Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2019 15:15 Höfuðstöðvar Ölgerðarinnar við Grjótháls. Vísir/Vilhelm Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin nóvember-desember. Í síðustu kjarasamningum var samið um styttingu vinnutíma félagsmanna VR sem svarar til níu mínútna á dag fyrir starfsmann í fullu starfi. Þessar níu mínútur jafngilda 45 mínútum á viku eða rúmlega þriggja klukkustunda á mánuði án skerðingar launa. Markmiðið með breytingunni var að gera vinnumarkaðinn fjölskylduvænni. Það er svo fyrirtækjanna, í samstarfi við starfsfólk, að komast að niðurstöðu hvernig best sé að hátta styttingunni. Breytingin átti að taka gildi þann 1. desember. Tryggingafélögin VÍS og Sjóvá hafa til dæmis samið við starfsfólk sitt um styttri vinnudaga á föstudögum og tilkynnt um leið að útibú þeirra eru opin skemur á föstudögum.Þrír kostir Ölgerðin boðaði bílastjóra sína, starfsmenn á lager og verksmiðju á sinn fund á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Síðustu virku dagana fyrir mánaðarmót. Starfsmenn stóðu frammi fyrir þremur kostum: 1. Ganga úr VR og í Eflingu 2. Halda sér í VR en vinna samkvæmt Eflingu 3. Að vera sagt upp frá og með næstu mánaðamótum með þriggja mánaðar uppsagnarfrest. Sumir starfsmenn fengu afarkostina rétt fyrir lok vinnudagsins á föstudaginn, síðasta virka dag mánaðar.Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar.Neituðu að skrifa undir Samkvæmt heimildum Vísis neituðu starfsmenn að sætta sig við útspil Ölgerðarinnar. Forsvarsmenn Ölgerðarinnar brugðust við með því að segjast ekki ætla að þvinga hópinn til undirskriftar. Rætt yrði við starfsmennina aftur í vikunni sem nú er hálfnuð án þess að heyrst hafi frá yfirmönnum. Uppsagnirnar hefðu átt að taka gildi um mánaðarmótin og starfsmönnum gert að vinna út febrúarmánuð. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur staðfest við fréttastofu að málið sé á borði VR og til skoðunar hjá lögfræðingum félagsins. Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Andra Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, sem var ekki við vinnu í dag. Skilaboðum var komið til Júlíusar Steins Kristjánssonar mannauðsstjóra og óskað eftir viðbrögðum. Uppfært klukkan 18:15. Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti í yfirlýsingu. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan.Vegna fréttaflutnings af málefnum starfsfólks Ölgerðarinnar, er rétt að eftirfarandi komi fram.Ölgerðin virðir alla kjarasamninga, réttindi og skyldur sinna starfsmanna og harmar rangfærslur þar um sem birst hafa.Málið snýst um starfsmenn fyrirtækisins sem vinna í sömu deildum en eru í ólíkum stéttarfélögum. Unnið hefur verið að samræmingu, þannig að starfsmenn í sömu deildum séu allir að njóta sömu réttinda og skylda. Hafi starfsmenn upplifað þær aðferðir til samræmingar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því.Í fréttaflutningi af málinu hefur verið tekið fram að starfsmönnum hafi verið boðið að afsala sér rétti til styttri vinnuviku. Það er rangt. Starfsmenn hafa þegar unnið sér slík réttindi inn og fengið greitt í samræmi við það um nokkurra ára skeið og hefur aldrei staðið til að gera breytingar á því. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin nóvember-desember. Í síðustu kjarasamningum var samið um styttingu vinnutíma félagsmanna VR sem svarar til níu mínútna á dag fyrir starfsmann í fullu starfi. Þessar níu mínútur jafngilda 45 mínútum á viku eða rúmlega þriggja klukkustunda á mánuði án skerðingar launa. Markmiðið með breytingunni var að gera vinnumarkaðinn fjölskylduvænni. Það er svo fyrirtækjanna, í samstarfi við starfsfólk, að komast að niðurstöðu hvernig best sé að hátta styttingunni. Breytingin átti að taka gildi þann 1. desember. Tryggingafélögin VÍS og Sjóvá hafa til dæmis samið við starfsfólk sitt um styttri vinnudaga á föstudögum og tilkynnt um leið að útibú þeirra eru opin skemur á föstudögum.Þrír kostir Ölgerðin boðaði bílastjóra sína, starfsmenn á lager og verksmiðju á sinn fund á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Síðustu virku dagana fyrir mánaðarmót. Starfsmenn stóðu frammi fyrir þremur kostum: 1. Ganga úr VR og í Eflingu 2. Halda sér í VR en vinna samkvæmt Eflingu 3. Að vera sagt upp frá og með næstu mánaðamótum með þriggja mánaðar uppsagnarfrest. Sumir starfsmenn fengu afarkostina rétt fyrir lok vinnudagsins á föstudaginn, síðasta virka dag mánaðar.Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar.Neituðu að skrifa undir Samkvæmt heimildum Vísis neituðu starfsmenn að sætta sig við útspil Ölgerðarinnar. Forsvarsmenn Ölgerðarinnar brugðust við með því að segjast ekki ætla að þvinga hópinn til undirskriftar. Rætt yrði við starfsmennina aftur í vikunni sem nú er hálfnuð án þess að heyrst hafi frá yfirmönnum. Uppsagnirnar hefðu átt að taka gildi um mánaðarmótin og starfsmönnum gert að vinna út febrúarmánuð. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur staðfest við fréttastofu að málið sé á borði VR og til skoðunar hjá lögfræðingum félagsins. Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Andra Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, sem var ekki við vinnu í dag. Skilaboðum var komið til Júlíusar Steins Kristjánssonar mannauðsstjóra og óskað eftir viðbrögðum. Uppfært klukkan 18:15. Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti í yfirlýsingu. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan.Vegna fréttaflutnings af málefnum starfsfólks Ölgerðarinnar, er rétt að eftirfarandi komi fram.Ölgerðin virðir alla kjarasamninga, réttindi og skyldur sinna starfsmanna og harmar rangfærslur þar um sem birst hafa.Málið snýst um starfsmenn fyrirtækisins sem vinna í sömu deildum en eru í ólíkum stéttarfélögum. Unnið hefur verið að samræmingu, þannig að starfsmenn í sömu deildum séu allir að njóta sömu réttinda og skylda. Hafi starfsmenn upplifað þær aðferðir til samræmingar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því.Í fréttaflutningi af málinu hefur verið tekið fram að starfsmönnum hafi verið boðið að afsala sér rétti til styttri vinnuviku. Það er rangt. Starfsmenn hafa þegar unnið sér slík réttindi inn og fengið greitt í samræmi við það um nokkurra ára skeið og hefur aldrei staðið til að gera breytingar á því.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05
Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02