Landhelgisgæsla Íslands hvetur eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum að huga sérstaklega að þeim við þær veðuraðstæður sem skapast geta á næstu dögum vegna vonskuveðurs sem spáð er.
Í tilkynningu frá gæslunni segir að hin slæma veðurspá sé samhliða samhliða stækkandi straumi, en stórstreymt verður á föstudaginn.
Stormviðvörun er í gildi fyrir öll spásvæði á miðum og djúpum umhverfis landið. Á morgun og á miðvikudag er gert ráð fyrir norðan roki og sums staðar ofsaveðri. Þá gera útreikningar öldulíkana ráð fyrir mikilli ölduhæð norðan við landið.
Bendir Landhelgisgæslan á að öldu- og vindáhlaðandi, samfara þeim lága loftþrýstingi sem spáð er, geti bætt talsvert við sjávarhæð í höfnum umfram það sem útreiknaðar sjávarfallatöflur gefa til kynna, sérstaklega þar sem vindur stendur á land.
Eru eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum því hvattir til að huga að þeim við þessar aðstæður.
Eigendur skipa og báta hugi sérstaklega að þeim vegna veðurs

Tengdar fréttir

Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012
Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum.

Útiloka ekki rauða viðvörun og undirbúa viðbrögð við að „allt fari í skrúfuna“
Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef "allt fari í skrúfuna“

Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum
Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið.

Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring
Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun.