Vertu fyrirmynd Signý Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2019 11:30 Hvað getur þú sem foreldri gert til að auka orðaforða og bæta lesskilning barnsins þíns. Já, ábyrgðin er okkar foreldra, ekki bara skólakerfisins. 1. Lestu fyrir barnið þitt (það er enginn of gamall til að láta lesa fyrir sig, ekki heldur 12 ára börn) eða hlustaðu á hljóðbók með barninu þínu. Spurðu út í söguna og spurðu út í smáatriðin og veltu upp ýmiss konar hugleiðingum. „Af hverju heldurðu að honum líði illa?“ „Hvernig var peysan á litinn?“ „Hvað hefði gerst ef þau hefðu ekki farið út í skóg?“ o.s.frv. 10-15 mínútur á dag gætu skipt meginmáli. Hvettu barnið þitt til að stoppa þig og spyrja út í orð sem það ekki skilur. Hvort sem þú ert að lesa fyrir barnið eða að tala við það. 2. Komdu upp reglubundnum spilastundum, t.d. einu sinni í viku. Mörg spil krefjast samskipta sem geta hjálpað barninu, fyrir utan þá staðreynd að í spilastundum felast gæðastundir. 3. Sýndu áhugamálum barnsins þíns áhuga. Spurðu um uppáhalds fótboltakonuna eða eftirlætis tónlistarmanninn. Spurðu út í tölvuleikinn. Fáðu barnið til að segja þér frá Youtube-myndbandinu sem það er að horfa á. Ekki gera þetta einu sinni, gerðu þetta á hverjum degi. 4. Og síðast en ekki síst. Vertu fyrirmynd. Leggðu frá þér símann, slökktu á sjónvarpinu og taktu upp bók.Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Hvað getur þú sem foreldri gert til að auka orðaforða og bæta lesskilning barnsins þíns. Já, ábyrgðin er okkar foreldra, ekki bara skólakerfisins. 1. Lestu fyrir barnið þitt (það er enginn of gamall til að láta lesa fyrir sig, ekki heldur 12 ára börn) eða hlustaðu á hljóðbók með barninu þínu. Spurðu út í söguna og spurðu út í smáatriðin og veltu upp ýmiss konar hugleiðingum. „Af hverju heldurðu að honum líði illa?“ „Hvernig var peysan á litinn?“ „Hvað hefði gerst ef þau hefðu ekki farið út í skóg?“ o.s.frv. 10-15 mínútur á dag gætu skipt meginmáli. Hvettu barnið þitt til að stoppa þig og spyrja út í orð sem það ekki skilur. Hvort sem þú ert að lesa fyrir barnið eða að tala við það. 2. Komdu upp reglubundnum spilastundum, t.d. einu sinni í viku. Mörg spil krefjast samskipta sem geta hjálpað barninu, fyrir utan þá staðreynd að í spilastundum felast gæðastundir. 3. Sýndu áhugamálum barnsins þíns áhuga. Spurðu um uppáhalds fótboltakonuna eða eftirlætis tónlistarmanninn. Spurðu út í tölvuleikinn. Fáðu barnið til að segja þér frá Youtube-myndbandinu sem það er að horfa á. Ekki gera þetta einu sinni, gerðu þetta á hverjum degi. 4. Og síðast en ekki síst. Vertu fyrirmynd. Leggðu frá þér símann, slökktu á sjónvarpinu og taktu upp bók.Höfundur er talmeinafræðingur.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar