Svíþjóðardemókratar ekki lengur í kuldanum á hægri vængnum Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2019 13:14 Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna) og Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata. Getty Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna) og Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, áttu í morgun sinn fyrsta formlega tvíhliða fund í húsakynnum sænska þingsins. Svíþjóðardemókratar, sem tala fyrir harðri stefnu í innflytjendamálum, hafa lengi verið einangraðir á sænska þinginu þar sem aðrir flokkar hafa sniðgengið þingmenn Svíþjóðardemókrata og hafnað öllu samstarfi. Nú virðist hins vegar sem að breyting kunni að vera á því. Svíþjóðardemókratar og Hægriflokkurinn eru báðir í stjórnarandstöðu, en skoðanakannanir hafa að undanförnu sýnt aukinn stuðning við Svíþjóðardemókrata. Hefur flokkurinn ítrekað mælst annar stærsti flokkurinn í landinu með um og nokkuð yfir 20 prósent fylgi.Greindu báðir frá fundinum á Facebook Åkesson og Kristersson greindu báðir frá vinnufundinum á Facebook-síðum sínum fyrr í dag. „Í dag heimsótti ég og þingflokksformaður minn vinnuherbergi Ulf Kristersson vegna fyrsta beina fundar okkar með Ulf Kristersson og þingflokksformanni Moderaterna. Á fundinum ræddum við meðal annars hvernig eigi að bregðast við alvarlegum glæpum í landinu okkar þar sem ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist. En einnig hvernig innflytjendapólitík og orkumálapólitík framtíðar eigi að vera,“ segir Åkesson. Bætti hann við að fundurinn hafi verið gefandi og boði gott varðandi framtíðarsamstarf á sviði stjórnmála. Kristersson segir á sinni síðu að hann hafi viljað funda til að ræða nokkur mikilvæg málefni þar sem flokkarnir eru á svipaðri línu. Helst hafi verið rætt um hert viðbrögð vegna glæpa og málefni kjarnorku. Hann segir sömuleiðis að viðræðurnar hafi verið uppbyggilegar og bjóði upp á pólitískt samstarf. Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð í september 2018 og fór svo, eftir margra mánaða viðræður, að Jafnaðarmenn og Græningjar mynduðu nýja stjórn með stuðningi frá Miðflokknum og Frjálslyndum. Leiðir Stefan Löfven, leiðtogi Jafnaðarmanna, þá stjórn. Hann tók fyrst við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar árið 2014. Svíþjóð Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna) og Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, áttu í morgun sinn fyrsta formlega tvíhliða fund í húsakynnum sænska þingsins. Svíþjóðardemókratar, sem tala fyrir harðri stefnu í innflytjendamálum, hafa lengi verið einangraðir á sænska þinginu þar sem aðrir flokkar hafa sniðgengið þingmenn Svíþjóðardemókrata og hafnað öllu samstarfi. Nú virðist hins vegar sem að breyting kunni að vera á því. Svíþjóðardemókratar og Hægriflokkurinn eru báðir í stjórnarandstöðu, en skoðanakannanir hafa að undanförnu sýnt aukinn stuðning við Svíþjóðardemókrata. Hefur flokkurinn ítrekað mælst annar stærsti flokkurinn í landinu með um og nokkuð yfir 20 prósent fylgi.Greindu báðir frá fundinum á Facebook Åkesson og Kristersson greindu báðir frá vinnufundinum á Facebook-síðum sínum fyrr í dag. „Í dag heimsótti ég og þingflokksformaður minn vinnuherbergi Ulf Kristersson vegna fyrsta beina fundar okkar með Ulf Kristersson og þingflokksformanni Moderaterna. Á fundinum ræddum við meðal annars hvernig eigi að bregðast við alvarlegum glæpum í landinu okkar þar sem ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist. En einnig hvernig innflytjendapólitík og orkumálapólitík framtíðar eigi að vera,“ segir Åkesson. Bætti hann við að fundurinn hafi verið gefandi og boði gott varðandi framtíðarsamstarf á sviði stjórnmála. Kristersson segir á sinni síðu að hann hafi viljað funda til að ræða nokkur mikilvæg málefni þar sem flokkarnir eru á svipaðri línu. Helst hafi verið rætt um hert viðbrögð vegna glæpa og málefni kjarnorku. Hann segir sömuleiðis að viðræðurnar hafi verið uppbyggilegar og bjóði upp á pólitískt samstarf. Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð í september 2018 og fór svo, eftir margra mánaða viðræður, að Jafnaðarmenn og Græningjar mynduðu nýja stjórn með stuðningi frá Miðflokknum og Frjálslyndum. Leiðir Stefan Löfven, leiðtogi Jafnaðarmanna, þá stjórn. Hann tók fyrst við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar árið 2014.
Svíþjóð Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira