Erfitt að horfa upp á fangana í neyslu Spice Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 9. desember 2019 06:30 Kallað var til fundar fangelsismálayfirvalda og Landlæknis um mikla neyslu Spice í fangelsum landsins í vikunni. Fangelsismálastjóri hefur þungar áhyggjur af faraldri í notkun fíkniefnisins í fangelsum. Fangelsismálayfirvöld hafa um nokkurt skeið haft áhyggjur af fíkniefninu Spice sem hefur fundist reglulega innan veggja fangelsanna. „Það eru mjög margir í vondu ástandi. Efnið er lyktarlaust. Það fer mjög lítið fyrir því. Eitt gramm af þessu efni getur skapað tvö til fjögur hundruð skammta. Þannig að það er ákaflega erfitt að eiga við þetta og það myndast gríðarleg fíkn í efnið. Við erum að berjast við þetta á öllum vígstöðvum. Bæði með aðstoð annarra stjórnvalda og leita til allra hagsmunaaðila sem að þessu tengjast. Það er okkar verkefni að tryggja að okkur mönnum líði ekki illa og séu ekki í neyslu í fangelsunum og við munum gera það áfram," segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Lögreglan á Suðurlandi hefur ákært nokkra fanga á árinu fyrir vörslur eða dreyfingu á fíkniefninu Spicefréttablaðið/eyþór Í vikunni funduðu starfsmenn Landlæknisembættisins og fangelsismálayfirvalda um stöðuna. Páll segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til að stemma stigu við neyslunni. „Stundum eru þetta tíu fangar í einu í neyslu. Við höfum gripið til ýmissa ráðstafana. Við erum búin að opna öryggisgang þar sem að við vistum þá sem eru verst staddir. Reynum svo að hjálpa þeim út úr þessu þegar það rennur af þeim. Svo erum við að reyna að greina hverjir bera ábyrgð á dreifingu þessara efna og bregðast við og leita auðvitað endalaust en þetta er mjög erfitt vegna þess að þetta efni hefur mjög slæm áhrif og fíknin er gríðarlega sterk," segir Páll „Þegar þeir eru undir ábyrgðum þessa þá er ekkert hægt að ná sambandi við þá. Það er erfitt að horfa upp á þetta.“ Fangelsismál Fíkn Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 6. desember 2019 20:30 Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins. 30. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Kallað var til fundar fangelsismálayfirvalda og Landlæknis um mikla neyslu Spice í fangelsum landsins í vikunni. Fangelsismálastjóri hefur þungar áhyggjur af faraldri í notkun fíkniefnisins í fangelsum. Fangelsismálayfirvöld hafa um nokkurt skeið haft áhyggjur af fíkniefninu Spice sem hefur fundist reglulega innan veggja fangelsanna. „Það eru mjög margir í vondu ástandi. Efnið er lyktarlaust. Það fer mjög lítið fyrir því. Eitt gramm af þessu efni getur skapað tvö til fjögur hundruð skammta. Þannig að það er ákaflega erfitt að eiga við þetta og það myndast gríðarleg fíkn í efnið. Við erum að berjast við þetta á öllum vígstöðvum. Bæði með aðstoð annarra stjórnvalda og leita til allra hagsmunaaðila sem að þessu tengjast. Það er okkar verkefni að tryggja að okkur mönnum líði ekki illa og séu ekki í neyslu í fangelsunum og við munum gera það áfram," segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Lögreglan á Suðurlandi hefur ákært nokkra fanga á árinu fyrir vörslur eða dreyfingu á fíkniefninu Spicefréttablaðið/eyþór Í vikunni funduðu starfsmenn Landlæknisembættisins og fangelsismálayfirvalda um stöðuna. Páll segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til að stemma stigu við neyslunni. „Stundum eru þetta tíu fangar í einu í neyslu. Við höfum gripið til ýmissa ráðstafana. Við erum búin að opna öryggisgang þar sem að við vistum þá sem eru verst staddir. Reynum svo að hjálpa þeim út úr þessu þegar það rennur af þeim. Svo erum við að reyna að greina hverjir bera ábyrgð á dreifingu þessara efna og bregðast við og leita auðvitað endalaust en þetta er mjög erfitt vegna þess að þetta efni hefur mjög slæm áhrif og fíknin er gríðarlega sterk," segir Páll „Þegar þeir eru undir ábyrgðum þessa þá er ekkert hægt að ná sambandi við þá. Það er erfitt að horfa upp á þetta.“
Fangelsismál Fíkn Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 6. desember 2019 20:30 Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins. 30. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30
Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15
Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 6. desember 2019 20:30
Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins. 30. nóvember 2019 09:00