Hírðist í tjaldi á Íslandi og hnuplaði mat Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. nóvember 2019 08:00 McCann náði að borga bókasafnsskuldir sínar á Íslandi. Vísir/getty Skoski leikarinn Rory McCann, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Hundurinn“, Sandor Clegane, í þáttunum um Krúnuleikana, bjó í tjaldi á Íslandi og stal sér til matar. McCann var nýlega í viðtali í tengslum við þættina og ræddi þar veru sína hér. „Ég bjó í tjaldi, bókstaflega í tjaldi, og stal mér til matar endrum og sinnum,“ sagði McCann í þættinum Game of Thrones Reunion Special, þar sem margir leikarar úr þáttaröðinni vinsælu voru í viðtali hjá spjallþáttarstjórnandanum Conan O’Brian. Þetta var árið 2006, en McCann kom þá um haustið, ásamt stórleikaranum Gerard Butler, til að vera viðstaddur frumsýningu á kvikmynd byggðri á Bjólfskviðu. McCann lék lítið hlutverk í þeirri mynd og var ekki stórt nafn í skemmtanabransanum yfir höfuð. Flæktist hann um heiminn og tók að sér hlutverk hér og þar. Hann frestaði heimferð í sífellu og ákvað loksins að setjast hér að. „Ég fékk engin hlutverk á þessum tíma þannig að ég bað umboðsmann minn að hringja ef eitthvað myndi gerast, en það gerðist ekkert þannig að ég var áfram á Íslandi.“ Hann kunni vel við land, þjóð, rokið og rigninguna. Hentaði það grófum persónuleika hans einkar vel. Endaði hann á að búa hérna í tæpt ár en var atvinnulaus og blásnauður. Hann missti loks húsnæðið. „Það var að koma vetur og heimamenn sögðu mér að ég væri sá eini á allri eyjunni sem byggi í tjaldi. Þeir hjálpuðu mér svo að finna annað húsnæði og ég fékk vinnu sem smiður,“ sagði McCann. „Að lokum fékk ég aftur vinnu sem leikari og náði að koma mér aftur á strik,“ sagði McCann. „Allt í einu er verið að keyra mig um í drossíu og ég kominn í bestu þáttaröð heims. Þetta sýnir hvernig örlögin geta breyst. Ótrúlegt.“ Eins og flestir vita voru mörg atriði þáttanna tekin upp á Íslandi, á Þingvöllum, Snæfellsjökli, við Mývatn, Jökulsárlón, Reynisfjöru og víðar. „Ég náði að fara aftur til Íslands og borga bókasafnsskuldirnar mínar.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Game of Thrones Íslandsvinir Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
Skoski leikarinn Rory McCann, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Hundurinn“, Sandor Clegane, í þáttunum um Krúnuleikana, bjó í tjaldi á Íslandi og stal sér til matar. McCann var nýlega í viðtali í tengslum við þættina og ræddi þar veru sína hér. „Ég bjó í tjaldi, bókstaflega í tjaldi, og stal mér til matar endrum og sinnum,“ sagði McCann í þættinum Game of Thrones Reunion Special, þar sem margir leikarar úr þáttaröðinni vinsælu voru í viðtali hjá spjallþáttarstjórnandanum Conan O’Brian. Þetta var árið 2006, en McCann kom þá um haustið, ásamt stórleikaranum Gerard Butler, til að vera viðstaddur frumsýningu á kvikmynd byggðri á Bjólfskviðu. McCann lék lítið hlutverk í þeirri mynd og var ekki stórt nafn í skemmtanabransanum yfir höfuð. Flæktist hann um heiminn og tók að sér hlutverk hér og þar. Hann frestaði heimferð í sífellu og ákvað loksins að setjast hér að. „Ég fékk engin hlutverk á þessum tíma þannig að ég bað umboðsmann minn að hringja ef eitthvað myndi gerast, en það gerðist ekkert þannig að ég var áfram á Íslandi.“ Hann kunni vel við land, þjóð, rokið og rigninguna. Hentaði það grófum persónuleika hans einkar vel. Endaði hann á að búa hérna í tæpt ár en var atvinnulaus og blásnauður. Hann missti loks húsnæðið. „Það var að koma vetur og heimamenn sögðu mér að ég væri sá eini á allri eyjunni sem byggi í tjaldi. Þeir hjálpuðu mér svo að finna annað húsnæði og ég fékk vinnu sem smiður,“ sagði McCann. „Að lokum fékk ég aftur vinnu sem leikari og náði að koma mér aftur á strik,“ sagði McCann. „Allt í einu er verið að keyra mig um í drossíu og ég kominn í bestu þáttaröð heims. Þetta sýnir hvernig örlögin geta breyst. Ótrúlegt.“ Eins og flestir vita voru mörg atriði þáttanna tekin upp á Íslandi, á Þingvöllum, Snæfellsjökli, við Mývatn, Jökulsárlón, Reynisfjöru og víðar. „Ég náði að fara aftur til Íslands og borga bókasafnsskuldirnar mínar.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Game of Thrones Íslandsvinir Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira