Hafa ráðið einkaspæjara til að rannsaka hvarf Jóns Þrastar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2019 08:27 Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Systir Jóns Þrastar Jónssonar, íslensks manns sem hvarf í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur, ásamt unnustu hans, ráðið írskan einkaspæjara til aðstoðar við leitina. Þetta kemur fram í viðtali írska dagblaðsins The Irish Sun við systur Jóns Þrastar sem birtist í morgun. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Upptökur úr öryggismyndavélum hafa varpað ljósi á ferðir hans umræddan dag en síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í borginni.Grunar að eitthvað hafi komið fyrir hann Anna Hildur Jónsdóttir, systir Jóns Þrastar, lýsir því í viðtali við Irish Sun að hún sé hrædd um að bróðir sinn finnist ekki á lífi. Þá gruni hana jafnvel að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við hvarfið og segist fullviss um að Jón Þröstur hefði aldrei „flúið“ líf sitt á Íslandi. „Við verðum að komast að því hvað kom fyrir Jón. Börnin hans eiga rétt á því að vita það. Hugsanirnar og spurningarnar munu fylgja okkur ævilangt,“ segir Anna Hildur við Irish Sun.Sjá einnig: Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“Jón Þröstur er pókerspilari og hafði tekið þátt í pókermóti á meðan á dvöl hans í Dyflinni stóð. „Mig grunar að honum hafi ekki gengið ýkja vel í pókerleiknum. Ef til vill komst hann í slæman félagsskap eftir [leikinn]. Kannski vann hann of mikið og þeim líkaði það ekki. Ég held að eitthvað hafi komið fyrir hann.“ Tekur við viðkvæmum upplýsingum í trúnaði Lögregla á Írlandi hefur farið með rannsókn málsins. Umfangsmikilli leit að Jóni Þresti var strax hrundið af stað og skyldmenni hans hafa mörg verið með annan fótinn á Írlandi síðan. Lítið hefur farið fyrir leitinni síðustu mánuði en í frétt Irish Sun segir að Anna Hildur, ásamt Jönu Guðjónsdóttur, unnustu Jóns Þrastar, hafi ráðið írska einkaspæjarann Liam Brady til að rannsaka hvarfið. Haft er eftir Brady í frétt blaðsins að hann leiti upplýsinga sem almenningur sé ef til vill smeykur við að láta lögreglu í té. Búi fólk yfir slíkum upplýsingum geti það leitað til hans í trúnaði, m.a. í gegnum netfangið liam@liamabrady.ie. Í frétt Irish Sun segir að Brady hafi rannsakað hvarf fimmtán ára írskrar stúlku, Amy Fitzpatrick, á Spáni árið 2008. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún kvaddi vinkonu sína við hús þeirrar síðarnefndu. Ári eftir að hún hvarf barst móður hennar krafa um lausnargjald en ekkert kom út úr því. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. 25. júní 2019 17:58 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Systir Jóns Þrastar Jónssonar, íslensks manns sem hvarf í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur, ásamt unnustu hans, ráðið írskan einkaspæjara til aðstoðar við leitina. Þetta kemur fram í viðtali írska dagblaðsins The Irish Sun við systur Jóns Þrastar sem birtist í morgun. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Upptökur úr öryggismyndavélum hafa varpað ljósi á ferðir hans umræddan dag en síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í borginni.Grunar að eitthvað hafi komið fyrir hann Anna Hildur Jónsdóttir, systir Jóns Þrastar, lýsir því í viðtali við Irish Sun að hún sé hrædd um að bróðir sinn finnist ekki á lífi. Þá gruni hana jafnvel að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við hvarfið og segist fullviss um að Jón Þröstur hefði aldrei „flúið“ líf sitt á Íslandi. „Við verðum að komast að því hvað kom fyrir Jón. Börnin hans eiga rétt á því að vita það. Hugsanirnar og spurningarnar munu fylgja okkur ævilangt,“ segir Anna Hildur við Irish Sun.Sjá einnig: Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“Jón Þröstur er pókerspilari og hafði tekið þátt í pókermóti á meðan á dvöl hans í Dyflinni stóð. „Mig grunar að honum hafi ekki gengið ýkja vel í pókerleiknum. Ef til vill komst hann í slæman félagsskap eftir [leikinn]. Kannski vann hann of mikið og þeim líkaði það ekki. Ég held að eitthvað hafi komið fyrir hann.“ Tekur við viðkvæmum upplýsingum í trúnaði Lögregla á Írlandi hefur farið með rannsókn málsins. Umfangsmikilli leit að Jóni Þresti var strax hrundið af stað og skyldmenni hans hafa mörg verið með annan fótinn á Írlandi síðan. Lítið hefur farið fyrir leitinni síðustu mánuði en í frétt Irish Sun segir að Anna Hildur, ásamt Jönu Guðjónsdóttur, unnustu Jóns Þrastar, hafi ráðið írska einkaspæjarann Liam Brady til að rannsaka hvarfið. Haft er eftir Brady í frétt blaðsins að hann leiti upplýsinga sem almenningur sé ef til vill smeykur við að láta lögreglu í té. Búi fólk yfir slíkum upplýsingum geti það leitað til hans í trúnaði, m.a. í gegnum netfangið liam@liamabrady.ie. Í frétt Irish Sun segir að Brady hafi rannsakað hvarf fimmtán ára írskrar stúlku, Amy Fitzpatrick, á Spáni árið 2008. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún kvaddi vinkonu sína við hús þeirrar síðarnefndu. Ári eftir að hún hvarf barst móður hennar krafa um lausnargjald en ekkert kom út úr því.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. 25. júní 2019 17:58 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15
Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11
Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. 25. júní 2019 17:58