Fjölmiðlafrumvarpið lagt fram á Alþingi Andri Eysteinsson skrifar 6. desember 2019 22:02 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag og hefur verið birt á vef Alþingis. Skammt er til jólahlés og hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagt það útilokað í sínum huga að klára málið fyrir jól. Samkvæmt starfsáætlun þingsins lýkur haustþingi 13.desember. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með því sé lagt til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur tímabundinn stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni.Segir í frumvarpinu að hlutfall endurgreiðslu skal að hámarki vera 18% af kostnaði sem fellur til við að afla fréttum. Þó skuli endurgreiðsla ekki nema hærri fjárhæð en 50 milljónum krónu til hvers umsækjanda. Í frumvarpi sem lagt var fyrir þing í vor var gert fyrir endurgreiðslu 25% af ákveðnum rekstrarhluta fjölmiðils, greint hafði verið frá því að endurgreiðslan í nýrri útgáfu frumvarpsins yrði 20%.„Við erum að efla fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi, fjölmiðlalæsi og þá lýðræðislegu umræðu sem fjölmiðlar tryggja. Þannig að ég er ánægð með framganginn og þetta er að komast í þinglega meðferð,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni. „Aðalatriðið er það að lögin taki gildi 1. janúar 2020,“ sagði Lilja. „Við getum afgreitt málið núna á þessu þingi með þessari gildistöku og ég legg mesta áherslu á það að allt sem við erum að gera í þessu að það sé gert í gagnsæju ferli og að fyrirsjáanleiki málsins sé skýr.“ Fjölmiðlafrumvarpinu var útbýtt á Alþingi fyrir sumarhlé í maí en gekk aldrei til fyrstu umræðu. Greint hefur verið frá því að takist ekki að ná sátt um málið fyrir jól komi til greina að taka málið alfarið af dagskrá en gert var ráð fyrir að lögin tækju gildi um áramót. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum Það veltur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvort fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, nái fram að ganga fyrir jól eða hvort hætt verður við löggjöfina að svo stöddu. 2. desember 2019 14:19 Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55 „Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45 Minni hluti stjórnarmála lagður fram Innan við helmingur boðaðra þingmála ríkisstjórnarinnar á haustþingi hefur verið lagður fram á Alþingi. Forsætisráðherra segir þingmálaskrána hafa verið metnaðarfulla en ráðherrar verið seinir í gang. Frestur til að leggja fram þingmál rennur út á morgun. 29. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag og hefur verið birt á vef Alþingis. Skammt er til jólahlés og hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagt það útilokað í sínum huga að klára málið fyrir jól. Samkvæmt starfsáætlun þingsins lýkur haustþingi 13.desember. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með því sé lagt til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur tímabundinn stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni.Segir í frumvarpinu að hlutfall endurgreiðslu skal að hámarki vera 18% af kostnaði sem fellur til við að afla fréttum. Þó skuli endurgreiðsla ekki nema hærri fjárhæð en 50 milljónum krónu til hvers umsækjanda. Í frumvarpi sem lagt var fyrir þing í vor var gert fyrir endurgreiðslu 25% af ákveðnum rekstrarhluta fjölmiðils, greint hafði verið frá því að endurgreiðslan í nýrri útgáfu frumvarpsins yrði 20%.„Við erum að efla fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi, fjölmiðlalæsi og þá lýðræðislegu umræðu sem fjölmiðlar tryggja. Þannig að ég er ánægð með framganginn og þetta er að komast í þinglega meðferð,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni. „Aðalatriðið er það að lögin taki gildi 1. janúar 2020,“ sagði Lilja. „Við getum afgreitt málið núna á þessu þingi með þessari gildistöku og ég legg mesta áherslu á það að allt sem við erum að gera í þessu að það sé gert í gagnsæju ferli og að fyrirsjáanleiki málsins sé skýr.“ Fjölmiðlafrumvarpinu var útbýtt á Alþingi fyrir sumarhlé í maí en gekk aldrei til fyrstu umræðu. Greint hefur verið frá því að takist ekki að ná sátt um málið fyrir jól komi til greina að taka málið alfarið af dagskrá en gert var ráð fyrir að lögin tækju gildi um áramót.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum Það veltur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvort fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, nái fram að ganga fyrir jól eða hvort hætt verður við löggjöfina að svo stöddu. 2. desember 2019 14:19 Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55 „Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45 Minni hluti stjórnarmála lagður fram Innan við helmingur boðaðra þingmála ríkisstjórnarinnar á haustþingi hefur verið lagður fram á Alþingi. Forsætisráðherra segir þingmálaskrána hafa verið metnaðarfulla en ráðherrar verið seinir í gang. Frestur til að leggja fram þingmál rennur út á morgun. 29. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum Það veltur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvort fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, nái fram að ganga fyrir jól eða hvort hætt verður við löggjöfina að svo stöddu. 2. desember 2019 14:19
Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55
„Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45
Minni hluti stjórnarmála lagður fram Innan við helmingur boðaðra þingmála ríkisstjórnarinnar á haustþingi hefur verið lagður fram á Alþingi. Forsætisráðherra segir þingmálaskrána hafa verið metnaðarfulla en ráðherrar verið seinir í gang. Frestur til að leggja fram þingmál rennur út á morgun. 29. nóvember 2019 06:30