Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 30. nóvember 2019 09:00 Í umsögn Afstöðu kemur fram að langt leiddir vímuefnaneytendur sprauti sig með óþekktum efnum í fangelsum. Mynd/Fréttablaðið Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Gangurinn verði aðskilinn frá öðrum göngum fangelsisins og að engin samskipti séu á milli þeirra fanga sem eru verst settir og þeirra sem „eygja von um betra líf“. Þetta kemur fram í umsögn Afstöðu um frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Í umsögninni er vikið að fíkniefnafaraldri í fangelsum landsins og að nær mánaðarlega þurfi að flytja fanga á sjúkrahús vegna vímuefnaneyslu. Í því samhengi er sérstaklega minnst á fíkniefnið spice. Nýlega var fjallað um spice í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem það er sagt eitt erfiðasta vímuefnið sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við en í lok sumars lést fangi á Litla-Hrauni eftir að hafa neytt mikils magns efnisins. Í umsögn Afstöðu kemur fram að langt leiddir fíkniefnaneytendur í fangelsum sprauti sig með óþekktum efnum, stingi í sig skítugum nálum og verði þeir uppvísir að því að vera með vímuefni á sér bíði þeirra þung refsing. „Það er ekki öfundsvert að vera sjúklingur í fangelsi og með breytingum á frumvarpi þessu gæti velferðarnefnd gert líf þeirra verst settu örlítið bærilegra.“ Afstaða telur frumvarpið jákvætt skref og að neytendur vímuefna séu í flestum tilvikum ekki afbrotamenn heldur sjúklingar, því séu þeir viðfangsefni heilbrigðiskerfisins frekar en refsivörslukerfisins. „Það hefur enda sýnt sig að þessir sjúklingar koma ósjaldan í verra ástandi út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun í fangelsi og refsingar fyrir neyslu vímuefna því til þess fallnar að skaða þá einstaklinga frekar sem fallið hafa í fen fíknarinnar. Engu að síður eru langt leiddir fíkniefnaneytendur fangelsaðir og nota í afplánun oft og tíðum verulega hættuleg efni til þess eins að reyna að komast í vímuástand.“ Frumvarpið, sem kveður á um sérstök neyslurými þar sem notendur vímuefna geta neytt vímuefna með öruggari hætti með tilliti til hreinlætis og sýklavarna undir eftirliti starfsfólks, er til meðferðar í velferðarnefnd í annað sinn en því var vísað aftur til ríkisstjórnarinnar á síðasta þingi til lagfæringar vegna athugasemda frá lögreglu og ákæruvaldi. Þrettán umsagnir hafa borist, flestar jákvæðar. Nokkur sveitarfélög hafa veitt umsögn og lýsa stuðningi við hugmyndina en telja ýmist fjármögnun neyslurýma óljósa samkvæmt frumvarpinu eða mælast til þess að rekstur neyslurýma verði á forræði ríkis en ekki sveitarfélaga enda sé um heilbrigðisþjónustu að ræða. Hvorki hafa borist umsagnir frá lögreglu né ákæruvaldi en frumvarpið var lagfært í samráði við fulltrúa refsivörslukerfisins áður en það var lagt fram að nýju í haust. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Gangurinn verði aðskilinn frá öðrum göngum fangelsisins og að engin samskipti séu á milli þeirra fanga sem eru verst settir og þeirra sem „eygja von um betra líf“. Þetta kemur fram í umsögn Afstöðu um frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Í umsögninni er vikið að fíkniefnafaraldri í fangelsum landsins og að nær mánaðarlega þurfi að flytja fanga á sjúkrahús vegna vímuefnaneyslu. Í því samhengi er sérstaklega minnst á fíkniefnið spice. Nýlega var fjallað um spice í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem það er sagt eitt erfiðasta vímuefnið sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við en í lok sumars lést fangi á Litla-Hrauni eftir að hafa neytt mikils magns efnisins. Í umsögn Afstöðu kemur fram að langt leiddir fíkniefnaneytendur í fangelsum sprauti sig með óþekktum efnum, stingi í sig skítugum nálum og verði þeir uppvísir að því að vera með vímuefni á sér bíði þeirra þung refsing. „Það er ekki öfundsvert að vera sjúklingur í fangelsi og með breytingum á frumvarpi þessu gæti velferðarnefnd gert líf þeirra verst settu örlítið bærilegra.“ Afstaða telur frumvarpið jákvætt skref og að neytendur vímuefna séu í flestum tilvikum ekki afbrotamenn heldur sjúklingar, því séu þeir viðfangsefni heilbrigðiskerfisins frekar en refsivörslukerfisins. „Það hefur enda sýnt sig að þessir sjúklingar koma ósjaldan í verra ástandi út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun í fangelsi og refsingar fyrir neyslu vímuefna því til þess fallnar að skaða þá einstaklinga frekar sem fallið hafa í fen fíknarinnar. Engu að síður eru langt leiddir fíkniefnaneytendur fangelsaðir og nota í afplánun oft og tíðum verulega hættuleg efni til þess eins að reyna að komast í vímuástand.“ Frumvarpið, sem kveður á um sérstök neyslurými þar sem notendur vímuefna geta neytt vímuefna með öruggari hætti með tilliti til hreinlætis og sýklavarna undir eftirliti starfsfólks, er til meðferðar í velferðarnefnd í annað sinn en því var vísað aftur til ríkisstjórnarinnar á síðasta þingi til lagfæringar vegna athugasemda frá lögreglu og ákæruvaldi. Þrettán umsagnir hafa borist, flestar jákvæðar. Nokkur sveitarfélög hafa veitt umsögn og lýsa stuðningi við hugmyndina en telja ýmist fjármögnun neyslurýma óljósa samkvæmt frumvarpinu eða mælast til þess að rekstur neyslurýma verði á forræði ríkis en ekki sveitarfélaga enda sé um heilbrigðisþjónustu að ræða. Hvorki hafa borist umsagnir frá lögreglu né ákæruvaldi en frumvarpið var lagfært í samráði við fulltrúa refsivörslukerfisins áður en það var lagt fram að nýju í haust.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30
Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15