Reiknaðu út hvað þú greiðir í tekjuskatt á næsta ári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2019 06:30 Tekjuskattur lækkar á næstu tveimur árum samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi. Er lækkuninni sérstaklega beint að þeim sem eru um eða undir meðaltekjum. vísir/vilhelm Með nýsamþykktum lögum Alþingis um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda lækkar tekjuskattur í tveimur áföngum, annars vegar þann 1. janúar 2020 og hins vegar þann 1. janúar 2021. Á vef stjórnarráðsins geta einstaklingar reiknað út í þar til gerðri reiknivél hvernig skattbyrði þeirra breytist á næsta ári. Tekin eru dæmi úr reiknivélinni þar sem manneskja með 280 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir 69.792 krónum minna í tekjuskatt á ári. Tekjuskattur einstaklings með 370 þúsund í tekjur á mánuði lækkar um 124.620 krónur á ári og tekjuskattur þess sem er með 835 þúsund í tekjur á mánuði lækkar um 72 þúsund á ári.Að því er segir á vef stjórnarráðsins mun lækkunin skila sér til allra tekjutíunda en mest til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Lækkar tekjuskattur þess hóps um 120 þúsund krónur á ári. Þannig muni ráðstöfunartekjur heimilanna aukast um 21 milljarð á ári þegar lækkunin er að fullu komin fram. Á næsta ári munu skattgreiðslur fólks við fyrstu þrepamörkin lækka um 42 þúsund krónur. Samkvæmt vef stjórnarráðsins hefur þá verið tekið tillit til lækkunar persónuafsláttar sem beitt er í samspili við upptöku nýs lægsta þreps í skattkerfinu. Er þetta gert til þess að beina þunga lækkunarinnar til þeirra sem eru um eða undir meðaltekjum. „Auk lækkunar tekjuskatts kemur til framkvæmdar seinni hluti 0,5 prósentustiga lækkunar tryggingagjalds, en gjaldið var lækkað um 0,25 prósentustig í upphafi árs 2019. Tryggingagjaldsprósentan með markaðsgjaldinu og gjaldi í ábyrgðarsjóð launa hefur farið úr 7,59% 2014 í 6,60% 2019 og verður 2020 6,35% sem styður við atvinnusköpun og rekstrargrundvöll fyrirtækja. Hæst var prósentan 8,65% árin 2010 og 2011,“ segir á vef stjórnarráðsins. Alþingi Skattar og tollar Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Með nýsamþykktum lögum Alþingis um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda lækkar tekjuskattur í tveimur áföngum, annars vegar þann 1. janúar 2020 og hins vegar þann 1. janúar 2021. Á vef stjórnarráðsins geta einstaklingar reiknað út í þar til gerðri reiknivél hvernig skattbyrði þeirra breytist á næsta ári. Tekin eru dæmi úr reiknivélinni þar sem manneskja með 280 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir 69.792 krónum minna í tekjuskatt á ári. Tekjuskattur einstaklings með 370 þúsund í tekjur á mánuði lækkar um 124.620 krónur á ári og tekjuskattur þess sem er með 835 þúsund í tekjur á mánuði lækkar um 72 þúsund á ári.Að því er segir á vef stjórnarráðsins mun lækkunin skila sér til allra tekjutíunda en mest til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Lækkar tekjuskattur þess hóps um 120 þúsund krónur á ári. Þannig muni ráðstöfunartekjur heimilanna aukast um 21 milljarð á ári þegar lækkunin er að fullu komin fram. Á næsta ári munu skattgreiðslur fólks við fyrstu þrepamörkin lækka um 42 þúsund krónur. Samkvæmt vef stjórnarráðsins hefur þá verið tekið tillit til lækkunar persónuafsláttar sem beitt er í samspili við upptöku nýs lægsta þreps í skattkerfinu. Er þetta gert til þess að beina þunga lækkunarinnar til þeirra sem eru um eða undir meðaltekjum. „Auk lækkunar tekjuskatts kemur til framkvæmdar seinni hluti 0,5 prósentustiga lækkunar tryggingagjalds, en gjaldið var lækkað um 0,25 prósentustig í upphafi árs 2019. Tryggingagjaldsprósentan með markaðsgjaldinu og gjaldi í ábyrgðarsjóð launa hefur farið úr 7,59% 2014 í 6,60% 2019 og verður 2020 6,35% sem styður við atvinnusköpun og rekstrargrundvöll fyrirtækja. Hæst var prósentan 8,65% árin 2010 og 2011,“ segir á vef stjórnarráðsins.
Alþingi Skattar og tollar Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira