Undirbúa sig fyrir umfangsmestu verkfallsaðgerðir landsins í áratugi Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2019 17:43 Mögulega munu aðrir opinberir starfsmenn einnig taka þátt, allt frá dómurum til sorphirðumanna og forsvarsmenn lögreglunnar hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar. EPA/SEBASTIEN NOGIER Yfirvöld Frakklands undirbúa sig nú fyrir verkfallsaðgerðir sem hefjast á morgun og talið er að geti verið þau stærstu í landinu í rúma tvo áratugi. Frakkar eru öllu vanir þegar kemur að verkfallsaðgerðum og mótmælum en talið er líklegt að aðgerðirnar muni lama samfélagið í Frakklandi en þær gætu staðið yfir fram að jólum. Starfsmenn lestarkerfis Frakklands ætla í verkfall og hefur það áhrif á nánast allar samgöngur Frakklands. Búið er að hætta við fjölda lestaferða og hægja á öðrum. Aðgerðirnar munu sömuleiðis hafa veruleg áhrif á alþjóðaflug og er þegar búið að fella fimmtung flugferða niður. Kennarar ætla einnig að taka þátt í verkfallsaðgerðunum og sömuleiðis margir starfsmenn póstsins. Mögulega munu aðrir opinberir starfsmenn einnig taka þátt, allt frá dómurum til sorphirðumanna og forsvarsmenn lögreglunnar hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar.Samkvæmt France24 áttu síðustu sambærilegu verkfallsaðgerðir sér stað árið 1995. Þær ollu miklum usla og stóðu yfir í þrjár vikur.Aðgerðirnar snúa að miklu leyti að umfangsmiklum breytingum sem Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill gera á eftirlaunakerfi landsins. Meðal þess sem hann vill gera er að einfalda kerfið og sameina 42 mismunandi sjóði. Það myndi þó hafa mikil áhrif á opinbera starfsmenn sem njóta sérstakra fríðinda. Aðgerðir Macron myndu sömuleiðis þýða að fólk færi seinna á eftirlaun og fengi minna úr eftirlaunasjóðum. Þá tækju eftirlaun mið af starfsferli og aðilar sem væru ef til vill atvinnulausir um tíma, fengju lægri eftirlaun en aðrir sem hafi verið í fullri vinnu allan ferilinn, samkvæmt frétt France24. Þær kæmu þó sérstaklega niður á kjörum starfsmanna lestarkerfis Frakklands sem hafa notið sérstakra fríðinda í gegnum tíðina. Þeir eru æviráðnir, vinnuvika þeirra er styttri en gengur og gerist og laun þeirra hækka reglulega samkvæmt samningum. Þá geta þeir sest í helgan stein þegar þeir eru 52 ára gamlir. Það er áratug fyrr en aðrir Frakkar. Þar að auki miða eftirlaun þeirra einungis við síðustu sex mánuði þeirra í starfi og fjölskyldur þeirra fá mikla afslætti á fargjöldum. Þetta vill ríkisstjórn Frakklands fella niður. Kannanir benda þó til að meirihluti frönsku þjóðarinnar styðji verkfallsaðgerðirnar og óttast margir að aðgerðir ríkisins gegn starfsmönnum lestarkerfisins yrðu þær fyrstu af mörgum. Frakkland Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Yfirvöld Frakklands undirbúa sig nú fyrir verkfallsaðgerðir sem hefjast á morgun og talið er að geti verið þau stærstu í landinu í rúma tvo áratugi. Frakkar eru öllu vanir þegar kemur að verkfallsaðgerðum og mótmælum en talið er líklegt að aðgerðirnar muni lama samfélagið í Frakklandi en þær gætu staðið yfir fram að jólum. Starfsmenn lestarkerfis Frakklands ætla í verkfall og hefur það áhrif á nánast allar samgöngur Frakklands. Búið er að hætta við fjölda lestaferða og hægja á öðrum. Aðgerðirnar munu sömuleiðis hafa veruleg áhrif á alþjóðaflug og er þegar búið að fella fimmtung flugferða niður. Kennarar ætla einnig að taka þátt í verkfallsaðgerðunum og sömuleiðis margir starfsmenn póstsins. Mögulega munu aðrir opinberir starfsmenn einnig taka þátt, allt frá dómurum til sorphirðumanna og forsvarsmenn lögreglunnar hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar.Samkvæmt France24 áttu síðustu sambærilegu verkfallsaðgerðir sér stað árið 1995. Þær ollu miklum usla og stóðu yfir í þrjár vikur.Aðgerðirnar snúa að miklu leyti að umfangsmiklum breytingum sem Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill gera á eftirlaunakerfi landsins. Meðal þess sem hann vill gera er að einfalda kerfið og sameina 42 mismunandi sjóði. Það myndi þó hafa mikil áhrif á opinbera starfsmenn sem njóta sérstakra fríðinda. Aðgerðir Macron myndu sömuleiðis þýða að fólk færi seinna á eftirlaun og fengi minna úr eftirlaunasjóðum. Þá tækju eftirlaun mið af starfsferli og aðilar sem væru ef til vill atvinnulausir um tíma, fengju lægri eftirlaun en aðrir sem hafi verið í fullri vinnu allan ferilinn, samkvæmt frétt France24. Þær kæmu þó sérstaklega niður á kjörum starfsmanna lestarkerfis Frakklands sem hafa notið sérstakra fríðinda í gegnum tíðina. Þeir eru æviráðnir, vinnuvika þeirra er styttri en gengur og gerist og laun þeirra hækka reglulega samkvæmt samningum. Þá geta þeir sest í helgan stein þegar þeir eru 52 ára gamlir. Það er áratug fyrr en aðrir Frakkar. Þar að auki miða eftirlaun þeirra einungis við síðustu sex mánuði þeirra í starfi og fjölskyldur þeirra fá mikla afslætti á fargjöldum. Þetta vill ríkisstjórn Frakklands fella niður. Kannanir benda þó til að meirihluti frönsku þjóðarinnar styðji verkfallsaðgerðirnar og óttast margir að aðgerðir ríkisins gegn starfsmönnum lestarkerfisins yrðu þær fyrstu af mörgum.
Frakkland Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent