Íslenska fjölskyldan í Noregi: Missti andann, sá ekki neitt og rétt komst út Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. desember 2019 19:13 Íslenskt par og tvær ungar dætur þeirra sluppu naumlega þegar eldur kom upp á heimili þeirra í suðurhluta Noregs. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum. Eldurinn kom upp í húsi fjölskyldunnar sem býr í Hallingby í Noregi, aðfararnótt föstudags. Sigurður Aðalgeirsson og unnusta hans Hólfríður Guðmundsdóttir voru þá ásamt dætrum sínum, sem eru sex og fjögurra ára, sofandi í húsinu. Húsið var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.Vísir/Per M. HaakenstadMissti andann og sá ekki neitt „Svo vakna ég um þrjú leitið og fannst ég heyra eitthvað skrítið hljóð,“ segir Sigurður. Hann segir að til allrar mildi hafi dætur þeirra verið með foreldrum sínum í herbergi þessa nóttina. Hann hafi litið út um gluggann og séð að mikill eldur væri á verönd og klæðningu hússins. Hann vakti fjölskylduna til þess að koma þeim út. Á leiðinni reyndu þau að gripa með sér persónulega muni en það var of seint, rúður voru farnar að springa og eldur og reykur kominn inn í húsið. Fjölskyldin komst naumlega komist út á náttfötunum. Sigurður segist hafa gert tilraun til þess að fara inn í húsið aftur. „Svo hljóp ég bara aftur inn. Ég komst bara nokkra metra og þá bara missti ég andann og sá ekki neitt. Það bara hvarf allt og ég rétt slapp bara, segir Sigurður.Sigurður Aðalgeirsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær hafa verið búsett í Noregi frá 2015.AðsendÆttingar og vinir opna styrktarreikning fyrir fjölskylduna svo hún komi undir sig fótunum Sigurður og Hólmfríður segja það vera hræðilega tilfinningu að hafa horft á aleigu sína fuðra upp í eldinum. Þau segja að samhugurinn hjá vinum og ættingjum í Noregi og á Íslandi sé mikill og að þau hafi strax fengið aðstoð. Það fór strax í gang söfnun í skólanum hjá stelpunum, í háskólanum og í skólanum sem ég er að vinna í,“ segir Hólmfríður. „Við fengum bara samdægurs föt, úlpu og skó á krakkana. það var gríðarlega gott að komast í föt. við fórum þegar að þetta var búið þá keyrðum við í burtu þegar lögreglan bar búin að tala við okkur og sjúkraliðinn sagði að allt væri í góðu, að þá keyrðum við beint upp á hótel og þar erum við núna,“ segir Sigurður. Mikinn tíma tók fyrir slökkvilið að berjast við eldinn.Vísir/Per M. HaakenstadÖðruvísi jól framundan Fjölskyldan segir að jólin í ár verði öðruvísi en áður. Þau hafi sem betur fer verið búin að kaupa flugmiða til Íslands og munu því eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar. Ættingjar og vinir þeirra bæði hér heima og í Noregi hafa efnt til söfnunar til þess að aðstoða fjölskylduna við að koma undir sig fótunum aftur og fá finna upplýsingar um það á Facebook. Eldsupptök eru ókunn og er málið til rannsóknar hjá Lögreglunni í Noregi.Upplýsingar um styrktarreikning:Banki: 0140-26-1144KT: 030787-2939Hús fjölskyldunnar í Hallingby í Noregi, fyrir brunann.Vísir/Aðsend Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Íslensk fjölskylda missti aleiguna í bruna í Noregi Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær. 7. desember 2019 22:08 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Íslenskt par og tvær ungar dætur þeirra sluppu naumlega þegar eldur kom upp á heimili þeirra í suðurhluta Noregs. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum. Eldurinn kom upp í húsi fjölskyldunnar sem býr í Hallingby í Noregi, aðfararnótt föstudags. Sigurður Aðalgeirsson og unnusta hans Hólfríður Guðmundsdóttir voru þá ásamt dætrum sínum, sem eru sex og fjögurra ára, sofandi í húsinu. Húsið var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.Vísir/Per M. HaakenstadMissti andann og sá ekki neitt „Svo vakna ég um þrjú leitið og fannst ég heyra eitthvað skrítið hljóð,“ segir Sigurður. Hann segir að til allrar mildi hafi dætur þeirra verið með foreldrum sínum í herbergi þessa nóttina. Hann hafi litið út um gluggann og séð að mikill eldur væri á verönd og klæðningu hússins. Hann vakti fjölskylduna til þess að koma þeim út. Á leiðinni reyndu þau að gripa með sér persónulega muni en það var of seint, rúður voru farnar að springa og eldur og reykur kominn inn í húsið. Fjölskyldin komst naumlega komist út á náttfötunum. Sigurður segist hafa gert tilraun til þess að fara inn í húsið aftur. „Svo hljóp ég bara aftur inn. Ég komst bara nokkra metra og þá bara missti ég andann og sá ekki neitt. Það bara hvarf allt og ég rétt slapp bara, segir Sigurður.Sigurður Aðalgeirsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær hafa verið búsett í Noregi frá 2015.AðsendÆttingar og vinir opna styrktarreikning fyrir fjölskylduna svo hún komi undir sig fótunum Sigurður og Hólmfríður segja það vera hræðilega tilfinningu að hafa horft á aleigu sína fuðra upp í eldinum. Þau segja að samhugurinn hjá vinum og ættingjum í Noregi og á Íslandi sé mikill og að þau hafi strax fengið aðstoð. Það fór strax í gang söfnun í skólanum hjá stelpunum, í háskólanum og í skólanum sem ég er að vinna í,“ segir Hólmfríður. „Við fengum bara samdægurs föt, úlpu og skó á krakkana. það var gríðarlega gott að komast í föt. við fórum þegar að þetta var búið þá keyrðum við í burtu þegar lögreglan bar búin að tala við okkur og sjúkraliðinn sagði að allt væri í góðu, að þá keyrðum við beint upp á hótel og þar erum við núna,“ segir Sigurður. Mikinn tíma tók fyrir slökkvilið að berjast við eldinn.Vísir/Per M. HaakenstadÖðruvísi jól framundan Fjölskyldan segir að jólin í ár verði öðruvísi en áður. Þau hafi sem betur fer verið búin að kaupa flugmiða til Íslands og munu því eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar. Ættingjar og vinir þeirra bæði hér heima og í Noregi hafa efnt til söfnunar til þess að aðstoða fjölskylduna við að koma undir sig fótunum aftur og fá finna upplýsingar um það á Facebook. Eldsupptök eru ókunn og er málið til rannsóknar hjá Lögreglunni í Noregi.Upplýsingar um styrktarreikning:Banki: 0140-26-1144KT: 030787-2939Hús fjölskyldunnar í Hallingby í Noregi, fyrir brunann.Vísir/Aðsend
Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Íslensk fjölskylda missti aleiguna í bruna í Noregi Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær. 7. desember 2019 22:08 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Íslensk fjölskylda missti aleiguna í bruna í Noregi Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær. 7. desember 2019 22:08