Hefðu viljað að lengra yrði gengið í leigubílafrumvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2019 21:00 Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins telur að ganga hefði mátt lengra við að leyfa farveitum á borð við Uber og Lyft að starfa hér á landi í nýju frumvarpi um leigubifreiðaakstur. Fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa og stöðvarskylda er á meðal þess sem er afnumið í þessu nýja frumvarpi. Er það tilkomið vegna athugasemda eftirlitsstofnunar EFTA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaði hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. Margir hafa kallað eftir því að farveitur líkt og Uber og Lyft verði gert kleift að starfa hér á landi. Til að panta slíka bíla þarf að sækja app og setja upp reikning með greiðslukortanúmeri. Appið gefur upp hversu margir bílar eru lausir nálægt viðskiptavininum. Hefur slíkt fyrirkomulag notið mikilla vinsælda en ekki náð fótfestu hér á landi sökum aðgangshindrana. Samtök atvinnulífsins hefðu viljað ganga lengra en gert er í frumvarpinu.Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins.„Þetta eru jákvæð og góð skref en mætti ganga lengra. Þó það sé verið að afnema þetta skrýtna kerfi með fjöldatakmörkunum sem við búum við í dag er samt gert ráð fyrir tveimur mismunandi tegundum af leyfum og krafa um löggilda gjaldmæla. Þetta er óþarflega strangt en vissulega jákvætt,“ segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnisfærnisviðs Samtaka atvinnulífsins. Að mati Davíðs ætti að nægja að vera með hreint sakavottorð, ökuleyfi og að starfsemin sé skráð hjá skattayfirvöldum. Það yrði til bóta fyrir neytendur að fá fjölbreyttari starfsemi hingað. „Þjónustan myndi batna, verðið yrði lægra, öryggið myndi batna. Þetta myndi skipta miklu máli fyrir ferðaþjónustuna. Margir ferðamenn fá mjög neikvæða upplifun af komunni hingað vegna þess hve dýrir og óaðgengilegir leigubílar eru.“ Með farveitunum sé allt skráð með hverjum farþegum ferðast og hvert. „Ef þú stígur upp í leigubíl niður í bæ veit enginn í hvaða bíl þú fórst eða hvernig. Það er miklu auðveldara að rekja þetta með farveitunum heldur en leigubílunum.“ Alþingi Leigubílar Samgöngur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins telur að ganga hefði mátt lengra við að leyfa farveitum á borð við Uber og Lyft að starfa hér á landi í nýju frumvarpi um leigubifreiðaakstur. Fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa og stöðvarskylda er á meðal þess sem er afnumið í þessu nýja frumvarpi. Er það tilkomið vegna athugasemda eftirlitsstofnunar EFTA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaði hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. Margir hafa kallað eftir því að farveitur líkt og Uber og Lyft verði gert kleift að starfa hér á landi. Til að panta slíka bíla þarf að sækja app og setja upp reikning með greiðslukortanúmeri. Appið gefur upp hversu margir bílar eru lausir nálægt viðskiptavininum. Hefur slíkt fyrirkomulag notið mikilla vinsælda en ekki náð fótfestu hér á landi sökum aðgangshindrana. Samtök atvinnulífsins hefðu viljað ganga lengra en gert er í frumvarpinu.Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins.„Þetta eru jákvæð og góð skref en mætti ganga lengra. Þó það sé verið að afnema þetta skrýtna kerfi með fjöldatakmörkunum sem við búum við í dag er samt gert ráð fyrir tveimur mismunandi tegundum af leyfum og krafa um löggilda gjaldmæla. Þetta er óþarflega strangt en vissulega jákvætt,“ segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnisfærnisviðs Samtaka atvinnulífsins. Að mati Davíðs ætti að nægja að vera með hreint sakavottorð, ökuleyfi og að starfsemin sé skráð hjá skattayfirvöldum. Það yrði til bóta fyrir neytendur að fá fjölbreyttari starfsemi hingað. „Þjónustan myndi batna, verðið yrði lægra, öryggið myndi batna. Þetta myndi skipta miklu máli fyrir ferðaþjónustuna. Margir ferðamenn fá mjög neikvæða upplifun af komunni hingað vegna þess hve dýrir og óaðgengilegir leigubílar eru.“ Með farveitunum sé allt skráð með hverjum farþegum ferðast og hvert. „Ef þú stígur upp í leigubíl niður í bæ veit enginn í hvaða bíl þú fórst eða hvernig. Það er miklu auðveldara að rekja þetta með farveitunum heldur en leigubílunum.“
Alþingi Leigubílar Samgöngur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira