Jonty Bravery, 18 ára táningur sem hrinti sex ára dreng fram af tíundu hæð listasafnsins Tate Modern í Lundúnum í haust, játaði í dag fyrir dómi að vera sekur um tilraun til manndráps.
Bravery hefur verið í haldi lögreglu síðan árásin átti sér stað þann 4. ágúst.
Drengurinn, sem er franskur, var staddur ásamt fjölskyldu sinni á listasafninu þegar Bravery skyndilega hrindir honum fram af útsýnispallinum.
Saksóknari sagði fyrir dómi í dag að við fallið hefði drengurinn hefði hlotið áverka sem munu há honum alla ævi.
