Hafa ráðið einkaspæjara til að rannsaka hvarf Jóns Þrastar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2019 08:27 Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Systir Jóns Þrastar Jónssonar, íslensks manns sem hvarf í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur, ásamt unnustu hans, ráðið írskan einkaspæjara til aðstoðar við leitina. Þetta kemur fram í viðtali írska dagblaðsins The Irish Sun við systur Jóns Þrastar sem birtist í morgun. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Upptökur úr öryggismyndavélum hafa varpað ljósi á ferðir hans umræddan dag en síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í borginni.Grunar að eitthvað hafi komið fyrir hann Anna Hildur Jónsdóttir, systir Jóns Þrastar, lýsir því í viðtali við Irish Sun að hún sé hrædd um að bróðir sinn finnist ekki á lífi. Þá gruni hana jafnvel að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við hvarfið og segist fullviss um að Jón Þröstur hefði aldrei „flúið“ líf sitt á Íslandi. „Við verðum að komast að því hvað kom fyrir Jón. Börnin hans eiga rétt á því að vita það. Hugsanirnar og spurningarnar munu fylgja okkur ævilangt,“ segir Anna Hildur við Irish Sun.Sjá einnig: Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“Jón Þröstur er pókerspilari og hafði tekið þátt í pókermóti á meðan á dvöl hans í Dyflinni stóð. „Mig grunar að honum hafi ekki gengið ýkja vel í pókerleiknum. Ef til vill komst hann í slæman félagsskap eftir [leikinn]. Kannski vann hann of mikið og þeim líkaði það ekki. Ég held að eitthvað hafi komið fyrir hann.“ Tekur við viðkvæmum upplýsingum í trúnaði Lögregla á Írlandi hefur farið með rannsókn málsins. Umfangsmikilli leit að Jóni Þresti var strax hrundið af stað og skyldmenni hans hafa mörg verið með annan fótinn á Írlandi síðan. Lítið hefur farið fyrir leitinni síðustu mánuði en í frétt Irish Sun segir að Anna Hildur, ásamt Jönu Guðjónsdóttur, unnustu Jóns Þrastar, hafi ráðið írska einkaspæjarann Liam Brady til að rannsaka hvarfið. Haft er eftir Brady í frétt blaðsins að hann leiti upplýsinga sem almenningur sé ef til vill smeykur við að láta lögreglu í té. Búi fólk yfir slíkum upplýsingum geti það leitað til hans í trúnaði, m.a. í gegnum netfangið liam@liamabrady.ie. Í frétt Irish Sun segir að Brady hafi rannsakað hvarf fimmtán ára írskrar stúlku, Amy Fitzpatrick, á Spáni árið 2008. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún kvaddi vinkonu sína við hús þeirrar síðarnefndu. Ári eftir að hún hvarf barst móður hennar krafa um lausnargjald en ekkert kom út úr því. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. 25. júní 2019 17:58 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Systir Jóns Þrastar Jónssonar, íslensks manns sem hvarf í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur, ásamt unnustu hans, ráðið írskan einkaspæjara til aðstoðar við leitina. Þetta kemur fram í viðtali írska dagblaðsins The Irish Sun við systur Jóns Þrastar sem birtist í morgun. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Upptökur úr öryggismyndavélum hafa varpað ljósi á ferðir hans umræddan dag en síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í borginni.Grunar að eitthvað hafi komið fyrir hann Anna Hildur Jónsdóttir, systir Jóns Þrastar, lýsir því í viðtali við Irish Sun að hún sé hrædd um að bróðir sinn finnist ekki á lífi. Þá gruni hana jafnvel að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við hvarfið og segist fullviss um að Jón Þröstur hefði aldrei „flúið“ líf sitt á Íslandi. „Við verðum að komast að því hvað kom fyrir Jón. Börnin hans eiga rétt á því að vita það. Hugsanirnar og spurningarnar munu fylgja okkur ævilangt,“ segir Anna Hildur við Irish Sun.Sjá einnig: Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“Jón Þröstur er pókerspilari og hafði tekið þátt í pókermóti á meðan á dvöl hans í Dyflinni stóð. „Mig grunar að honum hafi ekki gengið ýkja vel í pókerleiknum. Ef til vill komst hann í slæman félagsskap eftir [leikinn]. Kannski vann hann of mikið og þeim líkaði það ekki. Ég held að eitthvað hafi komið fyrir hann.“ Tekur við viðkvæmum upplýsingum í trúnaði Lögregla á Írlandi hefur farið með rannsókn málsins. Umfangsmikilli leit að Jóni Þresti var strax hrundið af stað og skyldmenni hans hafa mörg verið með annan fótinn á Írlandi síðan. Lítið hefur farið fyrir leitinni síðustu mánuði en í frétt Irish Sun segir að Anna Hildur, ásamt Jönu Guðjónsdóttur, unnustu Jóns Þrastar, hafi ráðið írska einkaspæjarann Liam Brady til að rannsaka hvarfið. Haft er eftir Brady í frétt blaðsins að hann leiti upplýsinga sem almenningur sé ef til vill smeykur við að láta lögreglu í té. Búi fólk yfir slíkum upplýsingum geti það leitað til hans í trúnaði, m.a. í gegnum netfangið liam@liamabrady.ie. Í frétt Irish Sun segir að Brady hafi rannsakað hvarf fimmtán ára írskrar stúlku, Amy Fitzpatrick, á Spáni árið 2008. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún kvaddi vinkonu sína við hús þeirrar síðarnefndu. Ári eftir að hún hvarf barst móður hennar krafa um lausnargjald en ekkert kom út úr því.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. 25. júní 2019 17:58 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15
Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11
Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. 25. júní 2019 17:58