Efling skorar á Ölgerðina að stytta vinnuviku allra Andri Eysteinsson skrifar 6. desember 2019 17:39 Sólveig Anna skoraði á Ölgerðina í bréfi til forstjóra. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling hefur sent Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, áskorun í kjölfar umfjöllunar um málefni starfsmanna í vikunni. Vísir greindi frá að starfsmönnum Ölgerðarinnar sem voru meðlimir í VR hafi verið boðaðir á fund forsvarsmanna. Var starfsmönnum þar boðnir þrír kostir, ganga úr VR og í Eflingu, halda sér í VR en vinna samkvæmt Eflingu eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti.Sjá einnig: Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar útÍ bréfi sínu til forstjóra Ölgerðarinnar segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að þó núgildandi kjarasamningur Eflingar og SA skapi Ölgerðinni ekki skyldu um að stytta vinnuvikuna um níu mínútur líkt og í samningi VR sé ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki veiti þeim sem starfi undir öðrum samningum sömu styttingu. Einnig sé í kjarasamningi Eflingar og SA að finna sérstakar heimildir til þess að framkvæma slíka styttingu. „Með hliðsjón af ofangreindu skora ég f.h. Eflingar – stéttarfélags á þig að veita starfsmönnum sem starfa samkvæmt kjarasamningi Eflingar sams konar styttingu og þeim sem starfa samkvæmt samningi VR,“ segir í bréfi Sólveigar Önnu til Andra Þórs dagsettu í dag, 6. desember 2019. Þá segir einnig í bréfinu að fyrir hönd Eflingar fagni formaðurinn leiðréttingu félagsaðildar starfsmanna þar sem sumir starfsmannanna hafi unnið störf sem falla heldur undir samningsvið Eflingar en VR.Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar.„Samkvæmt heimildum mínum hefur Ölgerðin um árabil lagt blessun sína yfir félagsaðild umræddra starfsmanna að VR í skriflegum ráðningarsamningum og greitt stéttarfélagsgjöld af þeim til VR,“ segir í bréfinu. Með þessu hafi Ölgerðin, að dómi Sólveigar Önnu, gefið starfsmönnunum fyrirheit um að þeir fái notið kjara samninga VR, séu þeir samningar betri en samningar Eflingar í einhverjum atriðum. „Tómlæti Ölgerðarinnar gagnvart leiðréttingu félagsaðildar skapar að mínum dómi gild réttlætisrök fyrir því að fyrirtækið veiti umræddum starfsmönnum kjarabætur sem haldast í hendur við þá stéttarfélagsaðild sem fyrirtækið hefur samþykkt árum saman athugasemdalaust,“ segir í bréfinu. Fyrr í vikunni sagði Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Ölgerðin væri eina fyrirtækið þar sem reynt hafi að færa fólk úr einu stéttarfélagi í annað til þess að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar. Í yfirlýsingu Ölgerðarinnar sagði þó að fyrirtækið hefði skriflega staðfestingu frá VR um að starfsmennirnir njóti betri kjara hvað vinnutíma og laun varði en Lífskjarasamningurinn kveði á um.Sjá einnig: Segja starfsmenn þegar með styttri vinnuvikuEnn fremur segir í yfirlýsingunni síðustu daga hafi verið unnið að samræmingu innan deilda meðal starfsmanna lagers og bílstjóra. Tilgangurinn hafi verið að freista þess að allir starfsmenn hverrar deildar fyrir sig tækju kjör og réttindi eins stéttarfélags. Mikilvægt sé að ef breytingar verði á samningum gangi það sama yfir alla. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Stéttarfélagið Efling hefur sent Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, áskorun í kjölfar umfjöllunar um málefni starfsmanna í vikunni. Vísir greindi frá að starfsmönnum Ölgerðarinnar sem voru meðlimir í VR hafi verið boðaðir á fund forsvarsmanna. Var starfsmönnum þar boðnir þrír kostir, ganga úr VR og í Eflingu, halda sér í VR en vinna samkvæmt Eflingu eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti.Sjá einnig: Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar útÍ bréfi sínu til forstjóra Ölgerðarinnar segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að þó núgildandi kjarasamningur Eflingar og SA skapi Ölgerðinni ekki skyldu um að stytta vinnuvikuna um níu mínútur líkt og í samningi VR sé ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki veiti þeim sem starfi undir öðrum samningum sömu styttingu. Einnig sé í kjarasamningi Eflingar og SA að finna sérstakar heimildir til þess að framkvæma slíka styttingu. „Með hliðsjón af ofangreindu skora ég f.h. Eflingar – stéttarfélags á þig að veita starfsmönnum sem starfa samkvæmt kjarasamningi Eflingar sams konar styttingu og þeim sem starfa samkvæmt samningi VR,“ segir í bréfi Sólveigar Önnu til Andra Þórs dagsettu í dag, 6. desember 2019. Þá segir einnig í bréfinu að fyrir hönd Eflingar fagni formaðurinn leiðréttingu félagsaðildar starfsmanna þar sem sumir starfsmannanna hafi unnið störf sem falla heldur undir samningsvið Eflingar en VR.Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar.„Samkvæmt heimildum mínum hefur Ölgerðin um árabil lagt blessun sína yfir félagsaðild umræddra starfsmanna að VR í skriflegum ráðningarsamningum og greitt stéttarfélagsgjöld af þeim til VR,“ segir í bréfinu. Með þessu hafi Ölgerðin, að dómi Sólveigar Önnu, gefið starfsmönnunum fyrirheit um að þeir fái notið kjara samninga VR, séu þeir samningar betri en samningar Eflingar í einhverjum atriðum. „Tómlæti Ölgerðarinnar gagnvart leiðréttingu félagsaðildar skapar að mínum dómi gild réttlætisrök fyrir því að fyrirtækið veiti umræddum starfsmönnum kjarabætur sem haldast í hendur við þá stéttarfélagsaðild sem fyrirtækið hefur samþykkt árum saman athugasemdalaust,“ segir í bréfinu. Fyrr í vikunni sagði Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Ölgerðin væri eina fyrirtækið þar sem reynt hafi að færa fólk úr einu stéttarfélagi í annað til þess að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar. Í yfirlýsingu Ölgerðarinnar sagði þó að fyrirtækið hefði skriflega staðfestingu frá VR um að starfsmennirnir njóti betri kjara hvað vinnutíma og laun varði en Lífskjarasamningurinn kveði á um.Sjá einnig: Segja starfsmenn þegar með styttri vinnuvikuEnn fremur segir í yfirlýsingunni síðustu daga hafi verið unnið að samræmingu innan deilda meðal starfsmanna lagers og bílstjóra. Tilgangurinn hafi verið að freista þess að allir starfsmenn hverrar deildar fyrir sig tækju kjör og réttindi eins stéttarfélags. Mikilvægt sé að ef breytingar verði á samningum gangi það sama yfir alla.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira