Erfitt að horfa upp á fangana í neyslu Spice Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 9. desember 2019 06:30 Kallað var til fundar fangelsismálayfirvalda og Landlæknis um mikla neyslu Spice í fangelsum landsins í vikunni. Fangelsismálastjóri hefur þungar áhyggjur af faraldri í notkun fíkniefnisins í fangelsum. Fangelsismálayfirvöld hafa um nokkurt skeið haft áhyggjur af fíkniefninu Spice sem hefur fundist reglulega innan veggja fangelsanna. „Það eru mjög margir í vondu ástandi. Efnið er lyktarlaust. Það fer mjög lítið fyrir því. Eitt gramm af þessu efni getur skapað tvö til fjögur hundruð skammta. Þannig að það er ákaflega erfitt að eiga við þetta og það myndast gríðarleg fíkn í efnið. Við erum að berjast við þetta á öllum vígstöðvum. Bæði með aðstoð annarra stjórnvalda og leita til allra hagsmunaaðila sem að þessu tengjast. Það er okkar verkefni að tryggja að okkur mönnum líði ekki illa og séu ekki í neyslu í fangelsunum og við munum gera það áfram," segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Lögreglan á Suðurlandi hefur ákært nokkra fanga á árinu fyrir vörslur eða dreyfingu á fíkniefninu Spicefréttablaðið/eyþór Í vikunni funduðu starfsmenn Landlæknisembættisins og fangelsismálayfirvalda um stöðuna. Páll segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til að stemma stigu við neyslunni. „Stundum eru þetta tíu fangar í einu í neyslu. Við höfum gripið til ýmissa ráðstafana. Við erum búin að opna öryggisgang þar sem að við vistum þá sem eru verst staddir. Reynum svo að hjálpa þeim út úr þessu þegar það rennur af þeim. Svo erum við að reyna að greina hverjir bera ábyrgð á dreifingu þessara efna og bregðast við og leita auðvitað endalaust en þetta er mjög erfitt vegna þess að þetta efni hefur mjög slæm áhrif og fíknin er gríðarlega sterk," segir Páll „Þegar þeir eru undir ábyrgðum þessa þá er ekkert hægt að ná sambandi við þá. Það er erfitt að horfa upp á þetta.“ Fangelsismál Fíkn Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 6. desember 2019 20:30 Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins. 30. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Kallað var til fundar fangelsismálayfirvalda og Landlæknis um mikla neyslu Spice í fangelsum landsins í vikunni. Fangelsismálastjóri hefur þungar áhyggjur af faraldri í notkun fíkniefnisins í fangelsum. Fangelsismálayfirvöld hafa um nokkurt skeið haft áhyggjur af fíkniefninu Spice sem hefur fundist reglulega innan veggja fangelsanna. „Það eru mjög margir í vondu ástandi. Efnið er lyktarlaust. Það fer mjög lítið fyrir því. Eitt gramm af þessu efni getur skapað tvö til fjögur hundruð skammta. Þannig að það er ákaflega erfitt að eiga við þetta og það myndast gríðarleg fíkn í efnið. Við erum að berjast við þetta á öllum vígstöðvum. Bæði með aðstoð annarra stjórnvalda og leita til allra hagsmunaaðila sem að þessu tengjast. Það er okkar verkefni að tryggja að okkur mönnum líði ekki illa og séu ekki í neyslu í fangelsunum og við munum gera það áfram," segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Lögreglan á Suðurlandi hefur ákært nokkra fanga á árinu fyrir vörslur eða dreyfingu á fíkniefninu Spicefréttablaðið/eyþór Í vikunni funduðu starfsmenn Landlæknisembættisins og fangelsismálayfirvalda um stöðuna. Páll segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til að stemma stigu við neyslunni. „Stundum eru þetta tíu fangar í einu í neyslu. Við höfum gripið til ýmissa ráðstafana. Við erum búin að opna öryggisgang þar sem að við vistum þá sem eru verst staddir. Reynum svo að hjálpa þeim út úr þessu þegar það rennur af þeim. Svo erum við að reyna að greina hverjir bera ábyrgð á dreifingu þessara efna og bregðast við og leita auðvitað endalaust en þetta er mjög erfitt vegna þess að þetta efni hefur mjög slæm áhrif og fíknin er gríðarlega sterk," segir Páll „Þegar þeir eru undir ábyrgðum þessa þá er ekkert hægt að ná sambandi við þá. Það er erfitt að horfa upp á þetta.“
Fangelsismál Fíkn Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 6. desember 2019 20:30 Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins. 30. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30
Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15
Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 6. desember 2019 20:30
Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins. 30. nóvember 2019 09:00