Saka hvort annað um að misskilja málið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2019 18:11 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Birgir Ármannsson þingmenn virðast misskilja hvort annað. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis lagði fram tillögu í nefndinni fyrir helgi um að nefndin láti fara fram frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja og samþykktu tveir aðrir nefndarmenn tillöguna sem nægir til að hún fari í gegn. „Það fer ekki saman hljóð og mynd í þessu máli. Þar sem ráðherra hefur sagt að hann ætli að láta meta hæfi sitt í öllum málum tengdum Samherja en svo eru allar þessar stóru ákvarðanir að fara í gegn og ráðherra segir á sama tíma að hann hafi aldrei látið meta hæfi sitt. Um er að ræða mál eins og Þegar sjávarútvegsráðherra er að ákveða hvernig hann á að bregðast við 12% kvótaþakinu, þegar hann er að ákveða reglugerðir, þegar hann er að semja frumvörp. Á öllum þessum tímapunktum á að fara fram mat á hæfi ef vitað er um hagsmunaárekstur,“ segir Þórhildur. Þórhildur segir að þó að sérfræðingar hafi komið fyrir nefndina til að fjalla um vinnubrögð sjávarútvegsráðherra hafi þeir ekki metið hæfi hans. „Þetta var almenn athugun og hún snerist ekki um hæfi Kristjáns þórs sjávarútvegsráðherra, það gerir frumkvæðisathugunin hins vegar,“ segir Þórhildur. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur þetta mál á villigötum. Sérfræðingar í stjórnsýslurétti sem hafi komið fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd hafi ekki dregið í efa almennt hæfi sjávarútvegsráðherra. „Ég held að beiðni þessara þingmanna á athugun á hæfi sjávarútvegsráðherra sé að einhverju leyti byggð á misskilningi. Ef menn eru að velta fyrir sér einhverjum einstökum ákvörðunum sjávarútvegsráðherra þá þurfa menn að benda á þær áður en lengra er haldið en eftir því sem mér skilst hefur það ekki verið svo í þessu tilviki. Það er augljóst að þrátt fyrir þessa beiðni sé komin fram á eftir að forma hana og ræða hvernig útfærslan á þessu verður,“ segir Birgir. Aðspurð um þessi ummæli svara Þórhildur Sunna: „Þessi ummæli þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins byggjast á misskilningi á um hvað þessi rannsókn á að snúast,“ segir Þórhildur. Píratar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis lagði fram tillögu í nefndinni fyrir helgi um að nefndin láti fara fram frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja og samþykktu tveir aðrir nefndarmenn tillöguna sem nægir til að hún fari í gegn. „Það fer ekki saman hljóð og mynd í þessu máli. Þar sem ráðherra hefur sagt að hann ætli að láta meta hæfi sitt í öllum málum tengdum Samherja en svo eru allar þessar stóru ákvarðanir að fara í gegn og ráðherra segir á sama tíma að hann hafi aldrei látið meta hæfi sitt. Um er að ræða mál eins og Þegar sjávarútvegsráðherra er að ákveða hvernig hann á að bregðast við 12% kvótaþakinu, þegar hann er að ákveða reglugerðir, þegar hann er að semja frumvörp. Á öllum þessum tímapunktum á að fara fram mat á hæfi ef vitað er um hagsmunaárekstur,“ segir Þórhildur. Þórhildur segir að þó að sérfræðingar hafi komið fyrir nefndina til að fjalla um vinnubrögð sjávarútvegsráðherra hafi þeir ekki metið hæfi hans. „Þetta var almenn athugun og hún snerist ekki um hæfi Kristjáns þórs sjávarútvegsráðherra, það gerir frumkvæðisathugunin hins vegar,“ segir Þórhildur. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur þetta mál á villigötum. Sérfræðingar í stjórnsýslurétti sem hafi komið fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd hafi ekki dregið í efa almennt hæfi sjávarútvegsráðherra. „Ég held að beiðni þessara þingmanna á athugun á hæfi sjávarútvegsráðherra sé að einhverju leyti byggð á misskilningi. Ef menn eru að velta fyrir sér einhverjum einstökum ákvörðunum sjávarútvegsráðherra þá þurfa menn að benda á þær áður en lengra er haldið en eftir því sem mér skilst hefur það ekki verið svo í þessu tilviki. Það er augljóst að þrátt fyrir þessa beiðni sé komin fram á eftir að forma hana og ræða hvernig útfærslan á þessu verður,“ segir Birgir. Aðspurð um þessi ummæli svara Þórhildur Sunna: „Þessi ummæli þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins byggjast á misskilningi á um hvað þessi rannsókn á að snúast,“ segir Þórhildur.
Píratar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira