Borgarfulltrúa á fæðisfé fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 5. desember 2019 07:00 Umræðan um kostnað við veitingar til handa kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur vegna reglulegra funda er góð áminning og er í raun öllum hollt að íhuga hversu mörgum krónum varið er í mat dag frá degi. Borgarfulltrúar - og starfsmenn - snæða kvöldverð sem kostar um fjögur þúsund krónur á mann og gera má ráð fyrir að þeir hafi borðað ýmislegt annað yfir daginn. Fangar fá aftur á móti 1.500 krónur á dag í svonefndan fæðispening og þurfa að kaupa matinn í verslun fangelsisins þar sem verðlag er hærra en gerist og gengur. Þessi upphæð þarf að duga fyrir öllum mat viðkomandi í 24 klukkustundir. Fangar fá einnig dagpening eða 630 krónur hvern virkan dag en sú upphæð á að duga fyrir daglegri umhirðu, þ.e. til kaupa á hreinlætisvörum. Rétt rúmlega þrjú þúsund krónur á viku þar, sem er óbreytt upphæð frá 01/01/2006. Vart þarf að taka fram að verulega er lagt á þær vörur einnig auk þess sem tannviðgerðir eru dregnar af dagpeningum. Og auðvitað greiða fangar líka mun hærra verð en gengur og gerist fyrir símtöl og þeir þurfa eins og allir aðrir að kaupa sokka og nærbuxur svo örfátt sé nefnt. Mögulega vilja margir föngum allt það versta. En flestir rétt þenkjandi samfélagsþegnar ættu að sjá sóma í því að menn og konur á jaðrinum njóti engu að síður mannlegrar reisnar. Því hvetur Afstaða enn og aftur ráðherra fangelsismála til að endurskoða þessar nauðsynlegu greiðslur, með tilliti til raunverulegra aðstæðna fanga. Við þá skoðun mætti til dæmis líta til dagpeninga öryrkja og að um greiðslurnar hækki miðað við vísitölu. Jafnframt ætti að leggja blátt bann við skerðingum á þessum lágmarks greiðslum. Að því sögðu vill Afstaða minna á að afar erfiður tími er framundan í fangelsum landsins en ekki síður hjá fjölskyldum þeirra sem inni sitja. Standi hugur til þess að gleðja fanga um jól getur Afstaða haft þar milligöngu um.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Reykjavík Tengdar fréttir Gripin glóðvolg af ljósmyndara við að háma í sig önd Kolbrún Baldursdóttir hafði ekki borðað í tíu tíma og var því svöng. 4. desember 2019 10:36 Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Umræðan um kostnað við veitingar til handa kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur vegna reglulegra funda er góð áminning og er í raun öllum hollt að íhuga hversu mörgum krónum varið er í mat dag frá degi. Borgarfulltrúar - og starfsmenn - snæða kvöldverð sem kostar um fjögur þúsund krónur á mann og gera má ráð fyrir að þeir hafi borðað ýmislegt annað yfir daginn. Fangar fá aftur á móti 1.500 krónur á dag í svonefndan fæðispening og þurfa að kaupa matinn í verslun fangelsisins þar sem verðlag er hærra en gerist og gengur. Þessi upphæð þarf að duga fyrir öllum mat viðkomandi í 24 klukkustundir. Fangar fá einnig dagpening eða 630 krónur hvern virkan dag en sú upphæð á að duga fyrir daglegri umhirðu, þ.e. til kaupa á hreinlætisvörum. Rétt rúmlega þrjú þúsund krónur á viku þar, sem er óbreytt upphæð frá 01/01/2006. Vart þarf að taka fram að verulega er lagt á þær vörur einnig auk þess sem tannviðgerðir eru dregnar af dagpeningum. Og auðvitað greiða fangar líka mun hærra verð en gengur og gerist fyrir símtöl og þeir þurfa eins og allir aðrir að kaupa sokka og nærbuxur svo örfátt sé nefnt. Mögulega vilja margir föngum allt það versta. En flestir rétt þenkjandi samfélagsþegnar ættu að sjá sóma í því að menn og konur á jaðrinum njóti engu að síður mannlegrar reisnar. Því hvetur Afstaða enn og aftur ráðherra fangelsismála til að endurskoða þessar nauðsynlegu greiðslur, með tilliti til raunverulegra aðstæðna fanga. Við þá skoðun mætti til dæmis líta til dagpeninga öryrkja og að um greiðslurnar hækki miðað við vísitölu. Jafnframt ætti að leggja blátt bann við skerðingum á þessum lágmarks greiðslum. Að því sögðu vill Afstaða minna á að afar erfiður tími er framundan í fangelsum landsins en ekki síður hjá fjölskyldum þeirra sem inni sitja. Standi hugur til þess að gleðja fanga um jól getur Afstaða haft þar milligöngu um.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga.
Gripin glóðvolg af ljósmyndara við að háma í sig önd Kolbrún Baldursdóttir hafði ekki borðað í tíu tíma og var því svöng. 4. desember 2019 10:36
Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar