Snjókoma og hvassviðri fylgja lægðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2019 07:33 Lægðinni fylgir ekki bara hvassviðri heldur líka snjókoma. Vísir/Hanna Hæglætisveður verður í flestum landshlutum í dag, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Eitthvað mun þó bæta í snjókomuna sem verið hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn, einkum verður éljagangur fram eftir degi á Norðausturlandi. Á morgun er svo von á lægð, með tilheyrandi hvassviðri og úrkomu sunnan- og suðvestanlands. Búast má við vindi um 5-10 m/s víða á landinu í dag og bjartviðri með köflum eða léttskýjað. Enn verður þó vindstrengur austast á landinu og þar lægir ekki sem talið getur fyrr en í nótt. Áfram verður kalt á landinu, frost á bilinu 2 til 10 stig. Eftir hádegi á morgun kemur svo lægð upp að suðurströndinni og þá hvessir á Suður- og Suðvesturlandi. Vindur verður allt að 25 m/s þegar verst verður. „Með lægðinni fylgir einnig snjókoma og því ráðlegt að fylgjast vel með fréttum af veðri og færð þurfi fólk að vera á ferðinni. Útlit er síðan fyrir áframhaldandi lægðagang og umhleypingar í næstu viku,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Austlæg átt 8-13 m/s og skýjað en þurrt, en hægari norðaustanlands og stöku él. Austan 15-23 m/s um kvöldið, hvassast syðst, og snjókoma á köflum, en hægari á Norður- og Austurlandi. Frost 1 til 10 stig.Á sunnudag:Norðaustan 10-18, hvassast með suðausturstöndinni, og snjókoma með köflum, en birtir til sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 5 stig.Á mánudag:Suðaustanátt, snjókoma og síðar rigning, og hiti 0 til 5 stig. Skýjað og úrkomulítið á norðaustanverðu landinu og frost 2 til 8 stig.Á þriðjudag:Hvöss norðaustlæg átt og snjókoma norðan- og vestantil, en hægari og rigning eða slydda suðaustan- og austanlands. Hiti kringum frostmark.Á miðvikudag:Ákveðin norðaustanátt með snjókomu um norðanvert landið. Kólnandi.Á fimmtudag:Útlit fyrir austlæga átt og víða bjartviðri. Kalt í veðri. Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Hæglætisveður verður í flestum landshlutum í dag, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Eitthvað mun þó bæta í snjókomuna sem verið hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn, einkum verður éljagangur fram eftir degi á Norðausturlandi. Á morgun er svo von á lægð, með tilheyrandi hvassviðri og úrkomu sunnan- og suðvestanlands. Búast má við vindi um 5-10 m/s víða á landinu í dag og bjartviðri með köflum eða léttskýjað. Enn verður þó vindstrengur austast á landinu og þar lægir ekki sem talið getur fyrr en í nótt. Áfram verður kalt á landinu, frost á bilinu 2 til 10 stig. Eftir hádegi á morgun kemur svo lægð upp að suðurströndinni og þá hvessir á Suður- og Suðvesturlandi. Vindur verður allt að 25 m/s þegar verst verður. „Með lægðinni fylgir einnig snjókoma og því ráðlegt að fylgjast vel með fréttum af veðri og færð þurfi fólk að vera á ferðinni. Útlit er síðan fyrir áframhaldandi lægðagang og umhleypingar í næstu viku,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Austlæg átt 8-13 m/s og skýjað en þurrt, en hægari norðaustanlands og stöku él. Austan 15-23 m/s um kvöldið, hvassast syðst, og snjókoma á köflum, en hægari á Norður- og Austurlandi. Frost 1 til 10 stig.Á sunnudag:Norðaustan 10-18, hvassast með suðausturstöndinni, og snjókoma með köflum, en birtir til sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 5 stig.Á mánudag:Suðaustanátt, snjókoma og síðar rigning, og hiti 0 til 5 stig. Skýjað og úrkomulítið á norðaustanverðu landinu og frost 2 til 8 stig.Á þriðjudag:Hvöss norðaustlæg átt og snjókoma norðan- og vestantil, en hægari og rigning eða slydda suðaustan- og austanlands. Hiti kringum frostmark.Á miðvikudag:Ákveðin norðaustanátt með snjókomu um norðanvert landið. Kólnandi.Á fimmtudag:Útlit fyrir austlæga átt og víða bjartviðri. Kalt í veðri.
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira