvirk, sé þess kostur, og að lyfin séu notuð í eins stuttan tíma og hægt er. Þá er einnig mikilvægt að almenningur þrýsti ekki sífellt á um notkun slíkra lyfja við öllum mögulegum kvillum,“ segir Þórólfur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
Á hverju ári greinast einn til þrír einstaklingar með illa næma bakteríu eða svokallaða karbapenemasa-myndandi bakteríu. Sýkingar af hennar völdum geta verið erfitt að meðhöndla. „Í öllum tilvikum hafa einstaklingarnir borið með sér bakteríuna frá útlöndum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ástandið í sumum löndum og landsvæðum er verra en annars staðar og á það sérstaklega við um ýmis Asíulönd. Þegar einstaklingur hérlendis greinist með slíka sýkingu fer öflugt ferli í gang til þess að tryggja að sýkingin breiðist ekki út og það verk hefur verið vel unnið. Sem dæmi nefnir Þórólfur að mikil áhersla sé lögð á að spyrja um ferðalög einstaklinga sem leggjast inn inn á íslenskar heilbrigðisstofnanir. Ef þeir hafa verið á slóðum þar sem fjölónæmi er algengara en annars staðar þá er reynt að hafa þá aðskilda frá öðrum sjúklingum þar til að þeir hafa verið skimaðir fyrir fjölónæmum bakteríum. Annað verkefni sem er í gangi er að skima fyrir slíkum bakteríum í innlendum og erlendum matvælum. Þá er verið að vinna að reglum um hvað gera skuli við matvæli sem innihalda slíkar bakteríur. Að framansögðu er ljóst að heyja þarf baráttuna gegn fjölónæmum bakteríum á mörgum vígstöðvum enda geta þær dreifst með margs konar hætti; milli manna, milli dýra sem og milli manna og dýra. Eins og áður segir finnast þær í matvælum og hættan er meiri í ákveðnum löndum og landsvæðum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknirÞórólfur bendir þó á að þótt einstaklingur komist í snertingu við fjölónæmar bakteríur sé ekki þar með sagt að hann veikist, en ef hann sýkist verði meðhöndlun mun erfiðari. „Það er erfiðara að meðhöndla sýkinguna en þó ekki útilokað. Sem betur fer hafa alónæmar bakteríur ekki numið hér land og það er það sem við reynum að sporna við eftir fremsta megni.“ Þórólfur segir litlar framfarir hafa orðið í þróun nýrra sýklalyfja og því þarf að hefta útbreiðslu fjölónæmra baktería fyrst og fremst með skynsamlegri notkun þeirra sýklalyfja sem eru til staðar, bæði í mönnum og dýrum. Íslendingar nota meira af sýklalyfjum en Norðurlandaþjóðirnar en þó er sýklaónæmi hér minna en hjá frændþjóðunum. „Það er svolítið sérstakt að svo sé og ekki gott að segja hver ástæðan er. Þetta er samspil margra þátta og einangrun okkar hefur eflaust sitt að segja,“ segir Þórólfur. Sem dæmi um aðrar mikilvægar aðgerðir í baráttunni nefnir Þórólfur fyrirbyggjandi aðgerðir eins og bólusetningar barna. „Það er mikilvægt tæki. Ef börn eru bólusett þá veikjast þau sjaldnar og því þarf ekki að skrifa eins mikið út af sýklalyfjum.“ Þá séu ýmiss konar aðgerðir í gangi til að bæta greiningar lækna á bakteríu- og veirusýkingum. Hann segir íslenska heilbrigðisstarfsmenn og almenning vera ágætlega upplýstan um hóflega notkun sýklalyfja en lengi megi gott bæta. „Það er mikilvægt að þeir sem ávísa lyfjunum séu meðvitaðir um að nota þröngvirk lyf frekar en breiðvirk, sé þess kostur, og að lyfin séu notuð í eins stuttan tíma og hægt er. Þá er einnig mikilvægt að almenningur þrýsti ekki sífellt á um notkun slíkra lyfja við öllum mögulegum kvillum,“ segir Þórólfur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira