Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Samúel Karl Ólason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 5. desember 2019 22:18 Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Samkvæmt könnuninni virðast slökkviliðsmenn almennt frekar ósáttir í vinnunni og þá helst með samskipti sín við næstu yfirmenn. „Auðvitað taka allir svona til sín. Ég meina ég ber ábyrgð á þessari starfsemi og ef ég tæki ekki svona til mín væri það dapurt,” segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sambærileg könnun var gerð í sumar, meðal annars eftir ólgu vegna breytinga á vaktaplani. Könnunin byggist á átta flokkum og þar af féllu fimm þættir í lægsta mögulega flokk, sem er rauður á myndinni. Í nýrri könnun sem var gerð í haust fjölgar þessum rauðum flokkum í sex. Lægsta einkunnin tengist svokallaðri framtíðarsýn, þar sem slökkviliðsmenn svara því hvort þeir fái endurgjöf frá yfirmönnum. Sú næst lægsta er í flokki sem nefnist stuðningur frá stjórnendum þar sem spurt er út í samskipti við yfirmenn. Slökkviliðsstjóri bendir á að á síðustu þremur árum hafi fimmtíu nýir starfsmenn verið ráðnir inn. Það hafi sett mark sitt á starfið. „Á sama tíma og við erum með nýmenntun nýliða höfum við ekki náð að sinna endurmenntun starfsmanna sem er mjög miður. Og við erum með þannig hóp hjá okkur að menn eru mjög lærdómsfúsir og vilja að hlutirnir séu eins og eigi að vera og maður skilur það,” segir Jón Viðar. Slökkviliðsstjóri segist hafa vissar áhyggjur af stöðunni og hefur starfshópur verið skipaður til að fara yfir mögulegar leiðir til að auka starfsánægju. Hann bendir einnig á að óvenju mikið álag hafi verið á fólki. Álag út af sjúkraflutningum, álag út af stærri brunum og allt kemur niður á eitt og gerir það að verkum að við erum því miður bara stödd á þessum stað,” segir Jón Viðar. Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira
Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Samkvæmt könnuninni virðast slökkviliðsmenn almennt frekar ósáttir í vinnunni og þá helst með samskipti sín við næstu yfirmenn. „Auðvitað taka allir svona til sín. Ég meina ég ber ábyrgð á þessari starfsemi og ef ég tæki ekki svona til mín væri það dapurt,” segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sambærileg könnun var gerð í sumar, meðal annars eftir ólgu vegna breytinga á vaktaplani. Könnunin byggist á átta flokkum og þar af féllu fimm þættir í lægsta mögulega flokk, sem er rauður á myndinni. Í nýrri könnun sem var gerð í haust fjölgar þessum rauðum flokkum í sex. Lægsta einkunnin tengist svokallaðri framtíðarsýn, þar sem slökkviliðsmenn svara því hvort þeir fái endurgjöf frá yfirmönnum. Sú næst lægsta er í flokki sem nefnist stuðningur frá stjórnendum þar sem spurt er út í samskipti við yfirmenn. Slökkviliðsstjóri bendir á að á síðustu þremur árum hafi fimmtíu nýir starfsmenn verið ráðnir inn. Það hafi sett mark sitt á starfið. „Á sama tíma og við erum með nýmenntun nýliða höfum við ekki náð að sinna endurmenntun starfsmanna sem er mjög miður. Og við erum með þannig hóp hjá okkur að menn eru mjög lærdómsfúsir og vilja að hlutirnir séu eins og eigi að vera og maður skilur það,” segir Jón Viðar. Slökkviliðsstjóri segist hafa vissar áhyggjur af stöðunni og hefur starfshópur verið skipaður til að fara yfir mögulegar leiðir til að auka starfsánægju. Hann bendir einnig á að óvenju mikið álag hafi verið á fólki. Álag út af sjúkraflutningum, álag út af stærri brunum og allt kemur niður á eitt og gerir það að verkum að við erum því miður bara stödd á þessum stað,” segir Jón Viðar.
Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira