Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Erla Björg Gunnarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 30. nóvember 2019 12:57 Auður Björg Jónsdóttir, nefndarmaður í mannanafnanefnd, tekur ekki vel í nýjar tillögur dómsmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. Áform dómsmálaráðherra um nýja mannanafnafrumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur meðal annars fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd.Upptaka ættarnafna leyfð Með nýjum lögum yrði upptaka ættarnafna leyfð og ekki krafist þess að nöfn hafi eignarfallsendingu eða að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli. Einnig yrðu reglur um að nafn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi afnumdar. Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður er einn þriggja nefndarmanna í mannanafnanefnd. Hún segist ekki búin að ræða málið við aðra nefndarmenn. „Mín persónulega skoðun er sú að íslensk nöfn eigi að vera í samræmi við íslenskar málvenjur og í samræmi við íslenska stafsetningu, og við erum með reglur um hvernig við stafsetjum allt í íslenskri tungu og af hverju ættu mannanöfn að vera þar undanskilin?“ Auður tekur dæmi um stafi sem eru ekki séríslenskir, hvort Svanhvít mætti þá vera skrifað með tvöföldu V-i og Sesar með C-i í stað þess að nota íslenska stafi.Komi til móts við vilja fólksins Í áformum um frumvarpið kemur fram að með því að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari sé verið að koma til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn. „Það sé vilji fólksins en er þetta í alvöru vilji fólksins því þar sem ég kem niður þar er fólk yfirleitt hlynnt mannanafnanefnd svo það kannski heyrist mest í þeim fáu sem eru óánægðir.“ Auður segir meirihluta nafna fara í gegnum nefndina og hún sé meira að segja sveigjanlegri en nefnd um hestanöfn.Segir þörf á ríkri íslenskukunnáttu Þjóðskrá Íslands mun, samkvæmt frumvarpinu, taka ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna í stað mannanafnanefndar. „Í nefndinni eru tveir íslenskufræðingar, virkilega færir, og ég get bara fullyrt að þegar koma upp erfið mál sem snúa að íslenskunni þá er það aðeins á valdi þeirra og manna með þeirra sambærilegu menntun að leysa úr þeim. Almennur starfsmaður hjá Þjóðskrá hefur ekki íslenskukunnáttu þar um,“ segir Auður Björg. Hún bendir á að mikið sé lagt upp úr því hjá stjórnvöldum að standa vörð um íslenska tungu og því skjóti þetta skökku við. „Mér finnst þetta allavega ekki vera skref í rétta átt ef við hugsum það út frá þessu sjónarmiði að standa vörð um íslenska tungu, þá getum við ekki bæði sleppt og haldið,“ segir Auður Björg Jónsdóttir, nefndarmaður í mannanafnanefnd. Alþingi Mannanöfn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. Áform dómsmálaráðherra um nýja mannanafnafrumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur meðal annars fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd.Upptaka ættarnafna leyfð Með nýjum lögum yrði upptaka ættarnafna leyfð og ekki krafist þess að nöfn hafi eignarfallsendingu eða að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli. Einnig yrðu reglur um að nafn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi afnumdar. Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður er einn þriggja nefndarmanna í mannanafnanefnd. Hún segist ekki búin að ræða málið við aðra nefndarmenn. „Mín persónulega skoðun er sú að íslensk nöfn eigi að vera í samræmi við íslenskar málvenjur og í samræmi við íslenska stafsetningu, og við erum með reglur um hvernig við stafsetjum allt í íslenskri tungu og af hverju ættu mannanöfn að vera þar undanskilin?“ Auður tekur dæmi um stafi sem eru ekki séríslenskir, hvort Svanhvít mætti þá vera skrifað með tvöföldu V-i og Sesar með C-i í stað þess að nota íslenska stafi.Komi til móts við vilja fólksins Í áformum um frumvarpið kemur fram að með því að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari sé verið að koma til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn. „Það sé vilji fólksins en er þetta í alvöru vilji fólksins því þar sem ég kem niður þar er fólk yfirleitt hlynnt mannanafnanefnd svo það kannski heyrist mest í þeim fáu sem eru óánægðir.“ Auður segir meirihluta nafna fara í gegnum nefndina og hún sé meira að segja sveigjanlegri en nefnd um hestanöfn.Segir þörf á ríkri íslenskukunnáttu Þjóðskrá Íslands mun, samkvæmt frumvarpinu, taka ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna í stað mannanafnanefndar. „Í nefndinni eru tveir íslenskufræðingar, virkilega færir, og ég get bara fullyrt að þegar koma upp erfið mál sem snúa að íslenskunni þá er það aðeins á valdi þeirra og manna með þeirra sambærilegu menntun að leysa úr þeim. Almennur starfsmaður hjá Þjóðskrá hefur ekki íslenskukunnáttu þar um,“ segir Auður Björg. Hún bendir á að mikið sé lagt upp úr því hjá stjórnvöldum að standa vörð um íslenska tungu og því skjóti þetta skökku við. „Mér finnst þetta allavega ekki vera skref í rétta átt ef við hugsum það út frá þessu sjónarmiði að standa vörð um íslenska tungu, þá getum við ekki bæði sleppt og haldið,“ segir Auður Björg Jónsdóttir, nefndarmaður í mannanafnanefnd.
Alþingi Mannanöfn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira